Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 14:25 Frá Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 13:43 var 5,7 að stærð og átti upptök sín rúma fjóra kílómetra vestur af Krýsuvík samkvæmt óstaðfestum tölum Veðurstofunnar. Vallahverfi er sá hluti höfuðborgarsvæðisins sem er næst upptökunum. Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla, segir að hann hafi fundist mjög vel innandyra en síður utandyra. Byggingin hafi gengið aðeins til í hristingnum. Yngstu nemendurnir voru farnir heim þegar jarðskjálftinn reið yfir og flestir þeirra sem eru í lengri viðveru í skólanum voru úti að leik og urðu ekki mikið varir við jarðhræringarnar, að sögn Lars. Miðdeild, börn á aldrinum tíu til tólf ára, var aftur á móti á leiðinni út úr skólanum og fundu börnin vel fyrir skjálftanum. Lars segist hafa verið á fjarfundi þegar jarðskjálftinn dundi á og hafi strax farið fram á gang að hlúa að starfsfólki og nemendum en allt í lagi hafi verið með alla. „Það var öllum náttúrulega brugðið en alveg rólegir,“ segir skólastjórinn um viðbrögð nemenda og kennara. Lars segist ekki hafa fundið fyrir öðrum eins jarðskjálfta í skólanum. Sérstaklega hafi hann varað lengi. Engir lausamunir hafi þó farið á hreyfingu. „Nú eru nemendur bara úti að leika að sér og allt í góðu,“ segir hann. Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16 Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11 Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 13:43 var 5,7 að stærð og átti upptök sín rúma fjóra kílómetra vestur af Krýsuvík samkvæmt óstaðfestum tölum Veðurstofunnar. Vallahverfi er sá hluti höfuðborgarsvæðisins sem er næst upptökunum. Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla, segir að hann hafi fundist mjög vel innandyra en síður utandyra. Byggingin hafi gengið aðeins til í hristingnum. Yngstu nemendurnir voru farnir heim þegar jarðskjálftinn reið yfir og flestir þeirra sem eru í lengri viðveru í skólanum voru úti að leik og urðu ekki mikið varir við jarðhræringarnar, að sögn Lars. Miðdeild, börn á aldrinum tíu til tólf ára, var aftur á móti á leiðinni út úr skólanum og fundu börnin vel fyrir skjálftanum. Lars segist hafa verið á fjarfundi þegar jarðskjálftinn dundi á og hafi strax farið fram á gang að hlúa að starfsfólki og nemendum en allt í lagi hafi verið með alla. „Það var öllum náttúrulega brugðið en alveg rólegir,“ segir skólastjórinn um viðbrögð nemenda og kennara. Lars segist ekki hafa fundið fyrir öðrum eins jarðskjálfta í skólanum. Sérstaklega hafi hann varað lengi. Engir lausamunir hafi þó farið á hreyfingu. „Nú eru nemendur bara úti að leika að sér og allt í góðu,“ segir hann.
Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16 Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11 Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
„Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16
Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11
Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47