Hvers vegna meira fyrir minna? Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 13:01 Á síðasta ári tók uppsveifla síðustu ára enda og við blasti samdráttarskeið hér á landi. Enginn gerði sér þó í hugarlund þau áhrif sem kórónuveiran myndi síðan hafa á efnahaginn. Sem betur fer var ríkið vel í stakk búið og fór fremur skuldlétt inn í þessa dýfu. Sú gæfusama staða er þó ekki sérstaklega ráðdeild í rekstri ríkisins að þakka, heldur litaðist reksturinn einnig af raunvexti skatttekna, lækkandi vaxtastigi og stöðugleikaframlögum kröfuhafa föllnu bankanna. Fjölmörg spjót standa að hinu opinbera um þessar mundir. Líkt og svo oft áður er krafan sú að ríkið auki útgjöld til muna. Þær fjölmörgu áskoranir sem við glímum við, þar á meðal kórónuveiran, atvinnuleysi og öldrun þjóðarinnar kalla að óbreyttu á gríðarlega útgjaldaaukningu hins opinbera. Ekki er hægt að líta framhjá því að þau útgjöld þarf á endanum að fjármagna með einum hætti eða öðrum. Óraunhæft er að hið opinbera leiðrétti hallann með skattahækkunum enda eru skattar hérlendis með því hæsta sem gerist í þróuðum ríkjum. Takmörk eru einnig fyrir því hversu mikið er hægt að leyfa hallanum að vaxa. Ekki nægir að krossa fingur og vona að hagvöxtur úr óvæntri átt leiðrétti hallann. Raunar er óraunhæft að gera ráð fyrir því að því leyti að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir varanlegu framleiðslutapi. Þess heldur ætti fyrsti viðkomustaður á þeirri vegferð að brúa fyrirséðan hallarekstur að vera beiting ráðdeildar í opinberum rekstri. Raunar er þessi áskorun ævarandi enda á skynsamleg nýting skattfjár ávallt að vera í forgangi, óháð hagsveiflum. Gríðarlega mikilvægt er að nýta þau tækifæri sem eru staðar til að auka framleiðni hins opinbera á næstunni. Koma þarf auga á útgjalda- og tekjuliði sem umbreyta má, svo þeir verði á endanum sem minnst byrði fyrir skattgreiðendur og hamli ekki verðmætasköpun heldur styðji við hana. Að tryggja að meira fáist fyrir minna í opinberum rekstri snýst ekki um sársaukafullan niðurskurð á grunnkerfum líkt og sumir halda fram, heldur forgangsröðun og sem besta nýtingu skattfjár. Kerfið á að þjónusta landsmenn - hina raunverulegu greiðendur - en ekki sjálft sig. Stöðu hins opinbera og áskoranir hefur Viðskiptaráð látið sig varða með útgáfu ritsins Hið opinbera: meira fyrir minna. Þar ber helst að nefna að hið opinbera minnki umsvif sín á ákveðnum sviðum, forgangsraði í þágu grunnþjónustu og þeirra tilfærslukerfa sem hið opinbera heldur úti, og auki framleiðni til dæmis með aukinni samvinnu við einkaaðila. Eitt af fjölmörgum atriðum sem leita mætti til að auka framleiðni er einföldun þess stofnanaumhverfis sem við búum við. Þannig eiga minni ríki erfitt með að standa undir fleiri og smærri stofnunum, en því smærri sem stofnanir eru því hærra hlutfall fjármagns fer í stjórnun og stoðþjónustu í stað kjarnastarfsemi. Fyrir utan fjárhagslegu rökin er umfram allt tækifæri fólgin í því að tryggja einfaldara stofnanaumhverfi og regluverk fyrir fólkið sem sækir þjónustuna til þeirra. Tillögurnar eru til hagsbóta fyrir fólkið í landinu, sem stendur undir hinu opinbera, enda ganga þær út á að fá meira fyrir minna á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Þannig má snúa vörn í sókn og auka velferð á næstu árum. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Skattar og tollar Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári tók uppsveifla síðustu ára enda og við blasti samdráttarskeið hér á landi. Enginn gerði sér þó í hugarlund þau áhrif sem kórónuveiran myndi síðan hafa á efnahaginn. Sem betur fer var ríkið vel í stakk búið og fór fremur skuldlétt inn í þessa dýfu. Sú gæfusama staða er þó ekki sérstaklega ráðdeild í rekstri ríkisins að þakka, heldur litaðist reksturinn einnig af raunvexti skatttekna, lækkandi vaxtastigi og stöðugleikaframlögum kröfuhafa föllnu bankanna. Fjölmörg spjót standa að hinu opinbera um þessar mundir. Líkt og svo oft áður er krafan sú að ríkið auki útgjöld til muna. Þær fjölmörgu áskoranir sem við glímum við, þar á meðal kórónuveiran, atvinnuleysi og öldrun þjóðarinnar kalla að óbreyttu á gríðarlega útgjaldaaukningu hins opinbera. Ekki er hægt að líta framhjá því að þau útgjöld þarf á endanum að fjármagna með einum hætti eða öðrum. Óraunhæft er að hið opinbera leiðrétti hallann með skattahækkunum enda eru skattar hérlendis með því hæsta sem gerist í þróuðum ríkjum. Takmörk eru einnig fyrir því hversu mikið er hægt að leyfa hallanum að vaxa. Ekki nægir að krossa fingur og vona að hagvöxtur úr óvæntri átt leiðrétti hallann. Raunar er óraunhæft að gera ráð fyrir því að því leyti að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir varanlegu framleiðslutapi. Þess heldur ætti fyrsti viðkomustaður á þeirri vegferð að brúa fyrirséðan hallarekstur að vera beiting ráðdeildar í opinberum rekstri. Raunar er þessi áskorun ævarandi enda á skynsamleg nýting skattfjár ávallt að vera í forgangi, óháð hagsveiflum. Gríðarlega mikilvægt er að nýta þau tækifæri sem eru staðar til að auka framleiðni hins opinbera á næstunni. Koma þarf auga á útgjalda- og tekjuliði sem umbreyta má, svo þeir verði á endanum sem minnst byrði fyrir skattgreiðendur og hamli ekki verðmætasköpun heldur styðji við hana. Að tryggja að meira fáist fyrir minna í opinberum rekstri snýst ekki um sársaukafullan niðurskurð á grunnkerfum líkt og sumir halda fram, heldur forgangsröðun og sem besta nýtingu skattfjár. Kerfið á að þjónusta landsmenn - hina raunverulegu greiðendur - en ekki sjálft sig. Stöðu hins opinbera og áskoranir hefur Viðskiptaráð látið sig varða með útgáfu ritsins Hið opinbera: meira fyrir minna. Þar ber helst að nefna að hið opinbera minnki umsvif sín á ákveðnum sviðum, forgangsraði í þágu grunnþjónustu og þeirra tilfærslukerfa sem hið opinbera heldur úti, og auki framleiðni til dæmis með aukinni samvinnu við einkaaðila. Eitt af fjölmörgum atriðum sem leita mætti til að auka framleiðni er einföldun þess stofnanaumhverfis sem við búum við. Þannig eiga minni ríki erfitt með að standa undir fleiri og smærri stofnunum, en því smærri sem stofnanir eru því hærra hlutfall fjármagns fer í stjórnun og stoðþjónustu í stað kjarnastarfsemi. Fyrir utan fjárhagslegu rökin er umfram allt tækifæri fólgin í því að tryggja einfaldara stofnanaumhverfi og regluverk fyrir fólkið sem sækir þjónustuna til þeirra. Tillögurnar eru til hagsbóta fyrir fólkið í landinu, sem stendur undir hinu opinbera, enda ganga þær út á að fá meira fyrir minna á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Þannig má snúa vörn í sókn og auka velferð á næstu árum. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun