Svifryksmengun nærri tvöfalt yfir mörkum í borginni í gær Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2020 16:33 Svifriksmælar á Grensásvegi Vísir/Vilhelm Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi. Helstu umferðargötur í Reykjavík voru rykbundnar í nótt. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að það virðist hafa virkað því svifryksgildi hafi mælst muni lægri í dag. Gildi fíns svifryks hefur þó enn mælst hátt við Grensás. Borgaryfirvöld mæla með því að fólk skilji bíl eftir heima og fari til og frá vinnu og skóla með öðrum hætti ef það hafi kost á því. Þegar verst lét í gær mældist styrkur svonefnds PM10-svifryks 98 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Á öðrum mælistöðvum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, Vesturbæjarlaug og á gatnamótum Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar voru gildin rétt undir heilsuverndarmörkum. „Þegar þessar aðstæður skapast í borginni, alger froststilla, leggst mengunin frá morgunumferðinni eins og teppi yfir borgina,“ segir Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar. Íhugi að halda börnum inni í leikskólum við umferðaræðar Svifryksmengun hefur áhrif á heilsu fólks, sérstaklega fyrir fólk sem undirliggjandi öndunarfæra- eða hjarta- og æðasjúkdóma. Umhverfisstofnun Evrópu rakti um hundrað ótímabær andlát á Íslandi til fínni svifryksmengunar í skýrslu sinni um loftgæði í álfunni árið 2015. Vísir hefur haft spurnir af því að börnum í að minnsta kosti einum leikskóla nálægt umferðaræð í borginni hafi verið haldið innandyra í gær vegna mengunarinnar. Svava segir að allar tilkynningar um loftgæði séu send dagmæðrum og stjórnendum leik- og grunnskóla en það sé í höndum stjórnendum á hverjum stað að ákveða hvort börnum sé haldið inni. Börn segir hún viðkvæmari fyrir svifryksmengun en fullorðnir. Þau andi örar og þau séu með minni lungu sem eru að þroskast. Stjórnendur leikskóla við umferðarþungar götur ættu því að íhuga að halda börnum inni við aðstæður eins og þær sem voru í gær. Borgin heldur ekki utan um tölfræði hvaða leik- eða grunnskólar halda börnum inni vegna mengunar eða hversu oft, að sögn Svövu. Svifryk er að stórum hluta malbiksagnir. Negld dekk eyða malbikinu sérstaklega upp.Vísir/Vilhelm Færri á nöglum nú en síðustu ár Svava segir að mikið ryk hafi verið í borginni undanfarið. Auk umferðarryksins hafi ryk frá hálendinu borist yfir borgina fyrr í haust og þá hafi töluvert af salti fokið yfir hana með suðvestanroki sem gerði fyrir nokkrum vikum. Vegrykið sé þó stór hluti af menguninni. Í tilkynningu borgarinnar segir að talið sé víst að uppþyrlun ryks vegna bílaumferðar hafi verið ástæða mengunarinnar í gær. Rannsóknir á samsetningu svifryks hafi sýnt að malbiksagnir séu meira en helmingur svifryksagna. Nagladekk vega því þungt þegar kemur að sliti á götum. Færri aka nú um á nagladekkjum en áður samkvæmt talningu borgarinnar. Um 29,5% ökutækja reyndust á negldum dekkjum þegar það var kannað 11. nóvember. Á sama tíma í fyrra var hlutfallið 34,9% og 37,2% árið áður. Umhverfismál Bílar Reykjavík Samgöngur Heilbrigðismál Nagladekk Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira
Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi. Helstu umferðargötur í Reykjavík voru rykbundnar í nótt. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að það virðist hafa virkað því svifryksgildi hafi mælst muni lægri í dag. Gildi fíns svifryks hefur þó enn mælst hátt við Grensás. Borgaryfirvöld mæla með því að fólk skilji bíl eftir heima og fari til og frá vinnu og skóla með öðrum hætti ef það hafi kost á því. Þegar verst lét í gær mældist styrkur svonefnds PM10-svifryks 98 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Á öðrum mælistöðvum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, Vesturbæjarlaug og á gatnamótum Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar voru gildin rétt undir heilsuverndarmörkum. „Þegar þessar aðstæður skapast í borginni, alger froststilla, leggst mengunin frá morgunumferðinni eins og teppi yfir borgina,“ segir Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar. Íhugi að halda börnum inni í leikskólum við umferðaræðar Svifryksmengun hefur áhrif á heilsu fólks, sérstaklega fyrir fólk sem undirliggjandi öndunarfæra- eða hjarta- og æðasjúkdóma. Umhverfisstofnun Evrópu rakti um hundrað ótímabær andlát á Íslandi til fínni svifryksmengunar í skýrslu sinni um loftgæði í álfunni árið 2015. Vísir hefur haft spurnir af því að börnum í að minnsta kosti einum leikskóla nálægt umferðaræð í borginni hafi verið haldið innandyra í gær vegna mengunarinnar. Svava segir að allar tilkynningar um loftgæði séu send dagmæðrum og stjórnendum leik- og grunnskóla en það sé í höndum stjórnendum á hverjum stað að ákveða hvort börnum sé haldið inni. Börn segir hún viðkvæmari fyrir svifryksmengun en fullorðnir. Þau andi örar og þau séu með minni lungu sem eru að þroskast. Stjórnendur leikskóla við umferðarþungar götur ættu því að íhuga að halda börnum inni við aðstæður eins og þær sem voru í gær. Borgin heldur ekki utan um tölfræði hvaða leik- eða grunnskólar halda börnum inni vegna mengunar eða hversu oft, að sögn Svövu. Svifryk er að stórum hluta malbiksagnir. Negld dekk eyða malbikinu sérstaklega upp.Vísir/Vilhelm Færri á nöglum nú en síðustu ár Svava segir að mikið ryk hafi verið í borginni undanfarið. Auk umferðarryksins hafi ryk frá hálendinu borist yfir borgina fyrr í haust og þá hafi töluvert af salti fokið yfir hana með suðvestanroki sem gerði fyrir nokkrum vikum. Vegrykið sé þó stór hluti af menguninni. Í tilkynningu borgarinnar segir að talið sé víst að uppþyrlun ryks vegna bílaumferðar hafi verið ástæða mengunarinnar í gær. Rannsóknir á samsetningu svifryks hafi sýnt að malbiksagnir séu meira en helmingur svifryksagna. Nagladekk vega því þungt þegar kemur að sliti á götum. Færri aka nú um á nagladekkjum en áður samkvæmt talningu borgarinnar. Um 29,5% ökutækja reyndust á negldum dekkjum þegar það var kannað 11. nóvember. Á sama tíma í fyrra var hlutfallið 34,9% og 37,2% árið áður.
Umhverfismál Bílar Reykjavík Samgöngur Heilbrigðismál Nagladekk Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira