Kynna áform um stofnun þjóðgarðs á Vestfjörðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 23:34 Jörðin Dynjandi er innan þess svæðis sem til stendur að friðlýsa með stofnun þjóðgarðs. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum. Svæðið sem til stendur að friðlýsa nær meðal annars til Vatnsfjarðar, Surtarbrandsgil, Geirþjófsfjarðar og jarðanna Dynjanda og Hrafnseyrar við Arnarfjörð. Unnið er að undirbúningi friðlýsingarinnar að því er fram kemur í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Rarik færði ríkinu jörðina Dynjanda að gjöf í september í fyrra en við undirritun samkomulags vegna gjafarinnar staðfestu stjórnvöld að stefnt skildi að friðlýsingu jarðarinnar og vatnasviðs fossins á Dynjandisheiði. „Á Íslandi eru fáir þjóðgarðar, ekki síst miðað við hversu stórfenglega náttúru hér er að finna. Þjóðgarðarnir okkar þrír hafa hver sína sérstöðu þar sem náttúruverðmæti, saga og menning tvinnast saman í órjúfanlega heild. Einhvern tímann heyrði ég þá líkingu að þjóðgarðar væru eins og betri stofan; þar eru okkar fínustu djásn sem við viljum vernda, þar njótum við samveru og upplifunar ásamt því að bjóða þangað gestum,“ er haft eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra í tilkynningu. „Ég sé mikil tækifæri í stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum, ekki síst fyrir vernd náttúru og menningar okkar, en líka vegna tækifæra til atvinnusköpunar sem felast í þessu aðdráttarafli fyrir landshlutann í heild sinni, enda svæðið einstakt og ólíkt öðrum svæðum þar sem í dag eru þjóðgarðar.“ Rauða línan markar tillögu að mörkun þjóðgarðsins. Umhverfismál Vesturbyggð Ísafjarðarbær Þjóðgarðar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum. Svæðið sem til stendur að friðlýsa nær meðal annars til Vatnsfjarðar, Surtarbrandsgil, Geirþjófsfjarðar og jarðanna Dynjanda og Hrafnseyrar við Arnarfjörð. Unnið er að undirbúningi friðlýsingarinnar að því er fram kemur í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Rarik færði ríkinu jörðina Dynjanda að gjöf í september í fyrra en við undirritun samkomulags vegna gjafarinnar staðfestu stjórnvöld að stefnt skildi að friðlýsingu jarðarinnar og vatnasviðs fossins á Dynjandisheiði. „Á Íslandi eru fáir þjóðgarðar, ekki síst miðað við hversu stórfenglega náttúru hér er að finna. Þjóðgarðarnir okkar þrír hafa hver sína sérstöðu þar sem náttúruverðmæti, saga og menning tvinnast saman í órjúfanlega heild. Einhvern tímann heyrði ég þá líkingu að þjóðgarðar væru eins og betri stofan; þar eru okkar fínustu djásn sem við viljum vernda, þar njótum við samveru og upplifunar ásamt því að bjóða þangað gestum,“ er haft eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra í tilkynningu. „Ég sé mikil tækifæri í stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum, ekki síst fyrir vernd náttúru og menningar okkar, en líka vegna tækifæra til atvinnusköpunar sem felast í þessu aðdráttarafli fyrir landshlutann í heild sinni, enda svæðið einstakt og ólíkt öðrum svæðum þar sem í dag eru þjóðgarðar.“ Rauða línan markar tillögu að mörkun þjóðgarðsins.
Umhverfismál Vesturbyggð Ísafjarðarbær Þjóðgarðar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira