Bara ein kona í nýjum Ólympíuhópi FRÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 12:30 Þessi fimm skipa nýjan Ólympíuhóp Frjálsíþróttsambands Íslands fyrir ÓL 2020 (21). Þau eru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Guðni Valur Guðnason, Hilmar Örn Jónsson, Hlynur Andrésson og Sindri Hrafn Guðmundsson. FRÍ Ísland mun vonandi eiga fulltrúa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó næsta sumar en það á enn eftir að koma í ljós hvort einhver íslenskur keppandi nær lágmörkum á leikana. Það sést á nýjum sérstökum Ólympíuhópi FRÍ að íslenskar frjálsíþróttakonur standa ekki jafnvel og karlarnir í baráttunni um sæti á 32. Ólympíuleikum sögunnar. Aðeins ein kona kemst í Ólympíuhóp Frjálsíþróttasambands Íslands að þessu sinni en það er spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR. Hinir fjórir meðlimirnir eru karlmenn. View this post on Instagram Hin magnaða Guðbjörg Jóna átti ótrúlegan dag á RIG Gull í 60 metrum, einu sekúndubroti frá Íslandsmeti sínu og Tiönu Gull í 200 metrum á nýju aldursflokkameti og varð önnur konan í sögu Íslands til að hlaupa undir 24 sekúndum Frábær endasprettur í 4x200m í magnaðri sveit sem vann boðhlaupið Myndir inná Flickr icelandathletics #icelandathletics #rig20 A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) on Feb 6, 2020 at 2:11pm PST Eins og staðan er í dag þá hefur enginn íslenskur frjálsíþróttamaður tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en í hópnum eru þeir sem að stefna að þátttöku, vinna markvisst að því að tryggja sér keppnisrétt á leikana og þau sem FRÍ telur að eigi möguleika á þátttöku. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefði alltaf bætt stöðu kvenna í hópnum en hún ákvað að hætta keppni í haust. Ásdís ætlaði að enda feril sinn á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar en missti af þeim möguleika þegar leikunum var frestað um eitt ár. Frjálsíþróttasamband Íslands tekur það fram að ekki sé um endanlegan hóp frá FRÍ að ræða og að sambandið vonist til þess að það fjölgi í hópnum á árinu 2021. Frestur til að ná lágmörkum er til 29. júní 2021. Heimsfaraldur kórónuveirunnar varð til þess að það var lokað á möguleika til að ná lágmörkum í frjálsíþróttum frá 6. apríl síðastliðnum en glugginn opnar aftur 30. nóvember 2020 næstkomandi. Lágmörkin eru erfiðari en áður og aðeins er gert ráð fyrir því að um helmingur keppenda öðlist keppnisrétt með lágmörkum. Þeir sem ekki ná lágmörkum verða valdir út frá stöðu á heimslista. Ólympíuhópur FRÍ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – ÍR – 200 metra hlaup Guðni Valur Guðnason – ÍR – Kringlukast Hilmar Örn Jónsson – FH – Sleggjukast Hlynur Andrésson – ÍR – Maraþon/3000 metra hindrunarhlaup Sindri Hrafn Guðmundsson – FH – Spjótkast Myndaður hefur verið Ólympíuhópur Frjálsíþróttasambands Íslands og í honum eru fimm keppendur. ...Posted by FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands on Miðvikudagur, 28. október 2020 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Ísland mun vonandi eiga fulltrúa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó næsta sumar en það á enn eftir að koma í ljós hvort einhver íslenskur keppandi nær lágmörkum á leikana. Það sést á nýjum sérstökum Ólympíuhópi FRÍ að íslenskar frjálsíþróttakonur standa ekki jafnvel og karlarnir í baráttunni um sæti á 32. Ólympíuleikum sögunnar. Aðeins ein kona kemst í Ólympíuhóp Frjálsíþróttasambands Íslands að þessu sinni en það er spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR. Hinir fjórir meðlimirnir eru karlmenn. View this post on Instagram Hin magnaða Guðbjörg Jóna átti ótrúlegan dag á RIG Gull í 60 metrum, einu sekúndubroti frá Íslandsmeti sínu og Tiönu Gull í 200 metrum á nýju aldursflokkameti og varð önnur konan í sögu Íslands til að hlaupa undir 24 sekúndum Frábær endasprettur í 4x200m í magnaðri sveit sem vann boðhlaupið Myndir inná Flickr icelandathletics #icelandathletics #rig20 A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) on Feb 6, 2020 at 2:11pm PST Eins og staðan er í dag þá hefur enginn íslenskur frjálsíþróttamaður tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en í hópnum eru þeir sem að stefna að þátttöku, vinna markvisst að því að tryggja sér keppnisrétt á leikana og þau sem FRÍ telur að eigi möguleika á þátttöku. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefði alltaf bætt stöðu kvenna í hópnum en hún ákvað að hætta keppni í haust. Ásdís ætlaði að enda feril sinn á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar en missti af þeim möguleika þegar leikunum var frestað um eitt ár. Frjálsíþróttasamband Íslands tekur það fram að ekki sé um endanlegan hóp frá FRÍ að ræða og að sambandið vonist til þess að það fjölgi í hópnum á árinu 2021. Frestur til að ná lágmörkum er til 29. júní 2021. Heimsfaraldur kórónuveirunnar varð til þess að það var lokað á möguleika til að ná lágmörkum í frjálsíþróttum frá 6. apríl síðastliðnum en glugginn opnar aftur 30. nóvember 2020 næstkomandi. Lágmörkin eru erfiðari en áður og aðeins er gert ráð fyrir því að um helmingur keppenda öðlist keppnisrétt með lágmörkum. Þeir sem ekki ná lágmörkum verða valdir út frá stöðu á heimslista. Ólympíuhópur FRÍ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – ÍR – 200 metra hlaup Guðni Valur Guðnason – ÍR – Kringlukast Hilmar Örn Jónsson – FH – Sleggjukast Hlynur Andrésson – ÍR – Maraþon/3000 metra hindrunarhlaup Sindri Hrafn Guðmundsson – FH – Spjótkast Myndaður hefur verið Ólympíuhópur Frjálsíþróttasambands Íslands og í honum eru fimm keppendur. ...Posted by FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands on Miðvikudagur, 28. október 2020
Ólympíuhópur FRÍ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – ÍR – 200 metra hlaup Guðni Valur Guðnason – ÍR – Kringlukast Hilmar Örn Jónsson – FH – Sleggjukast Hlynur Andrésson – ÍR – Maraþon/3000 metra hindrunarhlaup Sindri Hrafn Guðmundsson – FH – Spjótkast
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira