Líkur á frekari jarðskjálftum nær höfuðborgarsvæðinu Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2020 18:43 Hér má sjá mynd sem jarðeðlisfræðingurinn Ólafur Flóvenz gerði. Bláa stjarnan táknar jarðskjálftann í gær og sú fjólubláa merkir líklega staðsetningu jarðskjálfta við Brennisteinsfjöll. Ólafur Flóvenz Líkur eru á frekari jarðskjálftum á suðvesturhorninu á næstu árum og þá sérstaklega jarðskjálfta með upptök við Brennisteinsfjöll, sem er töluvert nær höfuðborgarsvæðinu en skjálftinn sem varð í gær. Slíkur skjálfti gæti verið 6 til 6,5 að stærð og yrði þá svipaður skjálftum sem urðu á svæðinu árin 1929 og 1968. Þetta segir jarðeðlisfræðingurinn Ólafur Flóvenz. Vísar hann til þess að skjálftar hafi orðið víða á skjálftabeltum Reykjanessskagans og Suðurlands en ekki við Brennisteinsfjöll. Nú síðast varð skjálfti að stærð 5,6 á Reykjanessskaga í gær. Hann var sá stærsti sem mælst hefur þar frá 2003. Tvær ástæður fyrir líklegum skjálfta Ólafur segir í samtali við fréttastofu að hægt að spá fyrir um skjálfta á næstu árum fyrir tvær ástæður. Annars vegar með tilliti til sögunnar, þar sem vitað sé að stærri skjálftar sem eigi sér upptök í Brennisteinsfjöllum eða þar í grenndinni, komi með ákveðnu millibili. Hins vegar með tilliti til þess að í gegnum allt Suðurland gengur brotabelti, plötuskil, sem tengir Austurgosbeltið við Heklu við Reykjaneshrygginn. Þessi plötuskil brotni upp á ákveðnum fresti vegna landreks. „Við vitum að það hefur verið mjög lítil skjálftavirkni í langan tíma í Brennisteinsfjöllum og við vitum að við erum búnir að horfa á Suðurlandsskjálfta verða núna á síðustu árum. 2.000 við Hellu og Hestfjall og síðan 2008 við Hveragerði. Núna erum við búin að horfa á framhaldið af plötuskilunum Reykjanesmegin hreyfast allt saman, en ekkert þarna í miðjunni.“ Samkvæmt Ólafi hafa jarðskjálftafræðingar margsinnis bent á að vænta megi jarðskjálfta á svæðinu á næstu árum. Meiri líkur á skjálfta í virkni Ólafur segir að það muni koma að því að hreyfing fari á skilin og það að nú þegar skjálftavirkni sé í gangi og plötuskilin á hreyfingu séu meiri líkur á frekari skjálftum. „Kannski bara deyr þetta út núna og svo geta liði eitt eða tvö ár og þá kannski kemur allt í einu stór kippur í Brennisteinsfjöllum,“ segir Ólafur. Hann ítrekar að það sé engin ástæða til að óttast svona jarðskjálfta. Fólk þurfi að hafa ákveðnar varúðarráðstafanir gagnvart fallandi hlutum. Byggingar eigi þó að standast mun stærri skjálfta en þessa. Hér má sjá Facebookfærslu Ólafs frá því í gær. Mbl fjallaði um hana fyrr í dag. Væntanleg fundu flestir á höfuðborgarsvæðinu jarðskjálftann sem varð SV af Djúpavatni á Reykjanesskaga laust fyrir kl 14...Posted by Ólafur Flóvenz on Tuesday, 20 October 2020 Veðurstofa Íslands segir skjálftavirkni enn mælast á Reykjanesi en þó hafi dregið úr henni. Nokkrir skjálftar stærri en 3,0 hafa mælst á Reykjanesi í dag. Í færslu á vef Veðurstofunnar segir að ekki sé hægt að útiloka annan stóran skjálfta og því sé enn aukin hætta á grjóthruni í bröttum hlíðum á Reykjanesskaganum og í öðrum fjallshlíðum á suðvesturhorninu. „Grjóthruns varð vart á fjórum stöðum í nágrenni við upptök jarðskjálftans á Reykjanesi í gær, við Djúpavatnsleið, Keili, Trölladyngju og Vatnsskarð. Í sumum þessara tilvika mátti litlu muna að slys yrðu á fólki. Einnig eru vísbendingar um að sprungur við Krýsuvíkurbjarg hafi gliðnað og að nýjar hafi myndast,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þar er fólk beðið um að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Rotaðist í fjallgöngu með hundinn í skjálftanum Jarðskjálfti og rothögg voru ekki ofarlega í huga Benedikts Þórðar Jakobssonar sem skellti sér í fjallgöngu með hundi sínum á Keili á Reykjanesi eftir hádegið í gær. 21. október 2020 15:26 Sprettur Helga og viðbrögð Katrínar vekja heimsathygli Það er óhætt að segja að jarðskjálftinn stór sem reið yfir Suvesturhorn landsins hafi vakið athygli landsmanna, en svo virðist sem að hann hafi einnig vakið viðbrögð út fyrir landsteinana. 21. október 2020 13:07 Ekki hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir þremur og jafnvel stærri Eftirskjálftar eftir stóra skjálftann í gær eru orðnir hátt í 2000 talsins; frá miðnætti hafa þeir verið á milli 700 og 800. 21. október 2020 10:39 Tveir snarpir skjálftar í morgunsárið Um 1700 eftirskjálftar hafa mælst síðan í gær þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 varð vestan við Kleifarvatn klukkan 13:43. 21. október 2020 06:31 Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Líkur eru á frekari jarðskjálftum á suðvesturhorninu á næstu árum og þá sérstaklega jarðskjálfta með upptök við Brennisteinsfjöll, sem er töluvert nær höfuðborgarsvæðinu en skjálftinn sem varð í gær. Slíkur skjálfti gæti verið 6 til 6,5 að stærð og yrði þá svipaður skjálftum sem urðu á svæðinu árin 1929 og 1968. Þetta segir jarðeðlisfræðingurinn Ólafur Flóvenz. Vísar hann til þess að skjálftar hafi orðið víða á skjálftabeltum Reykjanessskagans og Suðurlands en ekki við Brennisteinsfjöll. Nú síðast varð skjálfti að stærð 5,6 á Reykjanessskaga í gær. Hann var sá stærsti sem mælst hefur þar frá 2003. Tvær ástæður fyrir líklegum skjálfta Ólafur segir í samtali við fréttastofu að hægt að spá fyrir um skjálfta á næstu árum fyrir tvær ástæður. Annars vegar með tilliti til sögunnar, þar sem vitað sé að stærri skjálftar sem eigi sér upptök í Brennisteinsfjöllum eða þar í grenndinni, komi með ákveðnu millibili. Hins vegar með tilliti til þess að í gegnum allt Suðurland gengur brotabelti, plötuskil, sem tengir Austurgosbeltið við Heklu við Reykjaneshrygginn. Þessi plötuskil brotni upp á ákveðnum fresti vegna landreks. „Við vitum að það hefur verið mjög lítil skjálftavirkni í langan tíma í Brennisteinsfjöllum og við vitum að við erum búnir að horfa á Suðurlandsskjálfta verða núna á síðustu árum. 2.000 við Hellu og Hestfjall og síðan 2008 við Hveragerði. Núna erum við búin að horfa á framhaldið af plötuskilunum Reykjanesmegin hreyfast allt saman, en ekkert þarna í miðjunni.“ Samkvæmt Ólafi hafa jarðskjálftafræðingar margsinnis bent á að vænta megi jarðskjálfta á svæðinu á næstu árum. Meiri líkur á skjálfta í virkni Ólafur segir að það muni koma að því að hreyfing fari á skilin og það að nú þegar skjálftavirkni sé í gangi og plötuskilin á hreyfingu séu meiri líkur á frekari skjálftum. „Kannski bara deyr þetta út núna og svo geta liði eitt eða tvö ár og þá kannski kemur allt í einu stór kippur í Brennisteinsfjöllum,“ segir Ólafur. Hann ítrekar að það sé engin ástæða til að óttast svona jarðskjálfta. Fólk þurfi að hafa ákveðnar varúðarráðstafanir gagnvart fallandi hlutum. Byggingar eigi þó að standast mun stærri skjálfta en þessa. Hér má sjá Facebookfærslu Ólafs frá því í gær. Mbl fjallaði um hana fyrr í dag. Væntanleg fundu flestir á höfuðborgarsvæðinu jarðskjálftann sem varð SV af Djúpavatni á Reykjanesskaga laust fyrir kl 14...Posted by Ólafur Flóvenz on Tuesday, 20 October 2020 Veðurstofa Íslands segir skjálftavirkni enn mælast á Reykjanesi en þó hafi dregið úr henni. Nokkrir skjálftar stærri en 3,0 hafa mælst á Reykjanesi í dag. Í færslu á vef Veðurstofunnar segir að ekki sé hægt að útiloka annan stóran skjálfta og því sé enn aukin hætta á grjóthruni í bröttum hlíðum á Reykjanesskaganum og í öðrum fjallshlíðum á suðvesturhorninu. „Grjóthruns varð vart á fjórum stöðum í nágrenni við upptök jarðskjálftans á Reykjanesi í gær, við Djúpavatnsleið, Keili, Trölladyngju og Vatnsskarð. Í sumum þessara tilvika mátti litlu muna að slys yrðu á fólki. Einnig eru vísbendingar um að sprungur við Krýsuvíkurbjarg hafi gliðnað og að nýjar hafi myndast,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þar er fólk beðið um að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Rotaðist í fjallgöngu með hundinn í skjálftanum Jarðskjálfti og rothögg voru ekki ofarlega í huga Benedikts Þórðar Jakobssonar sem skellti sér í fjallgöngu með hundi sínum á Keili á Reykjanesi eftir hádegið í gær. 21. október 2020 15:26 Sprettur Helga og viðbrögð Katrínar vekja heimsathygli Það er óhætt að segja að jarðskjálftinn stór sem reið yfir Suvesturhorn landsins hafi vakið athygli landsmanna, en svo virðist sem að hann hafi einnig vakið viðbrögð út fyrir landsteinana. 21. október 2020 13:07 Ekki hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir þremur og jafnvel stærri Eftirskjálftar eftir stóra skjálftann í gær eru orðnir hátt í 2000 talsins; frá miðnætti hafa þeir verið á milli 700 og 800. 21. október 2020 10:39 Tveir snarpir skjálftar í morgunsárið Um 1700 eftirskjálftar hafa mælst síðan í gær þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 varð vestan við Kleifarvatn klukkan 13:43. 21. október 2020 06:31 Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Rotaðist í fjallgöngu með hundinn í skjálftanum Jarðskjálfti og rothögg voru ekki ofarlega í huga Benedikts Þórðar Jakobssonar sem skellti sér í fjallgöngu með hundi sínum á Keili á Reykjanesi eftir hádegið í gær. 21. október 2020 15:26
Sprettur Helga og viðbrögð Katrínar vekja heimsathygli Það er óhætt að segja að jarðskjálftinn stór sem reið yfir Suvesturhorn landsins hafi vakið athygli landsmanna, en svo virðist sem að hann hafi einnig vakið viðbrögð út fyrir landsteinana. 21. október 2020 13:07
Ekki hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir þremur og jafnvel stærri Eftirskjálftar eftir stóra skjálftann í gær eru orðnir hátt í 2000 talsins; frá miðnætti hafa þeir verið á milli 700 og 800. 21. október 2020 10:39
Tveir snarpir skjálftar í morgunsárið Um 1700 eftirskjálftar hafa mælst síðan í gær þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 varð vestan við Kleifarvatn klukkan 13:43. 21. október 2020 06:31
Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52
Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13