Þaulsetinn forsætisráðherra Barein látinn Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 09:41 Khalifa bin Salman Al Khalifa. Ekki liggur fyrir hvers vegna hann dó en hann hafði verið undir læknishöndum í Bandaríkjunum. AP/Jon Gambrell Prinsinn Khalifa bin Salman Al Khalifa, forsætisráðherra Barein og einn þaulsetnasti forsætisráðherra heims, er látinn. Hann var 84 ára gamall og hafði veridð undir læknishöndum í Bandaríkjunum. Konungsfjölskylda Barein opinberaði dauðsfall hans í morgun en ekki kom fram af hverju hann hefði dáið. Al Khalifa ættin hefur stjórnað Barein í rúmar tvær aldir. Khalifa bin Salman tókst að koma stjórnvöldum sínum í gegnum Arabíska vorið svokallaða árið 2011, þegar umfangsmikil mótmæli fóru fram í Barein og afsaganar hans vegna spillingar var krafist. Prinsinn greip til harðra aðgerða gegn mótmælendum og hefur hann oft verið sakaður um harðræði. Sheikh Isa bin Salman Al Khalifa, bróðir, Khalifa bin Salman, varð konungur þegar Barein fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1971. Samkvæmt óformlegu samkomulagi hafði hann stýrt samskiptum eyríkisins við önnur ríki og Hkalifa bin Salman stýrði ríkisstjórn og efnahagi landsins. Auður prinsinn var augljós öllum en samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar átti hann meðal annars einkaeyju undan ströndum Barein þar sem hann hitti erlenda erindreka. Hann átti einnig einkagarð þar sem hann ræktaði páfugla og gasellur. Khalifa al Salmann hafði lengi verið sakaður um spillingu. Hann tengdist til að mynda spillingarmáli gegn álfyrirtækinu Alcoa sem var sakað um að greiða embættismönnum í Barein mútur. Alcoa greiddi 384 milljónir dala í sekt vegna málsins árið 2014. Þá hefur komið í ljós að starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Manama, höfuðborg Barein, sögðu prinsinn hafa tekjur af ríkisreknum fyrirtækjum eins og Bahrain Petroleum Co. og Aluminum Bahrain. Ronald E. Naumann, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna í Barein, skrifaði til að mynda árið 2004 að prinsinn væri örugglega spilltur en hann hefði þó nútímavætt Barein. Barein Andlát Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Prinsinn Khalifa bin Salman Al Khalifa, forsætisráðherra Barein og einn þaulsetnasti forsætisráðherra heims, er látinn. Hann var 84 ára gamall og hafði veridð undir læknishöndum í Bandaríkjunum. Konungsfjölskylda Barein opinberaði dauðsfall hans í morgun en ekki kom fram af hverju hann hefði dáið. Al Khalifa ættin hefur stjórnað Barein í rúmar tvær aldir. Khalifa bin Salman tókst að koma stjórnvöldum sínum í gegnum Arabíska vorið svokallaða árið 2011, þegar umfangsmikil mótmæli fóru fram í Barein og afsaganar hans vegna spillingar var krafist. Prinsinn greip til harðra aðgerða gegn mótmælendum og hefur hann oft verið sakaður um harðræði. Sheikh Isa bin Salman Al Khalifa, bróðir, Khalifa bin Salman, varð konungur þegar Barein fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1971. Samkvæmt óformlegu samkomulagi hafði hann stýrt samskiptum eyríkisins við önnur ríki og Hkalifa bin Salman stýrði ríkisstjórn og efnahagi landsins. Auður prinsinn var augljós öllum en samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar átti hann meðal annars einkaeyju undan ströndum Barein þar sem hann hitti erlenda erindreka. Hann átti einnig einkagarð þar sem hann ræktaði páfugla og gasellur. Khalifa al Salmann hafði lengi verið sakaður um spillingu. Hann tengdist til að mynda spillingarmáli gegn álfyrirtækinu Alcoa sem var sakað um að greiða embættismönnum í Barein mútur. Alcoa greiddi 384 milljónir dala í sekt vegna málsins árið 2014. Þá hefur komið í ljós að starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Manama, höfuðborg Barein, sögðu prinsinn hafa tekjur af ríkisreknum fyrirtækjum eins og Bahrain Petroleum Co. og Aluminum Bahrain. Ronald E. Naumann, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna í Barein, skrifaði til að mynda árið 2004 að prinsinn væri örugglega spilltur en hann hefði þó nútímavætt Barein.
Barein Andlát Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira