Utanríkisráðherra Danmerkur tilkynntur til lögreglu fyrir nauðgun Sylvía Hall skrifar 19. október 2020 19:45 Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur. Getty/Ole Jensen Lögreglunni á Jótlandi hafa borist tilkynningar frá almennum borgurum þar sem utanríkisráðherrann Jeppe Kofod er sakaður um að hafa nauðgað stúlku árið 2008. Kofod hefur áður gengist við því að hafa átt samræði við stúlkuna, sem var þá fimmtán ára gömul, en hann var sjálfur 34 ára á þeim tíma. Atvikið átti sér stað í gleðskap eftir málþing í lýðháskólanum í Esjberg páskana 2008. Þar var flutti Kofod erindi, en hann var þá þegar orðinn þingmaður fyrir Jafnaðarmannaflokkinn í Danmörku. Stúlkan var þeim tíma í ungliðahreyfingu flokksins. Þetta er eitt margra mála sem hafa nú komist aftur í umræðuna í Danmörku eftir að fleiri konur fóru að stíga fram og segja frá reynslu sinni, líkt og gerðist hér á landi í MeToo-bylgjunni svokölluðu. Frank Jensen, yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, sagði til að mynda af sér embætti í dag vegna ásakana í sinn garð. Kofod hefur játað að hafa átt samræði við stúlkuna og ræddi kynni þeirra í viðtali við TV2 fyrir um það bil mánuði. Þar sagðist hann hafa margoft séð eftir því sem gerðist og hann hafi axlað ábyrgð á þeim mistökum. „Ég veit að það er ekki nóg að biðjast afsökunar. Ég vildi að ég gæti hafa gert þetta öðruvísi. Það eina sem ég get gert núna er að sjá eftir þessu,“ sagði Kofod, sem sagði þetta vera stærstu mistök lífs síns. Samræðisaldur í Danmörku er fimmtán ár, en í tilkynningu frá lögreglu staðfestir hún að tilkynningarnar séu sumar hverjar um brot gegn 223. grein dönsku hegningarlaganna, sem oft er kölluð „kennaraákvæðið“, og er þar kveðið á um að samræðisaldur skuli miðast við átján ár þegar meint fórnarlamb á samræði við einstakling sem er í valda- eða ábyrgðarstöðu gagnvart því. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og samflokkskona Kofod, segist líta málið alvarlegum augum. Hún beri þó enn traust til hans sem utanríkisráðherra. MeToo Danmörk Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Lögreglunni á Jótlandi hafa borist tilkynningar frá almennum borgurum þar sem utanríkisráðherrann Jeppe Kofod er sakaður um að hafa nauðgað stúlku árið 2008. Kofod hefur áður gengist við því að hafa átt samræði við stúlkuna, sem var þá fimmtán ára gömul, en hann var sjálfur 34 ára á þeim tíma. Atvikið átti sér stað í gleðskap eftir málþing í lýðháskólanum í Esjberg páskana 2008. Þar var flutti Kofod erindi, en hann var þá þegar orðinn þingmaður fyrir Jafnaðarmannaflokkinn í Danmörku. Stúlkan var þeim tíma í ungliðahreyfingu flokksins. Þetta er eitt margra mála sem hafa nú komist aftur í umræðuna í Danmörku eftir að fleiri konur fóru að stíga fram og segja frá reynslu sinni, líkt og gerðist hér á landi í MeToo-bylgjunni svokölluðu. Frank Jensen, yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, sagði til að mynda af sér embætti í dag vegna ásakana í sinn garð. Kofod hefur játað að hafa átt samræði við stúlkuna og ræddi kynni þeirra í viðtali við TV2 fyrir um það bil mánuði. Þar sagðist hann hafa margoft séð eftir því sem gerðist og hann hafi axlað ábyrgð á þeim mistökum. „Ég veit að það er ekki nóg að biðjast afsökunar. Ég vildi að ég gæti hafa gert þetta öðruvísi. Það eina sem ég get gert núna er að sjá eftir þessu,“ sagði Kofod, sem sagði þetta vera stærstu mistök lífs síns. Samræðisaldur í Danmörku er fimmtán ár, en í tilkynningu frá lögreglu staðfestir hún að tilkynningarnar séu sumar hverjar um brot gegn 223. grein dönsku hegningarlaganna, sem oft er kölluð „kennaraákvæðið“, og er þar kveðið á um að samræðisaldur skuli miðast við átján ár þegar meint fórnarlamb á samræði við einstakling sem er í valda- eða ábyrgðarstöðu gagnvart því. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og samflokkskona Kofod, segist líta málið alvarlegum augum. Hún beri þó enn traust til hans sem utanríkisráðherra.
MeToo Danmörk Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira