Auðunn Gestsson er látinn Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2020 19:02 List án landamæra. Auðunn Gestsson les úr þá nýútkominni ljóðabók sinni, árið 2013. Auðunn Gestsson fyrrverandi blaðasali og ljóðskáld er fallinn frá. Auðunn andaðist á miðvikudag síðastliðinn. Auðunn setti sannarlega svip sinn á bæinn, sér í lagi á þeim tíma sem blöð voru seld í lausasölu. Þeir Óli blaðasali voru kóngarnir. Auðunn var fæddur í Flatey á Breiðafirði 27. febrúar 1937. Talið var, fram að andláti hans að hann væri elsti lifandi einstaklingurinn sem var með Downs-heilkenni. Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir, frænka Auðuns, reyndi að fá hann skráðan í heimsmetabók Guinness en það tókst ekki. Óhætt er að segja að Auðunn hafi verið goðsögn þegar kom að blaðasölu. Hér er viðtal við hann í Vísi þann 27. febrúar 1978. Kolbrún sagði í samtali við RÚV fyrir tæpum þremur árum að hjá Guinness sé skráð frú K frá Illinois í Bandaríkjunum elst en hún andaðist 83 ára að aldri. „Ég ætla ekki að hætta að reyna að fá Auðun skráðan hjá Guinness,“ sagði Kolbrún þá og ætlaði að bíða í þrjú ár. Þetta var því tæpt með heimsmetið. Auðunn var alveg einstaklega vel liðinn og setti tíma og rúm ekki fyrir sig, þannig taldi hann Emil í Kattholti sinn besta vin, reyndar tvíburabróður hvorki meira né minna og það stóð jafnvel til að hann myndi giftast Ídu, en ekkert varð af því vegna anna Auðuns. Þetta kemur meðal annars í skemmtilegum aðfararorðum ljóðabókar Auðuns, Ljóðin mín, sem kom út árið 20013, en þau ritar Margrét Gestsdóttir, en Auðunn var ömmubróðir hennar. Þá birtist við hann bráðskemmtilegt viðtal á Vísi þar sem hann ræddi um ljóðabókina sem þá var gefin út í tilefni sjötíu og fimm ára afmælis hans í febrúar og birtir fallega sýn hans á heiminn. Í aðfararorðum Margrétar, æviágripum höfundar, segir að ásamt vinnunni hefur ... „Auðunn einnig haldið áfram að þroska listræna hæfileika sína til munns og handa. Málverk og teikningar hans skipta tugum og skáldfákurinn hefur aldrei verið langt undan. [...] Auðunn hefur jafnan verið í hávegum hafður af stórfjölskyldu sinni sem lofar það hátt og í hljóði að betur fór en á horfðist á þeim tíma þegar Auðunn mátti gráta undan harðýgi Fagins með Óliver Twist og fleiri vinum sínum. Að því tímabili undanskildu hefur hann gengið sólskinsmegin í lífinu. Geðprýði hans er við brugðið en Auðunn er einstaklega jákvæður maður sem margir hafa bundist tryggðarböndum í gegnum tíðina. Auðuni liggur gott orð til þeirra sem á vegi hans verða.“ Auðunn lætur eftir sig fjölda vina, ættingja sem syrgja hann og tvær systur sem lifa lita bróður sinn, 90 og 99 ára gamlar. Í bókinni Ljóðin mín er meðal annars að finna þetta ljóð: Vorvísa Vorið er komið, grundirnar gróa, syngur lóan dirrindí. Litlir vinir sitja úti í grasi með lappirnar upp í loft, kitlar í iljarnar. Andlát Ljóðlist Reykjavík Fjölmiðlar Downs-heilkenni Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Auðunn Gestsson fyrrverandi blaðasali og ljóðskáld er fallinn frá. Auðunn andaðist á miðvikudag síðastliðinn. Auðunn setti sannarlega svip sinn á bæinn, sér í lagi á þeim tíma sem blöð voru seld í lausasölu. Þeir Óli blaðasali voru kóngarnir. Auðunn var fæddur í Flatey á Breiðafirði 27. febrúar 1937. Talið var, fram að andláti hans að hann væri elsti lifandi einstaklingurinn sem var með Downs-heilkenni. Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir, frænka Auðuns, reyndi að fá hann skráðan í heimsmetabók Guinness en það tókst ekki. Óhætt er að segja að Auðunn hafi verið goðsögn þegar kom að blaðasölu. Hér er viðtal við hann í Vísi þann 27. febrúar 1978. Kolbrún sagði í samtali við RÚV fyrir tæpum þremur árum að hjá Guinness sé skráð frú K frá Illinois í Bandaríkjunum elst en hún andaðist 83 ára að aldri. „Ég ætla ekki að hætta að reyna að fá Auðun skráðan hjá Guinness,“ sagði Kolbrún þá og ætlaði að bíða í þrjú ár. Þetta var því tæpt með heimsmetið. Auðunn var alveg einstaklega vel liðinn og setti tíma og rúm ekki fyrir sig, þannig taldi hann Emil í Kattholti sinn besta vin, reyndar tvíburabróður hvorki meira né minna og það stóð jafnvel til að hann myndi giftast Ídu, en ekkert varð af því vegna anna Auðuns. Þetta kemur meðal annars í skemmtilegum aðfararorðum ljóðabókar Auðuns, Ljóðin mín, sem kom út árið 20013, en þau ritar Margrét Gestsdóttir, en Auðunn var ömmubróðir hennar. Þá birtist við hann bráðskemmtilegt viðtal á Vísi þar sem hann ræddi um ljóðabókina sem þá var gefin út í tilefni sjötíu og fimm ára afmælis hans í febrúar og birtir fallega sýn hans á heiminn. Í aðfararorðum Margrétar, æviágripum höfundar, segir að ásamt vinnunni hefur ... „Auðunn einnig haldið áfram að þroska listræna hæfileika sína til munns og handa. Málverk og teikningar hans skipta tugum og skáldfákurinn hefur aldrei verið langt undan. [...] Auðunn hefur jafnan verið í hávegum hafður af stórfjölskyldu sinni sem lofar það hátt og í hljóði að betur fór en á horfðist á þeim tíma þegar Auðunn mátti gráta undan harðýgi Fagins með Óliver Twist og fleiri vinum sínum. Að því tímabili undanskildu hefur hann gengið sólskinsmegin í lífinu. Geðprýði hans er við brugðið en Auðunn er einstaklega jákvæður maður sem margir hafa bundist tryggðarböndum í gegnum tíðina. Auðuni liggur gott orð til þeirra sem á vegi hans verða.“ Auðunn lætur eftir sig fjölda vina, ættingja sem syrgja hann og tvær systur sem lifa lita bróður sinn, 90 og 99 ára gamlar. Í bókinni Ljóðin mín er meðal annars að finna þetta ljóð: Vorvísa Vorið er komið, grundirnar gróa, syngur lóan dirrindí. Litlir vinir sitja úti í grasi með lappirnar upp í loft, kitlar í iljarnar.
Andlát Ljóðlist Reykjavík Fjölmiðlar Downs-heilkenni Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira