Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 00:58 Við sýnatöku eftir þrjár vikur á sjó reyndust 22 af 25 skipverjum Júlíusar Geirmundssonar smitaðir af kórónuveirunni eða með mótefni við henni. Skipið hélt aftur á haf út áður en niðurstöður lágu fyrir en sneru í kjölfarið aftur í land. Vísir/Hafþór Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa lýst yfir vantrausti á skipstjórann Svein Geir Arnarsson. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ákváðu skipverjar sem nú eru á sjó, úr áhöfninni sem var í landi þegar hin veiktist á túr í október, að lýsa yfir vantrausti í kjölfar nýlegrar yfirlýsingar Sveins Geirs skipstjóra í fjölmiðlum. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld og vísaði til bréfs sem fjölmiðillinn hefur undir höndum. Í bréfinu mun vera farið fram á að skipstjórinn hætti störfum. Hann er annar tveggja skipstjóra á Júlíusi Geirmyndssyni og sá sem stóð í brúnni þær þrjár vikur sem frystitogarinn var á sjó í október með 22 skipverja smitaða af Covid-19. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hve margir af skipverjunum um borð skrifuðu undir bréfið. Málið mun vera afar viðkvæmt. Sveinn Geir er alla jafna skipstjóri þessarar áhafnar en er nú í landi þar sem skipstjórarnir skiptu á túrum fyrir hinn umtalaða túr þar sem hópsýkingin kom upp. Með réttarstöðu sakbornings Sveinn Geir sagðist í yfirlýsingu til fréttastofu um helgina vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti sem kom upp um borð í togaranum. Hann sakar stéttarfélag sitt og áhafnarinnar um að ætla að halda „sýndarréttarhöld“ yfir sér með sjóprófi. Ákveðið hefur verið að sjópróf skuli fara fram vegna hópsýkingarinnar um borð í togaranum. 22 úr 25 áhöfn greindust smitaðir eða með mótefni fyrir kórónuveirunni. Skipið hélt áfram veiðum í þrjá vikur þrátt fyrir að skipverjar hefðu veikst snemma í túrnum. Í yfirlýsingu Sveins Geirs, sem hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um atburðina um borð, kemur fram að hann hafi stöðu sakbornings. Hann hafi veitt lögreglu allar upplýsingar sem hún hafi óskað eftir. Lögregla hafi þannig undir höndum afrit af skipsdagbók og þá hafi hann gefið skýrslu í málinu. „Bíð ég nú sem sakaður maður eftir niðurstöðu lögreglurannsóknar, en ég vænti þess að þar muni ég njóta sannmælis og réttlátrar málsmeðferðar eins og lög bjóða,“ segir í yfirlýsingunni sem lögmaður Sveins Geirs sendi fyrir hönd hans til Vísis. Segir félögin vilja auðmýkja sig opinberlega Skipstjórinn fer hörðum orðum um verkalýðsfélag sitt og áhafnarinnar en þau kærðu Hraðfrystihúsið Gunnvör vegna meðferðar þess á áhöfn Júlíusar Geirmundssonar og kröfðust sjóprófs. Verkalýðsfélag Vestfjarða, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna standa að kærunni. Sakar Sveinn Geir félögin um að ætla að halda „opinber réttarhöld“ yfir sér og „opinberlega smána“ sig. „Ekki þarf að spyrja að því hvernig sá dómur verður, enda hafa þau þegar fellt hann. Ég frábið mér sýndarréttarhöld og opinbera auðmýkingu í boði stéttarfélags míns og mun ekki taka þátt í þeim,“ segir Sveinn Geir í yfirlýsingu sinni. Segist hann tilbúinn að ræða við félögin um leiðir til þess að bæta öryggi sjómanna ef markmiðið sé samvinna en ekki að „smána og niðurlægja opinberlega“. Þungbært að sitja undir ásökunum Hafnar skipstjórinn því í yfirlýsingu sinni að hann hafi stofnað áhöfninni í hættu viljandi eða neytt veika menn til að vinna. Honum hafi verið þungbært að komast að því að smitin sem komu upp um borð hafi verið kórónuveirusmit. Þá sé honum þungbært að sitja undir ásökunum og kærum. „En ég mun ekki víkja mér undan ábyrgð í málinu og ég get gert mistök eins og aðrir menn,“ segir Sveinn Geir sem ætlar ekki að tjá sig frekar á meðan lögregla rannsakar málið. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sagði að réttum verkferlum hefði ekki verið fylgt þegar veikindin komu upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. „Ég get ekki útskýrt það. Það er eiginlega ekki hægt að útskýra það. Það hefði verið rétt að fara í land en þetta var bara svona,“ sagði Einar Valur þegar hann var spurður út í fréttir um að skipstjórinn hefði sett skipverja í einangrun í þrjá daga og jafnvel saman í káetu. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Dómsmál Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf. 13. nóvember 2020 18:54 Stéttarfélög áhafnarinnar kæra til lögreglu og krefjast sjóprófs Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. 26. október 2020 21:02 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa lýst yfir vantrausti á skipstjórann Svein Geir Arnarsson. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ákváðu skipverjar sem nú eru á sjó, úr áhöfninni sem var í landi þegar hin veiktist á túr í október, að lýsa yfir vantrausti í kjölfar nýlegrar yfirlýsingar Sveins Geirs skipstjóra í fjölmiðlum. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld og vísaði til bréfs sem fjölmiðillinn hefur undir höndum. Í bréfinu mun vera farið fram á að skipstjórinn hætti störfum. Hann er annar tveggja skipstjóra á Júlíusi Geirmyndssyni og sá sem stóð í brúnni þær þrjár vikur sem frystitogarinn var á sjó í október með 22 skipverja smitaða af Covid-19. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hve margir af skipverjunum um borð skrifuðu undir bréfið. Málið mun vera afar viðkvæmt. Sveinn Geir er alla jafna skipstjóri þessarar áhafnar en er nú í landi þar sem skipstjórarnir skiptu á túrum fyrir hinn umtalaða túr þar sem hópsýkingin kom upp. Með réttarstöðu sakbornings Sveinn Geir sagðist í yfirlýsingu til fréttastofu um helgina vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti sem kom upp um borð í togaranum. Hann sakar stéttarfélag sitt og áhafnarinnar um að ætla að halda „sýndarréttarhöld“ yfir sér með sjóprófi. Ákveðið hefur verið að sjópróf skuli fara fram vegna hópsýkingarinnar um borð í togaranum. 22 úr 25 áhöfn greindust smitaðir eða með mótefni fyrir kórónuveirunni. Skipið hélt áfram veiðum í þrjá vikur þrátt fyrir að skipverjar hefðu veikst snemma í túrnum. Í yfirlýsingu Sveins Geirs, sem hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um atburðina um borð, kemur fram að hann hafi stöðu sakbornings. Hann hafi veitt lögreglu allar upplýsingar sem hún hafi óskað eftir. Lögregla hafi þannig undir höndum afrit af skipsdagbók og þá hafi hann gefið skýrslu í málinu. „Bíð ég nú sem sakaður maður eftir niðurstöðu lögreglurannsóknar, en ég vænti þess að þar muni ég njóta sannmælis og réttlátrar málsmeðferðar eins og lög bjóða,“ segir í yfirlýsingunni sem lögmaður Sveins Geirs sendi fyrir hönd hans til Vísis. Segir félögin vilja auðmýkja sig opinberlega Skipstjórinn fer hörðum orðum um verkalýðsfélag sitt og áhafnarinnar en þau kærðu Hraðfrystihúsið Gunnvör vegna meðferðar þess á áhöfn Júlíusar Geirmundssonar og kröfðust sjóprófs. Verkalýðsfélag Vestfjarða, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna standa að kærunni. Sakar Sveinn Geir félögin um að ætla að halda „opinber réttarhöld“ yfir sér og „opinberlega smána“ sig. „Ekki þarf að spyrja að því hvernig sá dómur verður, enda hafa þau þegar fellt hann. Ég frábið mér sýndarréttarhöld og opinbera auðmýkingu í boði stéttarfélags míns og mun ekki taka þátt í þeim,“ segir Sveinn Geir í yfirlýsingu sinni. Segist hann tilbúinn að ræða við félögin um leiðir til þess að bæta öryggi sjómanna ef markmiðið sé samvinna en ekki að „smána og niðurlægja opinberlega“. Þungbært að sitja undir ásökunum Hafnar skipstjórinn því í yfirlýsingu sinni að hann hafi stofnað áhöfninni í hættu viljandi eða neytt veika menn til að vinna. Honum hafi verið þungbært að komast að því að smitin sem komu upp um borð hafi verið kórónuveirusmit. Þá sé honum þungbært að sitja undir ásökunum og kærum. „En ég mun ekki víkja mér undan ábyrgð í málinu og ég get gert mistök eins og aðrir menn,“ segir Sveinn Geir sem ætlar ekki að tjá sig frekar á meðan lögregla rannsakar málið. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sagði að réttum verkferlum hefði ekki verið fylgt þegar veikindin komu upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. „Ég get ekki útskýrt það. Það er eiginlega ekki hægt að útskýra það. Það hefði verið rétt að fara í land en þetta var bara svona,“ sagði Einar Valur þegar hann var spurður út í fréttir um að skipstjórinn hefði sett skipverja í einangrun í þrjá daga og jafnvel saman í káetu.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Dómsmál Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf. 13. nóvember 2020 18:54 Stéttarfélög áhafnarinnar kæra til lögreglu og krefjast sjóprófs Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. 26. október 2020 21:02 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01
Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf. 13. nóvember 2020 18:54
Stéttarfélög áhafnarinnar kæra til lögreglu og krefjast sjóprófs Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. 26. október 2020 21:02
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent