Þess vegna viljum við jafnt atkvæðavægi Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson, Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifa 15. október 2020 15:01 Baráttan fyrir jöfnu vægi íslenskra kjósenda hefur staðið lengi. Vægið hefur tekið breytingum en er nú fest í rétt tæplega tvöföldum mun milli þeirra sem vega þyngst og hinna sem vega minnst. Kosningarréttur manna má ekki vera skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Atkvæðavægi landsmanna á að vera hið sama hvar sem þeir búa á landinu. Aðeins þannig verða þingmenn raunverulega þingmenn allra landsmanna. Það eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn og ýtir undir að þeir vinni að framfaramálum fyrir landið allt. Heildin á að vera það sem þingmenn hafa hugann við. Misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin er saga fortíðar. Saga sem dregur taum sérhagsmuna en ekki hagsmuna heildarinnar. Atlaga að landsbyggðinni? Ef önnur grundvallarréttindi í lýðræðissamfélagi eins og tjáningarfrelsið, rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar, trúfrelsi eða önnur sambærileg réttindi væru vegin ójafnt eftir því hvar fólk byggi á landinu efumst við um að það yrði látið kyrrt liggja. Við þykjumst reyndar vita að því yrði mótmælt hástöfum. En hvers vegna er látið líðast að atkvæði, aðgöngumiði hvers og eins að lýðræðinu, vegi ekki jafnt? Ef svarið er að misvægi atkvæða sé í raun uppbót fyrir landsbyggðina, vegna ójafns aðgengis landsbyggðar að stjórnsýslu og þjónustu samanborið við íbúa suðvesturhornsins, þá er okkar svar við því einfalt; fjöldi þingmanna í kjördæmi hefur ekkert með framgang mála er varða kjördæmið að gera. Við í þingflokki Viðreisnar höfum allt kjörtímabilið litið svo á að þrátt fyrir að við séum kjörin í kjördæmum suðvesturhornsins, vegna núverandi kjördæmakerfis, þá látum við okkur málefni landsins alls okkur varða óháð kjördæmum. Það eru hins vegar rótgrónu íhaldsflokkarnir sem hafa ítrekað staðið í vegi fyrir því að við getum tekið þátt í fundum kjördæmanna til dæmis í kjördæmavikum með sveitarfélögum. Þetta er dæmi um úreltan hugsanagang. Í gegnum þingið fara í hverri viku rík hagsmunamál fyrir landsbyggðarkjördæmin en það er ekki hægt að greina mun á atkvæðum þingmanna eftir því hvaðan þeir koma. Mun heldur má greina mun eftir því fyrir hvaða flokk þeir sitja. Það er skylda okkar allra að rýna og taka afstöðu til hagsmunamála byggða landsins. Við trúum því að meta eigi öll mál eftir þeim eina mælikvarða hvort þau leiði til betra samfélags fyrir okkur öll. Þjónar núverandi kerfi hagsmunum landsbyggðar? Þeir sem standa vörð um núverandi fyrirkomulag hljóta að þurfa að svara þeirri einföldu spurningu hvort núverandi fyrirkomulag um misvægi atkvæða þjóni hagsmunum okkar allra, óháð búsetu. Eru landsbyggðarkjördæmin betur sett en ella vegna þessa fyrirkomulags. Eru samgöngumál, virkjanakostir í rammaáætlun, fiskeldismál, byggðamál, velferðarmál, landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, raforkumál, innviðamál og atvinnumál í góðu horfi? Hefur núverandi kerfi skilað skjótari afgreiðslu mála og auknu aðgengi íbúa svæðanna að stjórnsýslunni og skilningi á vandamálum svæðanna? Hefur meira vægi atkvæða skilað raunverulegum árangri? Svarið við öllu þessu er nei. Gæti hugsast að kjördæmakerfið eins og það er uppbyggt í dag standi einmitt í vegi fyrir framgangi ýmissa framfaramála? Viðheldur það mögulega kyrrstöðu og sérhagsmunum? Hvernig væri veruleikinn ef landið væri eitt kjördæmi og atkvæðavægi jafnt? Gæti verið að slíkt myndi auka á samstöðu og skilning á málefnum hvers landshluta, flýta fyrir afgreiðslu mála og auka á fjölbreytileika á Alþingi? Myndi slíkt kerfi mögulega koma í veg fyrir kjördæmapot og hrossakaup? Um það erum við sannfærð. Mannréttindamál ekki byggðamál Vægi atkvæða er jafnréttis- og mannréttindamál en ekki byggðamál. Hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgar eru samofnir enda erum við eitt samfélag. Aðgengi landsbyggðar að stjórnsýslu og þjónustu leiðréttist ekki með því að skerða rétt kjósenda í þéttbýlum kjördæmum. Það er röng nálgun. Betra jafnvægi næst með því að taka stærri og djarfari skref í þá átt að auka á sjálfstæði sveitarfélaga til að ráða meiru um sitt nærumhverfi. Að fela íbúum þeirra svæða að taka í auknum mæli beinar ákvarðanir um eigin hagsmuni. Viðreisn mun samhliða frumvarpi um jafnt atkvæðavægi halda áfram að beita sér fyrir eflingu landsbyggðar og nýrra tækifæra. Það eru gríðarlega mikilvæg verkefni framundan í byggðamálum, svo sem að færa vald til ákvarðanatöku nær fólkinu með eflingu sveitarstjórnarstigsins, að nýta tæknina til að gera fjarvinnu á vegum hins opinbera mögulega um allt land og tryggja að arðurinn af sjávarútvegsauðlindinni sé nýttur til uppbyggingar í heimabyggð. Þessi mikilvægu mál og fjölmörg fleiri munu ekki vinnast með því að viðhalda misskiptingu í kosningakerfinu okkar. Við byggjum ekki réttlátt og samheldið samfélag á þann hátt. Það byggist upp með samstöðu, samvinnu og skilningi á mismunandi þörfum ólíkra svæða. Ekki með misrétti heldur jöfnum tækifærum. Þess vegna viljum við jafna atkvæðisréttinn og lögðum fram frumvarp þess efnis á Alþingi í vikunni. Einn einstaklingur - eitt atkvæði er sjálfsögð og réttlát krafa í okkar lýðræðissamfélagi. Þingflokkur Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson Jón Steindór Valdimarsson Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Hanna Katrín Friðriksson Jón Steindór Valdimarsson Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Kjördæmaskipan Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir jöfnu vægi íslenskra kjósenda hefur staðið lengi. Vægið hefur tekið breytingum en er nú fest í rétt tæplega tvöföldum mun milli þeirra sem vega þyngst og hinna sem vega minnst. Kosningarréttur manna má ekki vera skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Atkvæðavægi landsmanna á að vera hið sama hvar sem þeir búa á landinu. Aðeins þannig verða þingmenn raunverulega þingmenn allra landsmanna. Það eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn og ýtir undir að þeir vinni að framfaramálum fyrir landið allt. Heildin á að vera það sem þingmenn hafa hugann við. Misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin er saga fortíðar. Saga sem dregur taum sérhagsmuna en ekki hagsmuna heildarinnar. Atlaga að landsbyggðinni? Ef önnur grundvallarréttindi í lýðræðissamfélagi eins og tjáningarfrelsið, rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar, trúfrelsi eða önnur sambærileg réttindi væru vegin ójafnt eftir því hvar fólk byggi á landinu efumst við um að það yrði látið kyrrt liggja. Við þykjumst reyndar vita að því yrði mótmælt hástöfum. En hvers vegna er látið líðast að atkvæði, aðgöngumiði hvers og eins að lýðræðinu, vegi ekki jafnt? Ef svarið er að misvægi atkvæða sé í raun uppbót fyrir landsbyggðina, vegna ójafns aðgengis landsbyggðar að stjórnsýslu og þjónustu samanborið við íbúa suðvesturhornsins, þá er okkar svar við því einfalt; fjöldi þingmanna í kjördæmi hefur ekkert með framgang mála er varða kjördæmið að gera. Við í þingflokki Viðreisnar höfum allt kjörtímabilið litið svo á að þrátt fyrir að við séum kjörin í kjördæmum suðvesturhornsins, vegna núverandi kjördæmakerfis, þá látum við okkur málefni landsins alls okkur varða óháð kjördæmum. Það eru hins vegar rótgrónu íhaldsflokkarnir sem hafa ítrekað staðið í vegi fyrir því að við getum tekið þátt í fundum kjördæmanna til dæmis í kjördæmavikum með sveitarfélögum. Þetta er dæmi um úreltan hugsanagang. Í gegnum þingið fara í hverri viku rík hagsmunamál fyrir landsbyggðarkjördæmin en það er ekki hægt að greina mun á atkvæðum þingmanna eftir því hvaðan þeir koma. Mun heldur má greina mun eftir því fyrir hvaða flokk þeir sitja. Það er skylda okkar allra að rýna og taka afstöðu til hagsmunamála byggða landsins. Við trúum því að meta eigi öll mál eftir þeim eina mælikvarða hvort þau leiði til betra samfélags fyrir okkur öll. Þjónar núverandi kerfi hagsmunum landsbyggðar? Þeir sem standa vörð um núverandi fyrirkomulag hljóta að þurfa að svara þeirri einföldu spurningu hvort núverandi fyrirkomulag um misvægi atkvæða þjóni hagsmunum okkar allra, óháð búsetu. Eru landsbyggðarkjördæmin betur sett en ella vegna þessa fyrirkomulags. Eru samgöngumál, virkjanakostir í rammaáætlun, fiskeldismál, byggðamál, velferðarmál, landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, raforkumál, innviðamál og atvinnumál í góðu horfi? Hefur núverandi kerfi skilað skjótari afgreiðslu mála og auknu aðgengi íbúa svæðanna að stjórnsýslunni og skilningi á vandamálum svæðanna? Hefur meira vægi atkvæða skilað raunverulegum árangri? Svarið við öllu þessu er nei. Gæti hugsast að kjördæmakerfið eins og það er uppbyggt í dag standi einmitt í vegi fyrir framgangi ýmissa framfaramála? Viðheldur það mögulega kyrrstöðu og sérhagsmunum? Hvernig væri veruleikinn ef landið væri eitt kjördæmi og atkvæðavægi jafnt? Gæti verið að slíkt myndi auka á samstöðu og skilning á málefnum hvers landshluta, flýta fyrir afgreiðslu mála og auka á fjölbreytileika á Alþingi? Myndi slíkt kerfi mögulega koma í veg fyrir kjördæmapot og hrossakaup? Um það erum við sannfærð. Mannréttindamál ekki byggðamál Vægi atkvæða er jafnréttis- og mannréttindamál en ekki byggðamál. Hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgar eru samofnir enda erum við eitt samfélag. Aðgengi landsbyggðar að stjórnsýslu og þjónustu leiðréttist ekki með því að skerða rétt kjósenda í þéttbýlum kjördæmum. Það er röng nálgun. Betra jafnvægi næst með því að taka stærri og djarfari skref í þá átt að auka á sjálfstæði sveitarfélaga til að ráða meiru um sitt nærumhverfi. Að fela íbúum þeirra svæða að taka í auknum mæli beinar ákvarðanir um eigin hagsmuni. Viðreisn mun samhliða frumvarpi um jafnt atkvæðavægi halda áfram að beita sér fyrir eflingu landsbyggðar og nýrra tækifæra. Það eru gríðarlega mikilvæg verkefni framundan í byggðamálum, svo sem að færa vald til ákvarðanatöku nær fólkinu með eflingu sveitarstjórnarstigsins, að nýta tæknina til að gera fjarvinnu á vegum hins opinbera mögulega um allt land og tryggja að arðurinn af sjávarútvegsauðlindinni sé nýttur til uppbyggingar í heimabyggð. Þessi mikilvægu mál og fjölmörg fleiri munu ekki vinnast með því að viðhalda misskiptingu í kosningakerfinu okkar. Við byggjum ekki réttlátt og samheldið samfélag á þann hátt. Það byggist upp með samstöðu, samvinnu og skilningi á mismunandi þörfum ólíkra svæða. Ekki með misrétti heldur jöfnum tækifærum. Þess vegna viljum við jafna atkvæðisréttinn og lögðum fram frumvarp þess efnis á Alþingi í vikunni. Einn einstaklingur - eitt atkvæði er sjálfsögð og réttlát krafa í okkar lýðræðissamfélagi. Þingflokkur Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson Jón Steindór Valdimarsson Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun