Mega gefa heilabiluðum sljóvgandi án samþykkis fyrir dánaraðstoð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2020 15:34 epa/Hotli Simanjuntak Reglum hefur verið breytt í Hollandi þannig að læknir má nú, án samþykkis, gefa sjúklingi sljóvgandi lyf áður en hann gefur honum lyf sem binda enda á líf sjúklingsins. Þetta ákvað nefnd sem fjallar um dánaraðstoð í kjölfar dóms þar sem læknir var sýknaður einmitt af þessum gjörningi. Læknirinn Marinou Arends var ákærð og áminnt af hollensku heilbrigðisyfirvöldum fyrir að hafa sett sljóvgandi lyf í kaffi 74 ára sjúklings áður en hún sprautaði hann með lyfjum sem enduðu líf hans. Sjúklingurinn hafði áður sagst vilja deyja þegar hans tími væri kominn en þjáðist af heilabilun og var það langt genginn að geta ekki lengur sagt til um óskir sínar. Hæstiréttur Hollands úrskurðaði í málinu í apríl sl. og komst að þeirri niðurstöðu að engin lög hefðu verið brotin. Þá snéri hann ákvörðun heilbrigðisyfirvalda. Í niðurstöðunni sagði m.a. að ef sjúklingur væri ekki lengur fær um að veita samþykki þá bæri lækni ekki að túlka fyrrum óskir hans bókstaflega, ef aðstæður pössuðu ekki við þær forsendur sem lágu áður fyrir. Í kjölfarið á dómnum sagði Jacob Kohnstamm, formaður nefndarinnar um dánaraðstoð að endurskoða þyrfti þær reglur sem læknum höfuð verið settar. Samkvæmt hinum uppfærðu reglum geta læknar tekið ákvörðun um tímasetningu og framkvæmd dánaraðstoðar, ef sjúklingurinn er með alvarlega heilabilun. Marinou Arends sagðist ekki sjá eftir gjörðum sínum en mál hennar var afar umdeilt. Jafnvel þótt sjúklingurinn hefði á sínum tíma skrifað undir að vilja ekki vera lagður inn á hjúkrunarheimli með heilabilum og vilja deyja „á réttum tíma“, sagði hann nei þegar á hólminn var komið en þá langt gengin með heilabilun.Skjáskot/Nieuwsuur Ekki allir á eitt sáttir Ekki eru allir á eitt sáttir um breytinguna en árið 2018, þegar áðurnefnt mál kom upp, lögðu 220 læknar nafn sitt við auglýsingu þar sem þeir fordæmdu alla kollega sína sem stunduðu það að sljóvga sjúklinga „í laumi“ áður en þeir aðstoðuðu þá við að deyja. Bert Keizer, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilis, sagðist í samtali við Volkskrant að hann væri óssamála breytingunum en það væri gott að reglurnar hefðu verið skýrðar. „Þetta á ekki eftir að verða að einhverju. Það eru afar fáir læknar sem vilja gera þetta en það er gott fyrir hina að hafa þetta skriflegt.“ Dánaraðstoð hefur verið lögleg í Hollandi frá 2002 og í fyrra fengu 6.361 einstaklingar slíka aðstoð. Fjöldinn samsvarar 4% allra dauðsfalla. í 91% tilvika var um að ræða einstaklinga sem þjáðust af banvænum sjúkdóm en í hinum tilvikunum var um að ræða heilabilun eða verulega alvarlega andlega sjúkdóma. Til stendur að breyta lögum í landinu þannig að lögin um dánaraðstoð nái ekki bara til fullorðinna heldur einnig til veikra barna sem kveljast og eiga enga von um lækningu. The Guardian sagði frá. Heilbrigðismál Holland Líknardráp Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Reglum hefur verið breytt í Hollandi þannig að læknir má nú, án samþykkis, gefa sjúklingi sljóvgandi lyf áður en hann gefur honum lyf sem binda enda á líf sjúklingsins. Þetta ákvað nefnd sem fjallar um dánaraðstoð í kjölfar dóms þar sem læknir var sýknaður einmitt af þessum gjörningi. Læknirinn Marinou Arends var ákærð og áminnt af hollensku heilbrigðisyfirvöldum fyrir að hafa sett sljóvgandi lyf í kaffi 74 ára sjúklings áður en hún sprautaði hann með lyfjum sem enduðu líf hans. Sjúklingurinn hafði áður sagst vilja deyja þegar hans tími væri kominn en þjáðist af heilabilun og var það langt genginn að geta ekki lengur sagt til um óskir sínar. Hæstiréttur Hollands úrskurðaði í málinu í apríl sl. og komst að þeirri niðurstöðu að engin lög hefðu verið brotin. Þá snéri hann ákvörðun heilbrigðisyfirvalda. Í niðurstöðunni sagði m.a. að ef sjúklingur væri ekki lengur fær um að veita samþykki þá bæri lækni ekki að túlka fyrrum óskir hans bókstaflega, ef aðstæður pössuðu ekki við þær forsendur sem lágu áður fyrir. Í kjölfarið á dómnum sagði Jacob Kohnstamm, formaður nefndarinnar um dánaraðstoð að endurskoða þyrfti þær reglur sem læknum höfuð verið settar. Samkvæmt hinum uppfærðu reglum geta læknar tekið ákvörðun um tímasetningu og framkvæmd dánaraðstoðar, ef sjúklingurinn er með alvarlega heilabilun. Marinou Arends sagðist ekki sjá eftir gjörðum sínum en mál hennar var afar umdeilt. Jafnvel þótt sjúklingurinn hefði á sínum tíma skrifað undir að vilja ekki vera lagður inn á hjúkrunarheimli með heilabilum og vilja deyja „á réttum tíma“, sagði hann nei þegar á hólminn var komið en þá langt gengin með heilabilun.Skjáskot/Nieuwsuur Ekki allir á eitt sáttir Ekki eru allir á eitt sáttir um breytinguna en árið 2018, þegar áðurnefnt mál kom upp, lögðu 220 læknar nafn sitt við auglýsingu þar sem þeir fordæmdu alla kollega sína sem stunduðu það að sljóvga sjúklinga „í laumi“ áður en þeir aðstoðuðu þá við að deyja. Bert Keizer, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilis, sagðist í samtali við Volkskrant að hann væri óssamála breytingunum en það væri gott að reglurnar hefðu verið skýrðar. „Þetta á ekki eftir að verða að einhverju. Það eru afar fáir læknar sem vilja gera þetta en það er gott fyrir hina að hafa þetta skriflegt.“ Dánaraðstoð hefur verið lögleg í Hollandi frá 2002 og í fyrra fengu 6.361 einstaklingar slíka aðstoð. Fjöldinn samsvarar 4% allra dauðsfalla. í 91% tilvika var um að ræða einstaklinga sem þjáðust af banvænum sjúkdóm en í hinum tilvikunum var um að ræða heilabilun eða verulega alvarlega andlega sjúkdóma. Til stendur að breyta lögum í landinu þannig að lögin um dánaraðstoð nái ekki bara til fullorðinna heldur einnig til veikra barna sem kveljast og eiga enga von um lækningu. The Guardian sagði frá.
Heilbrigðismál Holland Líknardráp Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira