Borgin sýknuð af kröfu kennara sem vildi ekki hætta vegna aldurs Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2020 18:58 Kennarinn starfaði við Breiðholtsskóla og óskaði eftir því að halda áfram störfum eftir sjötugt. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg var sýknuð af skaðabótakröfu grunnskólakennara sem var gert að hætta störfum vegna aldurs í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Kennarinn byggði meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings um starfslok við sjötugsaldur brytu gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Skólastjóri Breiðholtsskóla hafnaði ósk konu sem starfaði sem sérkennari um að fá að halda áfram störfum eftir sjötugt þrátt fyrir að kveðið væri á um starfslok kennara við sjötugt í kjarasamningi grunnskólakennara í maí í fyrra. Konunni var því tilkynnt um starfslok í ágúst. Konan höfðaði þá mál og krafðist aðallega að ákvörðunin um starfslok hennar yrði ógilt. Héraðsdómur vísaði þeirri kröfu frá í apríl og ákvað konan að una úrskurðinum. Hún krafðist þess áfram að skaðabótaskylda borgarinnar gagnvart henni vegna tjóns sem leiddi af uppsögninni yrði viðurkennd. Vildi hún að borgin greiddi henni eina og hálfa milljón krónur. Reisti kennarinn mál sitt meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara um að starfsmenn láti af starfi þegar þeir eru fullra 70 ára að aldri væri ólögmætt. Það bryti gegn æðri réttindum konunnar sem væru tryggð í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvörðunin um að segja henni upp störfum væri inngrip í eignarrétt og atvinnufrelsi hennar. Á þau rök féllst héraðsdómur ekki. Ekki væri hægt að líta fram hjá dómaframkvæmd Hæstaréttar um að lagaákvæði um hámarksaldur feli ekki í sér brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar eða jafnræðisreglu. Stéttarfélag kennarans hafi samið um ákvæðið í umboði félagsmanna sinna og hafi til þess stjórnarskrárverndaðan rétt. Kennarinn hafi ekki gert ágreining um að kjarasamningurinn skyldi gilda um starfskjör hennar og þar sem hún skrifaði undir ráðningarsamning hafi hann ekki átt réttmætar væntingar um lengri starfsaldur. Sýknaði dómurinn því Reykjavíkurborg af kröfu konunnar um greiðslu miskabóta og viðurkenningu á bótaskyldu. Ákveðið var að fella niður málskostnað í ljósi atvika málsins, sérstaklega þar sem í því hafi reynt á lagareglur sem ekki hafi áður reynt á fyrir íslenskum dómstólum. Dómsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Reykjavíkurborg var sýknuð af skaðabótakröfu grunnskólakennara sem var gert að hætta störfum vegna aldurs í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Kennarinn byggði meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings um starfslok við sjötugsaldur brytu gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Skólastjóri Breiðholtsskóla hafnaði ósk konu sem starfaði sem sérkennari um að fá að halda áfram störfum eftir sjötugt þrátt fyrir að kveðið væri á um starfslok kennara við sjötugt í kjarasamningi grunnskólakennara í maí í fyrra. Konunni var því tilkynnt um starfslok í ágúst. Konan höfðaði þá mál og krafðist aðallega að ákvörðunin um starfslok hennar yrði ógilt. Héraðsdómur vísaði þeirri kröfu frá í apríl og ákvað konan að una úrskurðinum. Hún krafðist þess áfram að skaðabótaskylda borgarinnar gagnvart henni vegna tjóns sem leiddi af uppsögninni yrði viðurkennd. Vildi hún að borgin greiddi henni eina og hálfa milljón krónur. Reisti kennarinn mál sitt meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara um að starfsmenn láti af starfi þegar þeir eru fullra 70 ára að aldri væri ólögmætt. Það bryti gegn æðri réttindum konunnar sem væru tryggð í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvörðunin um að segja henni upp störfum væri inngrip í eignarrétt og atvinnufrelsi hennar. Á þau rök féllst héraðsdómur ekki. Ekki væri hægt að líta fram hjá dómaframkvæmd Hæstaréttar um að lagaákvæði um hámarksaldur feli ekki í sér brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar eða jafnræðisreglu. Stéttarfélag kennarans hafi samið um ákvæðið í umboði félagsmanna sinna og hafi til þess stjórnarskrárverndaðan rétt. Kennarinn hafi ekki gert ágreining um að kjarasamningurinn skyldi gilda um starfskjör hennar og þar sem hún skrifaði undir ráðningarsamning hafi hann ekki átt réttmætar væntingar um lengri starfsaldur. Sýknaði dómurinn því Reykjavíkurborg af kröfu konunnar um greiðslu miskabóta og viðurkenningu á bótaskyldu. Ákveðið var að fella niður málskostnað í ljósi atvika málsins, sérstaklega þar sem í því hafi reynt á lagareglur sem ekki hafi áður reynt á fyrir íslenskum dómstólum.
Dómsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira