Mega gefa heilabiluðum sljóvgandi án samþykkis fyrir dánaraðstoð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2020 15:34 epa/Hotli Simanjuntak Reglum hefur verið breytt í Hollandi þannig að læknir má nú, án samþykkis, gefa sjúklingi sljóvgandi lyf áður en hann gefur honum lyf sem binda enda á líf sjúklingsins. Þetta ákvað nefnd sem fjallar um dánaraðstoð í kjölfar dóms þar sem læknir var sýknaður einmitt af þessum gjörningi. Læknirinn Marinou Arends var ákærð og áminnt af hollensku heilbrigðisyfirvöldum fyrir að hafa sett sljóvgandi lyf í kaffi 74 ára sjúklings áður en hún sprautaði hann með lyfjum sem enduðu líf hans. Sjúklingurinn hafði áður sagst vilja deyja þegar hans tími væri kominn en þjáðist af heilabilun og var það langt genginn að geta ekki lengur sagt til um óskir sínar. Hæstiréttur Hollands úrskurðaði í málinu í apríl sl. og komst að þeirri niðurstöðu að engin lög hefðu verið brotin. Þá snéri hann ákvörðun heilbrigðisyfirvalda. Í niðurstöðunni sagði m.a. að ef sjúklingur væri ekki lengur fær um að veita samþykki þá bæri lækni ekki að túlka fyrrum óskir hans bókstaflega, ef aðstæður pössuðu ekki við þær forsendur sem lágu áður fyrir. Í kjölfarið á dómnum sagði Jacob Kohnstamm, formaður nefndarinnar um dánaraðstoð að endurskoða þyrfti þær reglur sem læknum höfuð verið settar. Samkvæmt hinum uppfærðu reglum geta læknar tekið ákvörðun um tímasetningu og framkvæmd dánaraðstoðar, ef sjúklingurinn er með alvarlega heilabilun. Marinou Arends sagðist ekki sjá eftir gjörðum sínum en mál hennar var afar umdeilt. Jafnvel þótt sjúklingurinn hefði á sínum tíma skrifað undir að vilja ekki vera lagður inn á hjúkrunarheimli með heilabilum og vilja deyja „á réttum tíma“, sagði hann nei þegar á hólminn var komið en þá langt gengin með heilabilun.Skjáskot/Nieuwsuur Ekki allir á eitt sáttir Ekki eru allir á eitt sáttir um breytinguna en árið 2018, þegar áðurnefnt mál kom upp, lögðu 220 læknar nafn sitt við auglýsingu þar sem þeir fordæmdu alla kollega sína sem stunduðu það að sljóvga sjúklinga „í laumi“ áður en þeir aðstoðuðu þá við að deyja. Bert Keizer, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilis, sagðist í samtali við Volkskrant að hann væri óssamála breytingunum en það væri gott að reglurnar hefðu verið skýrðar. „Þetta á ekki eftir að verða að einhverju. Það eru afar fáir læknar sem vilja gera þetta en það er gott fyrir hina að hafa þetta skriflegt.“ Dánaraðstoð hefur verið lögleg í Hollandi frá 2002 og í fyrra fengu 6.361 einstaklingar slíka aðstoð. Fjöldinn samsvarar 4% allra dauðsfalla. í 91% tilvika var um að ræða einstaklinga sem þjáðust af banvænum sjúkdóm en í hinum tilvikunum var um að ræða heilabilun eða verulega alvarlega andlega sjúkdóma. Til stendur að breyta lögum í landinu þannig að lögin um dánaraðstoð nái ekki bara til fullorðinna heldur einnig til veikra barna sem kveljast og eiga enga von um lækningu. The Guardian sagði frá. Heilbrigðismál Holland Líknardráp Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Reglum hefur verið breytt í Hollandi þannig að læknir má nú, án samþykkis, gefa sjúklingi sljóvgandi lyf áður en hann gefur honum lyf sem binda enda á líf sjúklingsins. Þetta ákvað nefnd sem fjallar um dánaraðstoð í kjölfar dóms þar sem læknir var sýknaður einmitt af þessum gjörningi. Læknirinn Marinou Arends var ákærð og áminnt af hollensku heilbrigðisyfirvöldum fyrir að hafa sett sljóvgandi lyf í kaffi 74 ára sjúklings áður en hún sprautaði hann með lyfjum sem enduðu líf hans. Sjúklingurinn hafði áður sagst vilja deyja þegar hans tími væri kominn en þjáðist af heilabilun og var það langt genginn að geta ekki lengur sagt til um óskir sínar. Hæstiréttur Hollands úrskurðaði í málinu í apríl sl. og komst að þeirri niðurstöðu að engin lög hefðu verið brotin. Þá snéri hann ákvörðun heilbrigðisyfirvalda. Í niðurstöðunni sagði m.a. að ef sjúklingur væri ekki lengur fær um að veita samþykki þá bæri lækni ekki að túlka fyrrum óskir hans bókstaflega, ef aðstæður pössuðu ekki við þær forsendur sem lágu áður fyrir. Í kjölfarið á dómnum sagði Jacob Kohnstamm, formaður nefndarinnar um dánaraðstoð að endurskoða þyrfti þær reglur sem læknum höfuð verið settar. Samkvæmt hinum uppfærðu reglum geta læknar tekið ákvörðun um tímasetningu og framkvæmd dánaraðstoðar, ef sjúklingurinn er með alvarlega heilabilun. Marinou Arends sagðist ekki sjá eftir gjörðum sínum en mál hennar var afar umdeilt. Jafnvel þótt sjúklingurinn hefði á sínum tíma skrifað undir að vilja ekki vera lagður inn á hjúkrunarheimli með heilabilum og vilja deyja „á réttum tíma“, sagði hann nei þegar á hólminn var komið en þá langt gengin með heilabilun.Skjáskot/Nieuwsuur Ekki allir á eitt sáttir Ekki eru allir á eitt sáttir um breytinguna en árið 2018, þegar áðurnefnt mál kom upp, lögðu 220 læknar nafn sitt við auglýsingu þar sem þeir fordæmdu alla kollega sína sem stunduðu það að sljóvga sjúklinga „í laumi“ áður en þeir aðstoðuðu þá við að deyja. Bert Keizer, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilis, sagðist í samtali við Volkskrant að hann væri óssamála breytingunum en það væri gott að reglurnar hefðu verið skýrðar. „Þetta á ekki eftir að verða að einhverju. Það eru afar fáir læknar sem vilja gera þetta en það er gott fyrir hina að hafa þetta skriflegt.“ Dánaraðstoð hefur verið lögleg í Hollandi frá 2002 og í fyrra fengu 6.361 einstaklingar slíka aðstoð. Fjöldinn samsvarar 4% allra dauðsfalla. í 91% tilvika var um að ræða einstaklinga sem þjáðust af banvænum sjúkdóm en í hinum tilvikunum var um að ræða heilabilun eða verulega alvarlega andlega sjúkdóma. Til stendur að breyta lögum í landinu þannig að lögin um dánaraðstoð nái ekki bara til fullorðinna heldur einnig til veikra barna sem kveljast og eiga enga von um lækningu. The Guardian sagði frá.
Heilbrigðismál Holland Líknardráp Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira