Trump sneri aftur eftir Covid-19 og hélt fjölmennan kosningafund í Flórída Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 07:18 Donald Trump á kosningafundinum í gær. Eins og sést á myndinni voru ekki margir stuðningsmanna hans með grímur. Getty/Joe Raedle Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti á kosningafund í Flórída í gær, tæpum tveimur vikum eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ellefu dagar eru síðan forsetinn greindist með veiruna. Hann var lagður inn á spítala daginn eftir þar sem hann dvaldi í þrjár nætur. Síðastliðinn sunnudag sagði Sean Conley, læknir Trumps, hann ekki vera smitandi og í gær tilkynnti hann að forsetinn hefði greinst neikvæður fyrir veirunni nokkra daga í röð. Hann nefndi þó engar tilteknar dagsetningar í því samhengi. Þúsundir komu saman á kosningafundi Trumps í gær sem haldinn var utandyra í borginni Sanford. Margir þeirra voru ekki með grímur. „Ég labba inn og kyssi alla“ Á meðal þess sem Trump státaði sig af í ræðu sinni á fundinum var vöxtur hlutabréfamarkaðarins og að hafa komið tveimur dómurum í Hæstarétt Bandaríkjanna, auk þess sem þriðji dómarinn væri á leiðinni, Amy Coney Barrett. Þá setti forsetinn spurningamerki við skarpskyggni Joe Biden, frambjóðanda Demókrata. watch on YouTube Þá ræddi Trump einnig Covid-19 og bata sinn. „Þeir segja að ég sé ónæmur. Mér líður eins og ég sé svo kraftmikill. Ég labba inn og kyssi alla. Ég kyssi strákana og fallegu konurnar, ég smelli á þig stórum, feitum kossi,“ sagði forsetinn meðal annars. Fundurinn var sá fyrsti af fjórum sem forsetinn hyggst halda á næstu fjórum dögum í ríkjum þar sem baráttan um forsetaembættið er hvað hörðust á milli hans og Biden. Engin tilviljun að koma til baka í Flórída Aðeins þrjár vikur eru nú til kjördags. Samkvæmt könnunum er Biden með tíu prósentustiga forskot á landsvísu en munurinn er minni í nokkrum lykilríkjum, til dæmis Flórída, þar sem Biden leiðir með 3,7 prósentustigum samkvæmt meðaltali sem Real Clear Politics hafa reiknað út. Að því er segir í frétt BBC um málið er það engin tilviljun að Trump velji Flórída til þess að koma aftur í kosningabaráttuna eftir kórónuveirusmitið. Hann vill og þarf að vinna Flórída í kosningunum en hann vann nauman sigur þar árið 2016. Ríkið er eitt af hinum svokölluðu „sveifluríkjum“ (e. swing states), það er ríkjum sem Demókratar og Repúblikanar hafa skipst á að vinna í gegnum tíðina. Ríkið er sögulega talið mjög mikilvægt enda hefur það aðeins gerst ellefu sinnum í 42 forsetakosningum í sögu Bandaríkjanna sá sem sigrar kjörið í Flórída nær ekki kjöri sem Bandaríkjaforseti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti á kosningafund í Flórída í gær, tæpum tveimur vikum eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ellefu dagar eru síðan forsetinn greindist með veiruna. Hann var lagður inn á spítala daginn eftir þar sem hann dvaldi í þrjár nætur. Síðastliðinn sunnudag sagði Sean Conley, læknir Trumps, hann ekki vera smitandi og í gær tilkynnti hann að forsetinn hefði greinst neikvæður fyrir veirunni nokkra daga í röð. Hann nefndi þó engar tilteknar dagsetningar í því samhengi. Þúsundir komu saman á kosningafundi Trumps í gær sem haldinn var utandyra í borginni Sanford. Margir þeirra voru ekki með grímur. „Ég labba inn og kyssi alla“ Á meðal þess sem Trump státaði sig af í ræðu sinni á fundinum var vöxtur hlutabréfamarkaðarins og að hafa komið tveimur dómurum í Hæstarétt Bandaríkjanna, auk þess sem þriðji dómarinn væri á leiðinni, Amy Coney Barrett. Þá setti forsetinn spurningamerki við skarpskyggni Joe Biden, frambjóðanda Demókrata. watch on YouTube Þá ræddi Trump einnig Covid-19 og bata sinn. „Þeir segja að ég sé ónæmur. Mér líður eins og ég sé svo kraftmikill. Ég labba inn og kyssi alla. Ég kyssi strákana og fallegu konurnar, ég smelli á þig stórum, feitum kossi,“ sagði forsetinn meðal annars. Fundurinn var sá fyrsti af fjórum sem forsetinn hyggst halda á næstu fjórum dögum í ríkjum þar sem baráttan um forsetaembættið er hvað hörðust á milli hans og Biden. Engin tilviljun að koma til baka í Flórída Aðeins þrjár vikur eru nú til kjördags. Samkvæmt könnunum er Biden með tíu prósentustiga forskot á landsvísu en munurinn er minni í nokkrum lykilríkjum, til dæmis Flórída, þar sem Biden leiðir með 3,7 prósentustigum samkvæmt meðaltali sem Real Clear Politics hafa reiknað út. Að því er segir í frétt BBC um málið er það engin tilviljun að Trump velji Flórída til þess að koma aftur í kosningabaráttuna eftir kórónuveirusmitið. Hann vill og þarf að vinna Flórída í kosningunum en hann vann nauman sigur þar árið 2016. Ríkið er eitt af hinum svokölluðu „sveifluríkjum“ (e. swing states), það er ríkjum sem Demókratar og Repúblikanar hafa skipst á að vinna í gegnum tíðina. Ríkið er sögulega talið mjög mikilvægt enda hefur það aðeins gerst ellefu sinnum í 42 forsetakosningum í sögu Bandaríkjanna sá sem sigrar kjörið í Flórída nær ekki kjöri sem Bandaríkjaforseti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira