Dæmdur fyrir líkamsárás eftir deilur um tóbak í tönnum Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2020 08:14 Frá Selfossi. Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið í júní 2018. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann vegna líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi í júní 2018. Dómurinn telur að fresta beri ákvörðun refsingar og verði hún látin niður falla haldi ákærði almennt skilorð næstu tvö árin. Var þar meðal annars litið til þess að talið væri að brotaþoli hafi átt upptök að atburðarásinni sem endaði með því að ákærði sló manninn ítrekað í höfuð og andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut heilahristing, opið sár á vanga, nefbrot, auk fleiri áverka sem tíundaðir eru í ákæru. Maðurinn skuli þó greiða brotaþola 150 þúsund króna í miskabætur, auk þess að greiða máls- og sakarkostnað, alls tæpa milljón króna. Tennurnar skítugar vegna tóbaks Í dómnum kemur fram að ákærða og brotaþola beri ekki saman um aðdraganda árásarinnar. Þar segir þó að brotaþoli kannist við að hafa átt orðaskipti við ákærða og sagt honum að þrífa í sér tennurnar sem hafi verið útbíaðar í munntóbaki. Til rifrildis hafi komið og sagðist brotaþolinn kannast við það að hafa sagt ákærða að hann ætti að fara að taka til í tanngarðinum á sér þar sem hann hafi verið með skítugar tennur vegna tóbaks. Hann kannaðist þó ekki við hafa kallað ákærða „skítugan smurolíukarl“ og að hafa manað ákærða til að slá sig, líkt og ákærði hélt sjálfur fram við skýrslutöku. Framburður ákærða trúverðugur Ennfremur segir að vitni hafi ekki getað staðfest hvað hafi farið á milli ákærða og brotaþola að þessu leyti, en þó hefur komið fram staðfesting á athugasemdum brotaþola við tóbak í munni ákærða. Þá verður af framburði vitnanna dregin sú ályktun að samtal þeirra hafi fremur verið á óvinsamlegum nótum. „Að mati dómsins er framburður ákærða um þetta trúverðugur, en hann hefur verið mjög eindreginn í þessum framburði sínum allt frá upphafi, ekki orðið missaga um þetta og hefur þessum framburði ákærða ekki verið hnekkt og verður hann látinn njóta alls vafa um þetta. Samkvæmt framansögðu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og sem er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Hefur ákærði unnið sér til refsingar,“ segir í dómnum. Ákvörðun refsingar frestað Þá segir að við ákvörðun refsingar beri hins vegar að líta til þess að samkvæmt framlögðu sakavottorði hafi ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað sem máli getur skipt við ákvörðun refsingar hans nú. Þá beri einnig að líta til þess að brotaþoli hafi átt upptök að þeirri atburðarás, sem endaði með umræddum höggum. Sé því rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi ákærði almennt skilorð. Með háttseminni hafi ákærði þó bakað sér bótaábyrgð og eru hæfilegar miskabætur taldar 150 þúsund krónur. Árborg Dómsmál Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann vegna líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi í júní 2018. Dómurinn telur að fresta beri ákvörðun refsingar og verði hún látin niður falla haldi ákærði almennt skilorð næstu tvö árin. Var þar meðal annars litið til þess að talið væri að brotaþoli hafi átt upptök að atburðarásinni sem endaði með því að ákærði sló manninn ítrekað í höfuð og andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut heilahristing, opið sár á vanga, nefbrot, auk fleiri áverka sem tíundaðir eru í ákæru. Maðurinn skuli þó greiða brotaþola 150 þúsund króna í miskabætur, auk þess að greiða máls- og sakarkostnað, alls tæpa milljón króna. Tennurnar skítugar vegna tóbaks Í dómnum kemur fram að ákærða og brotaþola beri ekki saman um aðdraganda árásarinnar. Þar segir þó að brotaþoli kannist við að hafa átt orðaskipti við ákærða og sagt honum að þrífa í sér tennurnar sem hafi verið útbíaðar í munntóbaki. Til rifrildis hafi komið og sagðist brotaþolinn kannast við það að hafa sagt ákærða að hann ætti að fara að taka til í tanngarðinum á sér þar sem hann hafi verið með skítugar tennur vegna tóbaks. Hann kannaðist þó ekki við hafa kallað ákærða „skítugan smurolíukarl“ og að hafa manað ákærða til að slá sig, líkt og ákærði hélt sjálfur fram við skýrslutöku. Framburður ákærða trúverðugur Ennfremur segir að vitni hafi ekki getað staðfest hvað hafi farið á milli ákærða og brotaþola að þessu leyti, en þó hefur komið fram staðfesting á athugasemdum brotaþola við tóbak í munni ákærða. Þá verður af framburði vitnanna dregin sú ályktun að samtal þeirra hafi fremur verið á óvinsamlegum nótum. „Að mati dómsins er framburður ákærða um þetta trúverðugur, en hann hefur verið mjög eindreginn í þessum framburði sínum allt frá upphafi, ekki orðið missaga um þetta og hefur þessum framburði ákærða ekki verið hnekkt og verður hann látinn njóta alls vafa um þetta. Samkvæmt framansögðu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og sem er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Hefur ákærði unnið sér til refsingar,“ segir í dómnum. Ákvörðun refsingar frestað Þá segir að við ákvörðun refsingar beri hins vegar að líta til þess að samkvæmt framlögðu sakavottorði hafi ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað sem máli getur skipt við ákvörðun refsingar hans nú. Þá beri einnig að líta til þess að brotaþoli hafi átt upptök að þeirri atburðarás, sem endaði með umræddum höggum. Sé því rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi ákærði almennt skilorð. Með háttseminni hafi ákærði þó bakað sér bótaábyrgð og eru hæfilegar miskabætur taldar 150 þúsund krónur.
Árborg Dómsmál Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira