Myndaði 100 útisundlaugar með drónanum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. nóvember 2020 12:17 Ljósmyndarinn Bragi Þór, sem hefur farið um landið og myndað 100 útisundlaugar, það er aðeins ein laug eftir. Aðsend Á tímum Covid dettur fólki ýmislegt í hug að gera á meðan það er kannski rólegt í vinnunni og nógur tími til að sinna hugðarefnum sínum. Bragi Þór Jósefsson er dæmi um mann, sem hefur nýtt tímann vel en hann hefur farið um allt land og myndað hundrað útisundlaugar með drónanum sínum. Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði en sú laug er 50 metrar.Bragi Þór Jósepsson Bragi Þór er sjálfstætt starfandi ljósmyndari. Á meðan það hefur dregið úr verkefnum hjá honum á tímum Covid ákvað hann að láta gamlan draum rætast og fara um landið og mynda allar almenningsútisundlaugar með drónanum sínum úr mikilli hæð. „Svo þegar Covid brást á hugsaði ég, þetta er akkúrat rétti tíminn því þá var maður verkefnislaus að sjálfsögðu og lítið að gera. Allar sundlaugar voru mannlausar og því dreifa ég mig í að mynda allar slíkar hérna á höfuðborgarsvæðinu og póstaði eitthvað af þeim á samfélagsmiðla þar sem ég fékk mjög góð viðbrögð. Þá ákvað ég að það væri góð hugmynd að mynda allar útilaugar á landinu,“ segir Bragi Þór. Alls eru þetta hundrað útilaugar en Bragi Þór á eftir að mynda eina laug á Ströndum en það er bara hægt að komast að henni á bát. Bragi Þór segir sundlaugaverkefnið hafa verið mjög skemmtilegt. Laugin á SuðureyriBragi Þór Jósepsson „Já, já, vissulega, ég var líka í öðru verkefni svona með því ég hef verið að mynda fyrir sjálfan mig þorp og bæi á landsbyggðinni, búin að gera það í mörg ár. Allar sundlaugamyndirnar eru teknar í mikill hæð, ég er í 60 til 100 metra hæð og það kannski sést að það er fólk í laugunum en það er ekki nokkur leið að þekkja nokkurn.“ Laugin á Laugum í ÞingeyjarsveitBragi Þór Jósepsson Bragi Þór segir að það hafi verið skemmtilegast að mynda útisundlaugarnar í Bolungarvík, á Suðureyri og í Grundarfirði og svo hafi laugarnar í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri komið mjög vel út. Þeir sem vilja skoða sundlaugamyndirnar frá Braga geta farið á heimasíðuna hans Reykjavík Sundlaugar Sund Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ljósmyndun Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sakar Evrópu um stríðsæsingu Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Musk í samkeppni við Wikipedia Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Búast við hamförum vegna Melissu Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Sjá meira
Á tímum Covid dettur fólki ýmislegt í hug að gera á meðan það er kannski rólegt í vinnunni og nógur tími til að sinna hugðarefnum sínum. Bragi Þór Jósefsson er dæmi um mann, sem hefur nýtt tímann vel en hann hefur farið um allt land og myndað hundrað útisundlaugar með drónanum sínum. Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði en sú laug er 50 metrar.Bragi Þór Jósepsson Bragi Þór er sjálfstætt starfandi ljósmyndari. Á meðan það hefur dregið úr verkefnum hjá honum á tímum Covid ákvað hann að láta gamlan draum rætast og fara um landið og mynda allar almenningsútisundlaugar með drónanum sínum úr mikilli hæð. „Svo þegar Covid brást á hugsaði ég, þetta er akkúrat rétti tíminn því þá var maður verkefnislaus að sjálfsögðu og lítið að gera. Allar sundlaugar voru mannlausar og því dreifa ég mig í að mynda allar slíkar hérna á höfuðborgarsvæðinu og póstaði eitthvað af þeim á samfélagsmiðla þar sem ég fékk mjög góð viðbrögð. Þá ákvað ég að það væri góð hugmynd að mynda allar útilaugar á landinu,“ segir Bragi Þór. Alls eru þetta hundrað útilaugar en Bragi Þór á eftir að mynda eina laug á Ströndum en það er bara hægt að komast að henni á bát. Bragi Þór segir sundlaugaverkefnið hafa verið mjög skemmtilegt. Laugin á SuðureyriBragi Þór Jósepsson „Já, já, vissulega, ég var líka í öðru verkefni svona með því ég hef verið að mynda fyrir sjálfan mig þorp og bæi á landsbyggðinni, búin að gera það í mörg ár. Allar sundlaugamyndirnar eru teknar í mikill hæð, ég er í 60 til 100 metra hæð og það kannski sést að það er fólk í laugunum en það er ekki nokkur leið að þekkja nokkurn.“ Laugin á Laugum í ÞingeyjarsveitBragi Þór Jósepsson Bragi Þór segir að það hafi verið skemmtilegast að mynda útisundlaugarnar í Bolungarvík, á Suðureyri og í Grundarfirði og svo hafi laugarnar í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri komið mjög vel út. Þeir sem vilja skoða sundlaugamyndirnar frá Braga geta farið á heimasíðuna hans
Reykjavík Sundlaugar Sund Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ljósmyndun Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sakar Evrópu um stríðsæsingu Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Musk í samkeppni við Wikipedia Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Búast við hamförum vegna Melissu Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Sjá meira