Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2020 20:27 Aserskar björgunarsveitir reyna að bjarga fólki undan rústum húss sem var sprengt í átökunum. EPA-EFE/AZIZ KARIMOV Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh um helgina. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hinni hliðinni um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. Armenar ásökuðu Asera í dag um að hafa sprengt upp bæi í héraðinu en Aserar hafa harðneitað og sast tilbúnir til að koma á vopnahléi. Það sé þó bundið því skilyrði að armenskar hersveitir yfirgefi vígvelli. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði utanríkisráðherra Armeníu og Aserbaídsjan á fund á föstudag í von um að koma á vopnahléi. Átökin í héraðinu, sem er hluti af Aserbaídsjan en meginþorri íbúa af armensku bergi brotnu, héldu þó áfram um helgina þrátt fyrir tilraunir til vopnahlés. Þegar hafa tvö vopnahlé, sem komið var á fyrir tilstilli Rússa, verið brotin frá því að átökin um héraðið hófust þann 27. september síðastliðinn. Átök um héraðið hafa ekki verið jafn slæm í um 26 ár, eða frá því að sex ára stríði um héraðið lauk árið 1994. Um 30 þúsund manns létust í stríðinu um héraðið. Alþjóðasamfélagið hefur lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Nagorno-Karabakh og vill koma í veg fyrir að fleiri lönd dragist inn í deilurnar að því er segir í frétt Reuters. Tyrkir hafa lýst yfir stuðningi við Aserbaídsjan en Rússland á í varnarbandalagi við Armeníu. Pompeo sakað yfirvöld í Tyrklandi um að ýta undir átökin með því að senda Aserum vopn en því hafa Tyrkir staðfastlega neitað. Þá hefur Vladimír Pútín Rússlandsforseti biðlað til Bandaríkjanna að hjálpa yfirvöldum í Moskvu að stilla til friðar. Óljóst er hve margir hafa látist í átökunum en Pútín greindi frá því í liðinni viku að nærri fimm þúsund hafi látist í átökunum, rúmlega 2.000 frá hvorri stríðandi fylkinga. Varnarmálaráðuneytið í Nagorno-Karabakh greindi hins vegar frá því í gær að 963 Armenar hafi látist í átökunum. Asersk yfirvöld hafa ekki gefið út hve margir hermanna þeirra hafi látist en að 65 aserskir borgarar hafi verið drepnir og 298 særst. Armenía Aserbaídsjan Bandaríkin Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38 Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 17. október 2020 21:46 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira
Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh um helgina. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hinni hliðinni um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. Armenar ásökuðu Asera í dag um að hafa sprengt upp bæi í héraðinu en Aserar hafa harðneitað og sast tilbúnir til að koma á vopnahléi. Það sé þó bundið því skilyrði að armenskar hersveitir yfirgefi vígvelli. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði utanríkisráðherra Armeníu og Aserbaídsjan á fund á föstudag í von um að koma á vopnahléi. Átökin í héraðinu, sem er hluti af Aserbaídsjan en meginþorri íbúa af armensku bergi brotnu, héldu þó áfram um helgina þrátt fyrir tilraunir til vopnahlés. Þegar hafa tvö vopnahlé, sem komið var á fyrir tilstilli Rússa, verið brotin frá því að átökin um héraðið hófust þann 27. september síðastliðinn. Átök um héraðið hafa ekki verið jafn slæm í um 26 ár, eða frá því að sex ára stríði um héraðið lauk árið 1994. Um 30 þúsund manns létust í stríðinu um héraðið. Alþjóðasamfélagið hefur lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Nagorno-Karabakh og vill koma í veg fyrir að fleiri lönd dragist inn í deilurnar að því er segir í frétt Reuters. Tyrkir hafa lýst yfir stuðningi við Aserbaídsjan en Rússland á í varnarbandalagi við Armeníu. Pompeo sakað yfirvöld í Tyrklandi um að ýta undir átökin með því að senda Aserum vopn en því hafa Tyrkir staðfastlega neitað. Þá hefur Vladimír Pútín Rússlandsforseti biðlað til Bandaríkjanna að hjálpa yfirvöldum í Moskvu að stilla til friðar. Óljóst er hve margir hafa látist í átökunum en Pútín greindi frá því í liðinni viku að nærri fimm þúsund hafi látist í átökunum, rúmlega 2.000 frá hvorri stríðandi fylkinga. Varnarmálaráðuneytið í Nagorno-Karabakh greindi hins vegar frá því í gær að 963 Armenar hafi látist í átökunum. Asersk yfirvöld hafa ekki gefið út hve margir hermanna þeirra hafi látist en að 65 aserskir borgarar hafi verið drepnir og 298 særst.
Armenía Aserbaídsjan Bandaríkin Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38 Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 17. október 2020 21:46 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira
Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14
Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38
Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 17. október 2020 21:46