„Ég er bara ósammála Ásmundi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 22:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ásmundur Friðriksson eru flokkssystkin í Sjálfstæðisflokknum en eru á öndverðu meiði í afstöðu sinni til þungunarrofs. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. Heitar umræður sköpuðust á Alþingi í vikunni í umræðu um þingsályktunartillögu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, sem kveður á um að konum frá Evrópu sem ekki er heimilt að gangast undir þungunarrof í sínu heimalandi, verði gert kleift að gangast undir slíka aðgerð hér á landi. „Ég er bara ósammála Ásmundi,“ sagði Áslaug Arna í Víglínunni á Stöð 2 í dag, spurð um afstöðu sína til ummæla Ásmundar. „Umræðan fór kannski frá því að vera umræða um heilbrigðiskerfið yfir í einmitt þennan mikilvæga rétt kvenna sem við höfum tekið ákvörðun um að virða hér á landi. Það er kannski ákveðinn freistnivandi sem að maður sá í þessari umræðu sumra að draga þetta mál niður á eitthvað plan sem það er í sumum öðrum löndum,“ sagði Áslaug. Henni þyki leiðinlegt að fólk sé tilbúið að gera málefnið að því pólitíska þrætuepli sem þekkist í öðrum löndum og nefndi Áslaug sérstaklega ríki „sem að við höfum ekkert sérstaklega horft til í pólitískum samanburði,“ líkt og ráðherrann orðaði það. „Sú skoðun sem að ég aðhyllist í þessum málum hefur orðið ofan á í lagaumhverfinu hérlendis og mörgum þykir þessi mál snúin en þau eru viðkvæm en þau eru samt svo einföld,“ sagði Áslaug en Alþingi samþykkti í fyrra rýmri löggjöf um þungunarrof en Sjálfstæðisflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni til málsins. „Að mínu viti eru það bara algjörlega sjálfsögð réttindi konunnar og það er enginn betur til þess fallinn en konan sjálf að taka ákvörðun um þungunarrof. Þetta er hennar líf og hennar líkami og á að vera hennar ákvörðun,“ sagði Áslaug. Henni þyki eðlilegt að gagnrýna íhaldsamt lagaumhverfi þeirra ríkja sem hafa strangar reglur um þungunarrof líkt og eigi við um Pólland. „Það er ekki síst sannfæring mín um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sem styður þessa skoðun mína og ég held að við megum passa það að fara ekki með þessa umræðu niður í þær skotgrafir sem hún er víðast hvar annars staðar,“ sagði Áslaug. Viðtalið við Áslaugu Örnu í Víglínunni má sjá í spilaranum hér að neðan. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Jafnréttismál Víglínan Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. Heitar umræður sköpuðust á Alþingi í vikunni í umræðu um þingsályktunartillögu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, sem kveður á um að konum frá Evrópu sem ekki er heimilt að gangast undir þungunarrof í sínu heimalandi, verði gert kleift að gangast undir slíka aðgerð hér á landi. „Ég er bara ósammála Ásmundi,“ sagði Áslaug Arna í Víglínunni á Stöð 2 í dag, spurð um afstöðu sína til ummæla Ásmundar. „Umræðan fór kannski frá því að vera umræða um heilbrigðiskerfið yfir í einmitt þennan mikilvæga rétt kvenna sem við höfum tekið ákvörðun um að virða hér á landi. Það er kannski ákveðinn freistnivandi sem að maður sá í þessari umræðu sumra að draga þetta mál niður á eitthvað plan sem það er í sumum öðrum löndum,“ sagði Áslaug. Henni þyki leiðinlegt að fólk sé tilbúið að gera málefnið að því pólitíska þrætuepli sem þekkist í öðrum löndum og nefndi Áslaug sérstaklega ríki „sem að við höfum ekkert sérstaklega horft til í pólitískum samanburði,“ líkt og ráðherrann orðaði það. „Sú skoðun sem að ég aðhyllist í þessum málum hefur orðið ofan á í lagaumhverfinu hérlendis og mörgum þykir þessi mál snúin en þau eru viðkvæm en þau eru samt svo einföld,“ sagði Áslaug en Alþingi samþykkti í fyrra rýmri löggjöf um þungunarrof en Sjálfstæðisflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni til málsins. „Að mínu viti eru það bara algjörlega sjálfsögð réttindi konunnar og það er enginn betur til þess fallinn en konan sjálf að taka ákvörðun um þungunarrof. Þetta er hennar líf og hennar líkami og á að vera hennar ákvörðun,“ sagði Áslaug. Henni þyki eðlilegt að gagnrýna íhaldsamt lagaumhverfi þeirra ríkja sem hafa strangar reglur um þungunarrof líkt og eigi við um Pólland. „Það er ekki síst sannfæring mín um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sem styður þessa skoðun mína og ég held að við megum passa það að fara ekki með þessa umræðu niður í þær skotgrafir sem hún er víðast hvar annars staðar,“ sagði Áslaug. Viðtalið við Áslaugu Örnu í Víglínunni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Jafnréttismál Víglínan Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira