Fálki hámaði í sig hettumáv á palli í Fossvogi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 09:56 Fálkinn var hinn rólegasti við „matarborðið“ þrátt fyrir myndatökur Þórdísar í gær. Þórdís Bragadóttir Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. Það tók fálkann um klukkustund að éta mávinn en að máltíð lokinni var hann heldur þungur á sér og gat ekki flogið af stað. Þórdís kallaði því á fuglavin sem starfar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem kom og sótti fálkann og fór með hann til dýralæknis. Fálkinn reyndist ekkert slasaður, bara pakksaddur og sæll, en farið var með hann í Húsdýragarðinn þar sem hann fékk að jafna sig í nótt. Fálkanum verður svo sleppt í dag. „Þetta er mögnuð upplifun að verða vitni að þessu. Ég var að vinna heima og verð vör við einhvern umgang og einhverja dynki og áttaði mig ekki á því hvað var í gangi. Mér verður litið út og sé að það liggur dauður fugl á pallinum. Ég ætlaði að fjarlægja hann og ég lagði hann á dagblað upp á borð alveg upp við húsið. Svo bara nokkru seinna heyri ég aftur einhvern umgang og þá er kominn þarna á pallinn þessi fallegi fálki,“ sagði Þórdís frá í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði fálkann hafa verið góða stund að reyna að átta sig á því hvort hann ætti að fara í hettumávinn eða ekki. „Hann sat þarna lengi á handriðinu og horfði á mig og horfði á fuglinn og svo bara hófst hann handa við að borða fuglinn. […] Hann sat þarna góða stund áður en hann byrjaði og svo var hann alveg í klukkutíma að tæta hann í sig og skildi ekki neitt eftir nema bara vængina og lappirnar. Svo þegar hann var búinn að borða þá komst hann eiginlega bara ekki neitt. Hann tyllti sér þarna á stólbak og sat þar örugglega í korter að reyna að jafna sig,“ sagði Þórdís. Hún fór nokkrum sinnum út á pallinn og tók nokkur myndbönd og myndir en fálkinn kippti sér ekkert upp við það. Aðspurð hvort að mávurinn hefði flogið á gluggann hjá henni sagðist Þórdís ekki vera viss hvað gerðist. „Ég átta ekki mig á því hvort þetta voru átök þeirra á milli eða hvort hann fór á glerið í handriðinu. Það hefur nefnilega oft gerst hjá okkur að þeir fljúga á handriðið. Í síðustu viku var dauður fugl þarna á pallinum. Þannig að ég vissi ekki hvort það var, hvort að fálkinn hafði náð honum einhvern veginn eða hvort hann hafi flogið á glerið.“ Fálkinn fór síðan niður af efri pallinum og á neðri pallinn. „Þar var hann lengi að labba um og náði einhvern veginn ekki að hefja sig til flugs. Hann var að reyna að komast upp á grindverkið og komst ekki og þá fór ég nú að hafa svolítið áhyggjur af honum því það eru kettir hérna og svo hundarnir mínir,“ sagði Þórdís. Þá hafi hún hringt í fuglavininn hjá lögreglunni sem kom og náði í fálkann. Hann fór með hann til dýralæknis og þaðan í Húsdýragarðinn þar sem hann fékk að jafna sig, eins og áður sagði. Hér ofar í fréttinni má sjá myndböndin sem Þórdís tók í gær en það er ekki ofsögum sagt að þau séu ansi mögnuð. Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. Það tók fálkann um klukkustund að éta mávinn en að máltíð lokinni var hann heldur þungur á sér og gat ekki flogið af stað. Þórdís kallaði því á fuglavin sem starfar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem kom og sótti fálkann og fór með hann til dýralæknis. Fálkinn reyndist ekkert slasaður, bara pakksaddur og sæll, en farið var með hann í Húsdýragarðinn þar sem hann fékk að jafna sig í nótt. Fálkanum verður svo sleppt í dag. „Þetta er mögnuð upplifun að verða vitni að þessu. Ég var að vinna heima og verð vör við einhvern umgang og einhverja dynki og áttaði mig ekki á því hvað var í gangi. Mér verður litið út og sé að það liggur dauður fugl á pallinum. Ég ætlaði að fjarlægja hann og ég lagði hann á dagblað upp á borð alveg upp við húsið. Svo bara nokkru seinna heyri ég aftur einhvern umgang og þá er kominn þarna á pallinn þessi fallegi fálki,“ sagði Þórdís frá í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði fálkann hafa verið góða stund að reyna að átta sig á því hvort hann ætti að fara í hettumávinn eða ekki. „Hann sat þarna lengi á handriðinu og horfði á mig og horfði á fuglinn og svo bara hófst hann handa við að borða fuglinn. […] Hann sat þarna góða stund áður en hann byrjaði og svo var hann alveg í klukkutíma að tæta hann í sig og skildi ekki neitt eftir nema bara vængina og lappirnar. Svo þegar hann var búinn að borða þá komst hann eiginlega bara ekki neitt. Hann tyllti sér þarna á stólbak og sat þar örugglega í korter að reyna að jafna sig,“ sagði Þórdís. Hún fór nokkrum sinnum út á pallinn og tók nokkur myndbönd og myndir en fálkinn kippti sér ekkert upp við það. Aðspurð hvort að mávurinn hefði flogið á gluggann hjá henni sagðist Þórdís ekki vera viss hvað gerðist. „Ég átta ekki mig á því hvort þetta voru átök þeirra á milli eða hvort hann fór á glerið í handriðinu. Það hefur nefnilega oft gerst hjá okkur að þeir fljúga á handriðið. Í síðustu viku var dauður fugl þarna á pallinum. Þannig að ég vissi ekki hvort það var, hvort að fálkinn hafði náð honum einhvern veginn eða hvort hann hafi flogið á glerið.“ Fálkinn fór síðan niður af efri pallinum og á neðri pallinn. „Þar var hann lengi að labba um og náði einhvern veginn ekki að hefja sig til flugs. Hann var að reyna að komast upp á grindverkið og komst ekki og þá fór ég nú að hafa svolítið áhyggjur af honum því það eru kettir hérna og svo hundarnir mínir,“ sagði Þórdís. Þá hafi hún hringt í fuglavininn hjá lögreglunni sem kom og náði í fálkann. Hann fór með hann til dýralæknis og þaðan í Húsdýragarðinn þar sem hann fékk að jafna sig, eins og áður sagði. Hér ofar í fréttinni má sjá myndböndin sem Þórdís tók í gær en það er ekki ofsögum sagt að þau séu ansi mögnuð.
Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira