Telur réttara að veitingahúsum verði gert að loka og veita þeim styrki Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 19:22 Hrefna Sverrisdóttir. Vísir Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. Til þessa hafi veitingahúsum verið leyft að starfa með miklum takmörkunum, en að hennar mati væri réttast að loka og gera þá rekstraraðilum kleift að sækja um lokunarstyrki. „Við höfum verið að starfa undir mjög hörðum sóttvarnareglum, fjöldatakmörkunum, nálægðartakmörkunum og opnunartakmörkunum undanfarnar vikur. Þetta er í rauninni svolítið punkturinn yfir i-ið og er í rauninni jafngildi lokunar,“ sagði Hrefna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir veitingamenn sammála um að það sé nauðsynlegt að ná tökum á faraldrinum fyrir desembermánuð. Hann sé gríðarlega mikilvægur og yfirleitt stærsti mánuður ársins tekjulega séð í veitingarekstri. „Það hefði verið hreinlegast finnst manni að leyfa veitingastöðum að loka og eiga þá rétt á einhverjum lokunarstyrkjum.“ Að mati Hrefnu skýtur það einnig skökku við að leyfa stöðunum að vera opnir en hlusta svo á yfirvöld mæla gegn því að fólk komi saman á slíkum stöðum. Það hafi tilfinnanlega áhrif á starfsemina, enda hafi ekki alltaf verið fullsetið þó staðirnir væru opnir. „Það er annars vegar verið að reyna að halda starfseminni opinni með þessum gríðarlegu takmörkunum og á sama tíma segir sóttvarnalæknir og fleiri að það eigi alls ekki að mæta á staðinn. Viðskiptavinirnir eru hræddir við að mæta þó svo að það sé opið. Við upplifum núna, margir staðir, að þó það væru tuttugu manns sem mættu koma þá eru ekki einu sinni tuttugu manns sem mæta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Tengdar fréttir Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. Til þessa hafi veitingahúsum verið leyft að starfa með miklum takmörkunum, en að hennar mati væri réttast að loka og gera þá rekstraraðilum kleift að sækja um lokunarstyrki. „Við höfum verið að starfa undir mjög hörðum sóttvarnareglum, fjöldatakmörkunum, nálægðartakmörkunum og opnunartakmörkunum undanfarnar vikur. Þetta er í rauninni svolítið punkturinn yfir i-ið og er í rauninni jafngildi lokunar,“ sagði Hrefna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir veitingamenn sammála um að það sé nauðsynlegt að ná tökum á faraldrinum fyrir desembermánuð. Hann sé gríðarlega mikilvægur og yfirleitt stærsti mánuður ársins tekjulega séð í veitingarekstri. „Það hefði verið hreinlegast finnst manni að leyfa veitingastöðum að loka og eiga þá rétt á einhverjum lokunarstyrkjum.“ Að mati Hrefnu skýtur það einnig skökku við að leyfa stöðunum að vera opnir en hlusta svo á yfirvöld mæla gegn því að fólk komi saman á slíkum stöðum. Það hafi tilfinnanlega áhrif á starfsemina, enda hafi ekki alltaf verið fullsetið þó staðirnir væru opnir. „Það er annars vegar verið að reyna að halda starfseminni opinni með þessum gríðarlegu takmörkunum og á sama tíma segir sóttvarnalæknir og fleiri að það eigi alls ekki að mæta á staðinn. Viðskiptavinirnir eru hræddir við að mæta þó svo að það sé opið. Við upplifum núna, margir staðir, að þó það væru tuttugu manns sem mættu koma þá eru ekki einu sinni tuttugu manns sem mæta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Tengdar fréttir Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24
Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13