Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2020 19:17 Mark Esper (t.v.) gegndi embætti varnarmálaráðherra í tæpt eitt og hálft ár. Win McNamee/Getty Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller, yfirmaður andhryðjuverkastofnunar Bandaríkjanna, væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. I am pleased to announce that Christopher C. Miller, the highly respected Director of the National Counterterrorism Center (unanimously confirmed by the Senate), will be Acting Secretary of Defense, effective immediately..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 9, 2020 ...Chris will do a GREAT job! Mark Esper has been terminated. I would like to thank him for his service.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 9, 2020 Esper var starfandi varnarmálaráðherra í einn mánuð, sumarið 2019, áður en hann tók varanlega við embætti í júlí 2019. Á síðustu vikum hefur reynt verulega á samband hans við forsetann. Ástæðan er að Esper setti sig á móti því að bandaríska hernum yrði beitt til þess að lægja mótmælaöldur sem risu í mörgum borgum Bandaríkjanna eftir að George Floyd var drepinn í haldi lögreglu í maí síðastliðnum. Í síðustu viku greindi NBC-fréttastofan frá því að Esper hefði þegar ritað uppsagnarbréf. Hann hafi því mögulega vitað í hvað stefndi. Eins og áður sagði greindi Trump einnig frá því að Christopher C. Miller tæki við embættinu, í það minnsta tímabundið. Í tísti sínu benti forsetinn á að Miller hefði þegar verið samþykktur af þinginu í þá stöðu sem hann gegndi áður en hann tók við embætti varnarmálaráðherra. Óttast að Trump ráðist í hernaðaraðgerðir Í frétt New York Times segir að þrátt fyrir að Trump eigi aðeins rúma tvo mánuði eftir í embætti geti sviptingar innan varnarmálaráðuneytisins verið þýðingarmiklar. Þannig hafi embættismenn innan ráðuneytisins óopinberlega lýst áhyggjum sínum af því að Trump myndi ráðast í hernaðaraðgerðir, leynilegar eða ekki, gegn Íran eða öðrum ríkjum sem forsetinn telur óvinveitt Bandaríkjunum, á síðustu dögum hans í forsetastól. Þá segir í frétt NYT að þeir sem standi Miller næst telji hann ekki vera í slíkum metorðum innan bandaríska stjórnkerfisins að hann geti sett sig upp á móti þeim ákvörðunum sem forsetinn kynni að taka um hernaðarmál. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller, yfirmaður andhryðjuverkastofnunar Bandaríkjanna, væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. I am pleased to announce that Christopher C. Miller, the highly respected Director of the National Counterterrorism Center (unanimously confirmed by the Senate), will be Acting Secretary of Defense, effective immediately..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 9, 2020 ...Chris will do a GREAT job! Mark Esper has been terminated. I would like to thank him for his service.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 9, 2020 Esper var starfandi varnarmálaráðherra í einn mánuð, sumarið 2019, áður en hann tók varanlega við embætti í júlí 2019. Á síðustu vikum hefur reynt verulega á samband hans við forsetann. Ástæðan er að Esper setti sig á móti því að bandaríska hernum yrði beitt til þess að lægja mótmælaöldur sem risu í mörgum borgum Bandaríkjanna eftir að George Floyd var drepinn í haldi lögreglu í maí síðastliðnum. Í síðustu viku greindi NBC-fréttastofan frá því að Esper hefði þegar ritað uppsagnarbréf. Hann hafi því mögulega vitað í hvað stefndi. Eins og áður sagði greindi Trump einnig frá því að Christopher C. Miller tæki við embættinu, í það minnsta tímabundið. Í tísti sínu benti forsetinn á að Miller hefði þegar verið samþykktur af þinginu í þá stöðu sem hann gegndi áður en hann tók við embætti varnarmálaráðherra. Óttast að Trump ráðist í hernaðaraðgerðir Í frétt New York Times segir að þrátt fyrir að Trump eigi aðeins rúma tvo mánuði eftir í embætti geti sviptingar innan varnarmálaráðuneytisins verið þýðingarmiklar. Þannig hafi embættismenn innan ráðuneytisins óopinberlega lýst áhyggjum sínum af því að Trump myndi ráðast í hernaðaraðgerðir, leynilegar eða ekki, gegn Íran eða öðrum ríkjum sem forsetinn telur óvinveitt Bandaríkjunum, á síðustu dögum hans í forsetastól. Þá segir í frétt NYT að þeir sem standi Miller næst telji hann ekki vera í slíkum metorðum innan bandaríska stjórnkerfisins að hann geti sett sig upp á móti þeim ákvörðunum sem forsetinn kynni að taka um hernaðarmál.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira