Bara Guðjohnsen feðgarnir og Kári Árna voru eldri en Birkir Már Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 09:30 Arnór Guðjohnsen, Birkir Már Sævarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru þrír af fjórum elstu markaskorurum íslenska landsliðsins frá upphafi. Samsett Það styttist í 36 ára afmælisdaginn hans Birkis Más Sævarssonar en Vindurinn sýndi það á móti toppliði heimslistans í gær að hann hefur ennþá mikið af gefa íslenska landsliðinu. Birkir Már var á skotskónum í 93. landsleiknum sínum og tók með því mikið stökk á einum lista. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands í 2-1 tapinu á móti Belgíu og náði hann þar að jafna leikinn. Romelu Lukaku tryggði Belgum hins vegar sigurinn með marki úr vítaspyrnu sem var jafnfram hans annað mark í leiknum. Birkir Már Sævarsson var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í rúm fjögur ár eða síðan hann skoraði á móti Liechtenstein 6. júní 2016. Þá var Birkir Már 31 árs, 6 mánaða og 26 daga og var fyrir leikinn í gær fjórtándi elsti markaskorari íslenska landsliðsins frá upphafi. Birkir hoppaði aftur á móti upp um tíu sæti á listanum með markinu sínu á móti Belgum í gær. Hann var 35 ára, 11 mánaða og 3 daga í gær. Klippa: Jöfnunarmark Birkis Más á móti Belgum Það eru aðeins þrír leikmenn sem hafa verið eldri þegar þeir skoruðu fyrir íslenska landsliðið en það eru feðgarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen og svo Kári Árnason. Eiður Smári Guðjohnsen sló met föður síns þegar hann skoraði sitt næstsíðasta landsliðsmark í 3-0 sigri út í Kasakstan í mars 2015. Arnór hafði sett það þegar hann skoraði í sínum síðasta landsleik í október 1997 en sá leikur var á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Metið var áður í eigu manna eins og Ríkharðs Jónssonar, Teits Þórðarsonar og Atla Eðvaldssonar. Líkt og með mörg önnur markamet íslenska landsliðsins þá átti Ríkharður Jónsson metið í margra áratugi. Eiður Smári átti síðan eftir að bæta metið um rúmt ár þegar hann skoraði í fyrrnefndum sigri á Liechtenstein rétt fyrir EM 2016 sem var um leið síðasti heimaleikur íslenska liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck. Kári Árnason komst upp í þriðja sæti listans þegar hann skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-2 jafntefli á móti heimsmeisturum Frakka 11. október 2018. Það er ljóst að Kári myndi bæta metið skori hann aftur fyrir íslenska landsliðið. Elstu markaskorarar íslenska landsliðsins frá upphafi: 1. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 8 mánaða og 22 daga (2016) 2. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 3. Kári Árnason 35 ára, 11 mánaða og 28 daga (2018) 4. Birkir Már Sævarsson 35 ára, 11 mánaða og 3 daga (2020) 5. Tryggvi Guðmundsson 33 ára, 7 mánaða og 16 daga (2008) 6. Atli Eðvaldsson 33 ára. 6 mánaða og 2 daga (1990) 7. Teitur Þórðarson 33 ára, 4 mánaða og 29 daga (1985) 8. Heiðar Helguson 33 ára, 1 mánaða og 20 daga (2010) 9. Eyjólfur Sverrisson 33 ára og 29 daga (2001) 10. Ragnar Sigurðsson 32 ára, 11 mánaða og 23 daga (2019) Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Það styttist í 36 ára afmælisdaginn hans Birkis Más Sævarssonar en Vindurinn sýndi það á móti toppliði heimslistans í gær að hann hefur ennþá mikið af gefa íslenska landsliðinu. Birkir Már var á skotskónum í 93. landsleiknum sínum og tók með því mikið stökk á einum lista. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands í 2-1 tapinu á móti Belgíu og náði hann þar að jafna leikinn. Romelu Lukaku tryggði Belgum hins vegar sigurinn með marki úr vítaspyrnu sem var jafnfram hans annað mark í leiknum. Birkir Már Sævarsson var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í rúm fjögur ár eða síðan hann skoraði á móti Liechtenstein 6. júní 2016. Þá var Birkir Már 31 árs, 6 mánaða og 26 daga og var fyrir leikinn í gær fjórtándi elsti markaskorari íslenska landsliðsins frá upphafi. Birkir hoppaði aftur á móti upp um tíu sæti á listanum með markinu sínu á móti Belgum í gær. Hann var 35 ára, 11 mánaða og 3 daga í gær. Klippa: Jöfnunarmark Birkis Más á móti Belgum Það eru aðeins þrír leikmenn sem hafa verið eldri þegar þeir skoruðu fyrir íslenska landsliðið en það eru feðgarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen og svo Kári Árnason. Eiður Smári Guðjohnsen sló met föður síns þegar hann skoraði sitt næstsíðasta landsliðsmark í 3-0 sigri út í Kasakstan í mars 2015. Arnór hafði sett það þegar hann skoraði í sínum síðasta landsleik í október 1997 en sá leikur var á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Metið var áður í eigu manna eins og Ríkharðs Jónssonar, Teits Þórðarsonar og Atla Eðvaldssonar. Líkt og með mörg önnur markamet íslenska landsliðsins þá átti Ríkharður Jónsson metið í margra áratugi. Eiður Smári átti síðan eftir að bæta metið um rúmt ár þegar hann skoraði í fyrrnefndum sigri á Liechtenstein rétt fyrir EM 2016 sem var um leið síðasti heimaleikur íslenska liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck. Kári Árnason komst upp í þriðja sæti listans þegar hann skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-2 jafntefli á móti heimsmeisturum Frakka 11. október 2018. Það er ljóst að Kári myndi bæta metið skori hann aftur fyrir íslenska landsliðið. Elstu markaskorarar íslenska landsliðsins frá upphafi: 1. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 8 mánaða og 22 daga (2016) 2. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 3. Kári Árnason 35 ára, 11 mánaða og 28 daga (2018) 4. Birkir Már Sævarsson 35 ára, 11 mánaða og 3 daga (2020) 5. Tryggvi Guðmundsson 33 ára, 7 mánaða og 16 daga (2008) 6. Atli Eðvaldsson 33 ára. 6 mánaða og 2 daga (1990) 7. Teitur Þórðarson 33 ára, 4 mánaða og 29 daga (1985) 8. Heiðar Helguson 33 ára, 1 mánaða og 20 daga (2010) 9. Eyjólfur Sverrisson 33 ára og 29 daga (2001) 10. Ragnar Sigurðsson 32 ára, 11 mánaða og 23 daga (2019)
Elstu markaskorarar íslenska landsliðsins frá upphafi: 1. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 8 mánaða og 22 daga (2016) 2. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 3. Kári Árnason 35 ára, 11 mánaða og 28 daga (2018) 4. Birkir Már Sævarsson 35 ára, 11 mánaða og 3 daga (2020) 5. Tryggvi Guðmundsson 33 ára, 7 mánaða og 16 daga (2008) 6. Atli Eðvaldsson 33 ára. 6 mánaða og 2 daga (1990) 7. Teitur Þórðarson 33 ára, 4 mánaða og 29 daga (1985) 8. Heiðar Helguson 33 ára, 1 mánaða og 20 daga (2010) 9. Eyjólfur Sverrisson 33 ára og 29 daga (2001) 10. Ragnar Sigurðsson 32 ára, 11 mánaða og 23 daga (2019)
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira