Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 19:31 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. Fram hefur komið að sóttvarnarnlæknir ætli líklega að leggja til við heilbrigðisráðherra að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember og geta farþegar geta valið um að fara annað hvort í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins eða fara í skimun þegar þeir lenda, fara svo í fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt áhættuna á landamærunum felast í því að fólk velji fjórtán daga sóttkví en ætli sér ekki að virða hana. Hann hefur hins vegar ekki ennþá skilað heilbrigðisráðherra tillögum um næstu aðgerðir á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Vísir/Vilhelm „Það eru bara að vinna að því að gera tillögur og skoða málið frá mörgum hliðum. Þessi hagræni hópur er búinn að skila af sér svo eru aðrir hópar. Ég á svo eftir að koma með aðrar tillögur sjálfur til heilbrigðisráðherra,“ segir Þórólfur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í þættinum Víglínunni í dag að einungis þrjú prósent þeirra sem koma til landsins velji að fara í 14 daga sóttkví í stað skimunnar. „Ég hef talið erfitt að fara í að skylda fólk í skimun. Það eru afar fáir sem velja að fara í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunnar. Það er snúið að beita þvingunarráðstöfunum til að fá fólk í skimun ef fólk vill það ekki. Þá þarf að meta hættuna á smiti og þær heimildir sem sóttvarnalæknir hefur til að taka slíkar ákvarðanir en það eru líka aðrar lausnir eins og að hætta að láta fólk greiða fyrir skimunina.Það skiptir miklu máli að fyrir 1. desember getum við séð lengra fram í tímann varðandi ráðstafanir á landamærum. Það þarf að vera einhver fyrirsjáanleiki fyrir næsta sumar. Við erum að skoða ýmsa valkosti. Þær lausnir sem við getum séð til lengri tíma er að skimunarpróf erlendis frá verði gilt hér innan tiltekins tíma og fólk fari svo aftur í skimun en þó er óeðlilegt að slík ráðstöfun það taki gildi 1. desember,“ segir Áslaug. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31 Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. 11. nóvember 2020 19:52 Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12. nóvember 2020 20:02 Leggur það líklega til að tvöföld skimun á landamærum verði skylda Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun sennilega leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. 9. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. Fram hefur komið að sóttvarnarnlæknir ætli líklega að leggja til við heilbrigðisráðherra að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember og geta farþegar geta valið um að fara annað hvort í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins eða fara í skimun þegar þeir lenda, fara svo í fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt áhættuna á landamærunum felast í því að fólk velji fjórtán daga sóttkví en ætli sér ekki að virða hana. Hann hefur hins vegar ekki ennþá skilað heilbrigðisráðherra tillögum um næstu aðgerðir á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Vísir/Vilhelm „Það eru bara að vinna að því að gera tillögur og skoða málið frá mörgum hliðum. Þessi hagræni hópur er búinn að skila af sér svo eru aðrir hópar. Ég á svo eftir að koma með aðrar tillögur sjálfur til heilbrigðisráðherra,“ segir Þórólfur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í þættinum Víglínunni í dag að einungis þrjú prósent þeirra sem koma til landsins velji að fara í 14 daga sóttkví í stað skimunnar. „Ég hef talið erfitt að fara í að skylda fólk í skimun. Það eru afar fáir sem velja að fara í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunnar. Það er snúið að beita þvingunarráðstöfunum til að fá fólk í skimun ef fólk vill það ekki. Þá þarf að meta hættuna á smiti og þær heimildir sem sóttvarnalæknir hefur til að taka slíkar ákvarðanir en það eru líka aðrar lausnir eins og að hætta að láta fólk greiða fyrir skimunina.Það skiptir miklu máli að fyrir 1. desember getum við séð lengra fram í tímann varðandi ráðstafanir á landamærum. Það þarf að vera einhver fyrirsjáanleiki fyrir næsta sumar. Við erum að skoða ýmsa valkosti. Þær lausnir sem við getum séð til lengri tíma er að skimunarpróf erlendis frá verði gilt hér innan tiltekins tíma og fólk fari svo aftur í skimun en þó er óeðlilegt að slík ráðstöfun það taki gildi 1. desember,“ segir Áslaug.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31 Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. 11. nóvember 2020 19:52 Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12. nóvember 2020 20:02 Leggur það líklega til að tvöföld skimun á landamærum verði skylda Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun sennilega leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. 9. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31
Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. 11. nóvember 2020 19:52
Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12. nóvember 2020 20:02
Leggur það líklega til að tvöföld skimun á landamærum verði skylda Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun sennilega leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. 9. nóvember 2020 08:00