Hlutdeildarlán auðvelda einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 19. október 2020 15:30 Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán, sem samþykkt var á Alþingi í byrjun september, mun auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hér er um að ræða mikilvæga aðgerð í því verkefni að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á íbúðamarkaðinn. Hlutdeildarlánin eru ólík þeim hefðbundnu fasteignalánum sem við flest þekkjum, að því leyti að nú lánar ríkið ákveðið hlutfall af verði þess íbúðarhúsnæðis sem tekju- og eignalitlir fyrstu kaupendur hyggjast kaupa. Lántakendur munu síðan endurgreiða lánið þegar íbúðin er seld og er hámarkstími lánanna 25 ár. Lánið fylgir verðbreytingu eignarinnar og mun hækka og lækka í samræmi við þá þróun. Hafnarfjörður hefur strax brugðist við Nokkur umræða hefur skapast um ströng skilyrði varðandi verð og stærð íbúða. Í umræðunni hafa skapast áhyggjur af því að vegna markaðsaðstæðna muni fáar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu uppfylla þau skilyrði sem sett hafa verið. Nýlega var tekin skóflustunga fyrir 65 nýjar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Gufunesi. Ráðherra hefur sagt það skýrt að bæði sveitarfélög og verktakar þurfi að bregðast við frumvarpinu um hlutdeildarlán með auknu framboði lóða og íbúða. Við finnum strax fyrir því að framsýnir verktakar hafa brugðist við með mjög jákvæðum hætti og það sama gildir um skipulagsyfirvöld hér í Hafnarfirði. Nú þegar hefur verið samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að ráðast í aðalskipulagsbreytingu á svæði sem getur vel svarað þessu ákalli og þörf fyrir litlar, góðar og ódýrar eignir. Sú vinna mun halda áfram á næstu vikum og mánuðum. Við erum sterkari saman Það er alveg ljóst í mínum huga að með þessari aðgerð og þessari tegund lána, hlutdeildarlána, er verið að gera tekjulágum einstaklingum og þeim einstaklingum sem jafnvel hafa verið fastir á leigumarkaði mögulegt að eignast sína fyrstu íbúð. Líkt og fram hefur komið er verið að bregðast við og lækka þröskuld þess hóps sem hefur verið að greiða leigu en lítið náð að leggja til hliðar og jafnvel þurft að treysta á öflugt bakland sem í flestum tilfellum er ekki til staðar. Það er því sérstaklega mikilvægt að við séum öll saman í þessum báti og að við séum öll að róa í sömu átt. Ríkið hefur nú stigið þetta myndarlega fyrsta skref með því að setja fjögur þúsund milljónir árlega í þessa aðgerð. Fordæmi annarra landa ásamt því sem er að gerast í Gufunesi sýna, svo ekki verði um villst, að þetta er vel hægt. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Húsnæðismál Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán, sem samþykkt var á Alþingi í byrjun september, mun auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hér er um að ræða mikilvæga aðgerð í því verkefni að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á íbúðamarkaðinn. Hlutdeildarlánin eru ólík þeim hefðbundnu fasteignalánum sem við flest þekkjum, að því leyti að nú lánar ríkið ákveðið hlutfall af verði þess íbúðarhúsnæðis sem tekju- og eignalitlir fyrstu kaupendur hyggjast kaupa. Lántakendur munu síðan endurgreiða lánið þegar íbúðin er seld og er hámarkstími lánanna 25 ár. Lánið fylgir verðbreytingu eignarinnar og mun hækka og lækka í samræmi við þá þróun. Hafnarfjörður hefur strax brugðist við Nokkur umræða hefur skapast um ströng skilyrði varðandi verð og stærð íbúða. Í umræðunni hafa skapast áhyggjur af því að vegna markaðsaðstæðna muni fáar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu uppfylla þau skilyrði sem sett hafa verið. Nýlega var tekin skóflustunga fyrir 65 nýjar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Gufunesi. Ráðherra hefur sagt það skýrt að bæði sveitarfélög og verktakar þurfi að bregðast við frumvarpinu um hlutdeildarlán með auknu framboði lóða og íbúða. Við finnum strax fyrir því að framsýnir verktakar hafa brugðist við með mjög jákvæðum hætti og það sama gildir um skipulagsyfirvöld hér í Hafnarfirði. Nú þegar hefur verið samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að ráðast í aðalskipulagsbreytingu á svæði sem getur vel svarað þessu ákalli og þörf fyrir litlar, góðar og ódýrar eignir. Sú vinna mun halda áfram á næstu vikum og mánuðum. Við erum sterkari saman Það er alveg ljóst í mínum huga að með þessari aðgerð og þessari tegund lána, hlutdeildarlána, er verið að gera tekjulágum einstaklingum og þeim einstaklingum sem jafnvel hafa verið fastir á leigumarkaði mögulegt að eignast sína fyrstu íbúð. Líkt og fram hefur komið er verið að bregðast við og lækka þröskuld þess hóps sem hefur verið að greiða leigu en lítið náð að leggja til hliðar og jafnvel þurft að treysta á öflugt bakland sem í flestum tilfellum er ekki til staðar. Það er því sérstaklega mikilvægt að við séum öll saman í þessum báti og að við séum öll að róa í sömu átt. Ríkið hefur nú stigið þetta myndarlega fyrsta skref með því að setja fjögur þúsund milljónir árlega í þessa aðgerð. Fordæmi annarra landa ásamt því sem er að gerast í Gufunesi sýna, svo ekki verði um villst, að þetta er vel hægt. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun