Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2020 07:30 Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck skiptust á skoðunum. Getty Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. Noregur tapaði 2-1 fyrir Serbíu um leið og Ísland vann 2-1 sigur á Rúmeníu og komst áfram í umspilinu. Lagerbäck, sem stýrði Íslandi upp um yfir 100 sæti á heimslista FIFA á sínum tíma, skipti leikmönnum sínum í nokkra hópa dagana eftir tapið og bað þá um að svara spurningum um spilamennsku liðsins. Þegar funda átti með hverjum hópi sauð upp úr á milli Sörloth og Lagerbäck sem hnakkrifust fyrir framan allan leikmannahópinn. Verdens Gang fjallaði um málið í byrjun þessarar viku. Í yfirlýsingu frá norska knattspyrnusambandinu var haft eftir Lagerbäck að Sörloth hefði farið svoleiðis yfir strikið að hann hefði aldrei kynnst öðru eins á 30 ára ferli. Sörloth hefði meðal annars sakað þjálfarateymið um vanhæfni. Í yfirlýsingu sambandsins stóð að Sörloth hefði verið boðið að láta sína hlið fylgja með en hann ekki þáð það. Sörloth segir það ekki rétt. Hann hafi vissulega viljað útkljá málið innan liðsins, og talið því lokið þar sem þeir Lagerbäck hefðu „horfst í augu og tekist í hendur“. En úr því að senda hafi átt út yfirlýsingu hafi hann óskað eftir að sjá hvað þar stæði áður en hann tjáði sig. Þeirri beiðni hafi ekki verið svarað. Sörloth, sem er framherji RB Leipzig, sagði þetta í yfirlýsingu sem umboðsmaður hans sendi út síðdegis í gær. Þar sagði hann einnig: „Ég hef aldrei sagt að einhver í þjálfarateyminu sé vanhæfur. Aldrei. Það sem að ég gerði var að eftir að við leikmenn vorum beðnir um að gefa okkar umsögn, þá sagði ég að ég væri mjög gagnrýninn á það hvernig við undirbjuggum okkur fyrir leikinn við Serbíu. Einnig varðandi þær taktísku breytingar sem gerðar voru í leiknum,“ sagði Sörloth, og bætti við: „Allt það sem ég sagði við þjálfarana snerist um fótboltalega þætti með það að markmiði að liðið yrði enn betur búið fyrir leiki. Og sérstaklega þennan leik.“ Erling Haaland og Alexander Sörloth eru tveir af stjörnum norska landsliðsins.Getty/Liam McBurney Í lok yfirlýsingarinnar vísaði Sörloth til þess þegar Lagerbäck skaut á hann fyrir að klúðra algjöru dauðafæri í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum, og sagði: „Nú er þessu máli lokið hvað mig varðar. Ég mun alveg örugglega klúðra einhvern tímann fyrir opnu marki aftur. En ég get lofað einu. Ég mun alltaf leggja mig allan fram fyrir Noreg.“ Norska sambandið segist standa við fyrri yfirlýsingu. Í fjóra daga hafi Sörloth gefist tækifæri til að tjá sig um hvað gerðist og segja að menn væru sammála um að málinu væri lokið eftir að hann hefði beðist afsökunar á upphlaupi sínu. Hin nýja yfirlýsing framherjans passi ekki við það sem þjálfararnir hafi sagt. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53 Ekkert vandamál að hætta sagði Lagerbäck eftir tapið Lars Lagerbäck var skiljanlega svekktur í gærkvöldi eftir að ljóst var að hann er ekki að fara með norska landsliðið á Evrópumótið næsta sumar. 9. október 2020 09:31 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. Noregur tapaði 2-1 fyrir Serbíu um leið og Ísland vann 2-1 sigur á Rúmeníu og komst áfram í umspilinu. Lagerbäck, sem stýrði Íslandi upp um yfir 100 sæti á heimslista FIFA á sínum tíma, skipti leikmönnum sínum í nokkra hópa dagana eftir tapið og bað þá um að svara spurningum um spilamennsku liðsins. Þegar funda átti með hverjum hópi sauð upp úr á milli Sörloth og Lagerbäck sem hnakkrifust fyrir framan allan leikmannahópinn. Verdens Gang fjallaði um málið í byrjun þessarar viku. Í yfirlýsingu frá norska knattspyrnusambandinu var haft eftir Lagerbäck að Sörloth hefði farið svoleiðis yfir strikið að hann hefði aldrei kynnst öðru eins á 30 ára ferli. Sörloth hefði meðal annars sakað þjálfarateymið um vanhæfni. Í yfirlýsingu sambandsins stóð að Sörloth hefði verið boðið að láta sína hlið fylgja með en hann ekki þáð það. Sörloth segir það ekki rétt. Hann hafi vissulega viljað útkljá málið innan liðsins, og talið því lokið þar sem þeir Lagerbäck hefðu „horfst í augu og tekist í hendur“. En úr því að senda hafi átt út yfirlýsingu hafi hann óskað eftir að sjá hvað þar stæði áður en hann tjáði sig. Þeirri beiðni hafi ekki verið svarað. Sörloth, sem er framherji RB Leipzig, sagði þetta í yfirlýsingu sem umboðsmaður hans sendi út síðdegis í gær. Þar sagði hann einnig: „Ég hef aldrei sagt að einhver í þjálfarateyminu sé vanhæfur. Aldrei. Það sem að ég gerði var að eftir að við leikmenn vorum beðnir um að gefa okkar umsögn, þá sagði ég að ég væri mjög gagnrýninn á það hvernig við undirbjuggum okkur fyrir leikinn við Serbíu. Einnig varðandi þær taktísku breytingar sem gerðar voru í leiknum,“ sagði Sörloth, og bætti við: „Allt það sem ég sagði við þjálfarana snerist um fótboltalega þætti með það að markmiði að liðið yrði enn betur búið fyrir leiki. Og sérstaklega þennan leik.“ Erling Haaland og Alexander Sörloth eru tveir af stjörnum norska landsliðsins.Getty/Liam McBurney Í lok yfirlýsingarinnar vísaði Sörloth til þess þegar Lagerbäck skaut á hann fyrir að klúðra algjöru dauðafæri í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum, og sagði: „Nú er þessu máli lokið hvað mig varðar. Ég mun alveg örugglega klúðra einhvern tímann fyrir opnu marki aftur. En ég get lofað einu. Ég mun alltaf leggja mig allan fram fyrir Noreg.“ Norska sambandið segist standa við fyrri yfirlýsingu. Í fjóra daga hafi Sörloth gefist tækifæri til að tjá sig um hvað gerðist og segja að menn væru sammála um að málinu væri lokið eftir að hann hefði beðist afsökunar á upphlaupi sínu. Hin nýja yfirlýsing framherjans passi ekki við það sem þjálfararnir hafi sagt.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53 Ekkert vandamál að hætta sagði Lagerbäck eftir tapið Lars Lagerbäck var skiljanlega svekktur í gærkvöldi eftir að ljóst var að hann er ekki að fara með norska landsliðið á Evrópumótið næsta sumar. 9. október 2020 09:31 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01
Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01
Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53
Ekkert vandamál að hætta sagði Lagerbäck eftir tapið Lars Lagerbäck var skiljanlega svekktur í gærkvöldi eftir að ljóst var að hann er ekki að fara með norska landsliðið á Evrópumótið næsta sumar. 9. október 2020 09:31