Kominn í Olís deildina eftir hryggbrot og meira en tíu ára fjarveru frá handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 14:00 Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur stimplað sig inn í Olís deildinni með góðri frammistöðu í vörn Þórsara. Skjámynd/S2 Sport Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur vakið athygli með Þórsliðinu í Olís deild karla í vetur og þá ekki síst fyrir það að hann snéri aftur í handboltann eftir langa fjarveru. Henry Birgir Gunnarsson hitti Þórsarann Aðalsteinn Ernir Bergþórsson á dögunum og sýndi viðtalið við kappann í Seinni bylgjunni í gær. Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hafði ekki spilað í handbolta í tólf ár og ætlaði sér ekki að fara spila aftur eftir að hafa lent í áföllum. Henry Birgir fékk að heyra hans áhugaverðu sögu. Man ekki hvenær hann var síðast í handbolta „Það er svo langt síðan að ég spilaði síðast handbolta að ég varla man það. Það borgar sig kannski ekkert að vera að rifja það upp,“ sagði Aðalsteinn Ernir Bergþórsson léttur í viðtali við Henry Birgir Gunnarsson. Hvar var Aðalsteinn Ernir Bergþórsson að spila áður en hann hætti? „Ég var upp á Brekku og fór svo suður. Ég spilaði aðeins með Gróttu þar en svo fór hugurinn eitthvað annað eins og gengur og gerist. Það var ekki fyrr en Dóri bankaði í mig í fyrra og vildi fá mig á einhverjar æfingar. Núna erum við komnir hingað,“ sagði Aðalsteinn og er þar að tala um Halldór Örn Tryggvason, þjálfara Þórsliðsins, sem kom liðinu upp í Olís deildina fyrir þetta tímabil. „Ég hugsaði þetta svolítið lengi og var frekar þungur í drætti. Mér leist ekkert á þetta en ég hef alltaf verið í ágætis standi og ákvað því að prófa,“ sagði Aðalsteinn sem hefur verið í CrossFit. En er þetta ekki búið að vera gaman? „Jú þegar sársaukinn var að mestu farinn og strengirnir þá fór þetta að vera gaman aftur,“ sagði Aðalsteinn. Slasaðist illa á vélsleða Það má kannski segja að það sé hálfgert kraftaverk að Aðalsteinn sé að spila handbolta því hann slasaðist illa á vélsleða. „Ég lenti í smá óhappi þar. Hryggbrotnaði og fór svona frekar illa. Ég hélt að það yrði ekki á dagskrá að spila handbolta aftur en fyrsta að tækifærið gafst þá var eiginlega ekkert annað hægt en að prófa og láta á það reyna,“ sagði Aðalsteinn sem lenti í slysinu árið 2012. „Í fjóra mánuði þá gerði ég ekkert annað en að liggja og standa. Þá var aðalmarkmiðið að geta gengið og eiga þokkalegt líf. Ég var staðráðinn í því að ég ætlaði að fara í einhverja hreyfingu, CrossFit eða eitthvað svoleiðis. Ég var alveg með það í huganum að þetta myndi ekki stoppa mig í því,“ sagði Aðalsteinn. Það má sjá allt viðtalið við Aðalstein hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Aðalstein Erni Bergþórsson Olís-deild karla Seinni bylgjan Þór Akureyri Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur vakið athygli með Þórsliðinu í Olís deild karla í vetur og þá ekki síst fyrir það að hann snéri aftur í handboltann eftir langa fjarveru. Henry Birgir Gunnarsson hitti Þórsarann Aðalsteinn Ernir Bergþórsson á dögunum og sýndi viðtalið við kappann í Seinni bylgjunni í gær. Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hafði ekki spilað í handbolta í tólf ár og ætlaði sér ekki að fara spila aftur eftir að hafa lent í áföllum. Henry Birgir fékk að heyra hans áhugaverðu sögu. Man ekki hvenær hann var síðast í handbolta „Það er svo langt síðan að ég spilaði síðast handbolta að ég varla man það. Það borgar sig kannski ekkert að vera að rifja það upp,“ sagði Aðalsteinn Ernir Bergþórsson léttur í viðtali við Henry Birgir Gunnarsson. Hvar var Aðalsteinn Ernir Bergþórsson að spila áður en hann hætti? „Ég var upp á Brekku og fór svo suður. Ég spilaði aðeins með Gróttu þar en svo fór hugurinn eitthvað annað eins og gengur og gerist. Það var ekki fyrr en Dóri bankaði í mig í fyrra og vildi fá mig á einhverjar æfingar. Núna erum við komnir hingað,“ sagði Aðalsteinn og er þar að tala um Halldór Örn Tryggvason, þjálfara Þórsliðsins, sem kom liðinu upp í Olís deildina fyrir þetta tímabil. „Ég hugsaði þetta svolítið lengi og var frekar þungur í drætti. Mér leist ekkert á þetta en ég hef alltaf verið í ágætis standi og ákvað því að prófa,“ sagði Aðalsteinn sem hefur verið í CrossFit. En er þetta ekki búið að vera gaman? „Jú þegar sársaukinn var að mestu farinn og strengirnir þá fór þetta að vera gaman aftur,“ sagði Aðalsteinn. Slasaðist illa á vélsleða Það má kannski segja að það sé hálfgert kraftaverk að Aðalsteinn sé að spila handbolta því hann slasaðist illa á vélsleða. „Ég lenti í smá óhappi þar. Hryggbrotnaði og fór svona frekar illa. Ég hélt að það yrði ekki á dagskrá að spila handbolta aftur en fyrsta að tækifærið gafst þá var eiginlega ekkert annað hægt en að prófa og láta á það reyna,“ sagði Aðalsteinn sem lenti í slysinu árið 2012. „Í fjóra mánuði þá gerði ég ekkert annað en að liggja og standa. Þá var aðalmarkmiðið að geta gengið og eiga þokkalegt líf. Ég var staðráðinn í því að ég ætlaði að fara í einhverja hreyfingu, CrossFit eða eitthvað svoleiðis. Ég var alveg með það í huganum að þetta myndi ekki stoppa mig í því,“ sagði Aðalsteinn. Það má sjá allt viðtalið við Aðalstein hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Aðalstein Erni Bergþórsson
Olís-deild karla Seinni bylgjan Þór Akureyri Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira