Uppsagnir á Þingvöllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2020 19:36 Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir aðgerðirnar sárar en nauðsynlegar. Vísir/Egill Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. Algjört tekjufall hefur orðið í rekstri þjóðgarðarins í kórónuveirufaraldrinum. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Einar Ásgeir Sæmundsson þjóðgarðsvörður segir um algjört neyðarviðbragð að ræða. Starfsfólkið sé á uppsagnarfresti út janúar og verði efst á lista þegar birta fer til og ráða þarf starfsfólk á ný. „Okkar tekjugrunnur og módel undanfarin ár hefur byggst upp á sértekjum, sem er óvenjulegt hjá stofnunum í ríkiskerfinu.“ Ferðamenn á leið í Silfru í sumar. Vísir/Vilhelm Þjóðgarðurinn fái fast um 127 milljónir króna á fjárlögum. Aukinn ferðamannastraumur undanfarin ár hafi skilað auknum tekjum með bílastæðagjöldum, Silfru og tjaldstæðinu. Þannig hafi verið hægt að fjölga starfsfólki til að geta boðið upp á eðlilega þjónustu á Þingvöllum. Fjöldi ferðamanna hafi verið mikill vetur sem sumar undanfarin ár. Áður en sú aukning varð hafi stór hluti starfsmanna aðeins verið ráðinn yfir sumarið. Hann hafi ekki verið lengi að átta sig á gríðarleg áhrif kórónuveirufaraldursins á reksturinn í mars og apríl. Hann hafi verið í stöðugum samskiptum við umhverfisráðuneytið um úrlausn. Skilaboðin séu skýr sem stendur, ekki fáist meira fjármagn. Það styttist í frost á fróni en ekki er von á ferðamönnum í einhverjum mæli í náinni framtíð.Vísir/Vilhelm „Við fengum smá innspýtingu á þessu ári til að geta verið í rekstri inn í þetta ár,“ segir Einar. Nú sé hann tekjulaus og þjóðgarðinum verði lokað með eitt hundrað milljónir í mínus á árinu. Hann þurfi að reka þjóðgarðinn innan þessa ramma sem honum sé markaður. Því sé ekki um annað að ræða en að fækka starfsfólki. „Við vitum að þegar ferðamenn fara að koma aftur, hvenær sem það verður, þá munum við sjá það skila sér hratt á Þingvelli,“ segir Einar. Fjölmargir skelltu sér á Þingvelli um liðna helgi. Þó ekki næstum jafn margir og á venjulegum degi í ferðamannastrauminum síðustu ár.Vísir/Vilhelm Hann reiknar með að fá fólk snemma á næsta ári í vinnu um helgar og á álagstímum. Svo verði vonandi hægt að ráða fólk aftur í apríl. Þá verði fólk í forgangi sem missi vinnuna nú. Enda standi þau sig vel í vinnu og leiðinlegt að missa þau. Fram kom í fjölmiðlum um helgina að mikill gestagangur hefði verið á Þingvöllum í blíðviðrinu. Einar segir að fólki komi aðeins um helgar þessa dagana. Ekki sé um neinn ægilegan fjölda að ræða. Þá nefnir hann aðspurður að þjóðgarðurinn verði í góðum málum þrátt fyrir færra starfsfólk, þ.e. á meðan gestakomur séu í lágmarki eins og nú er. Þingvellir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. Algjört tekjufall hefur orðið í rekstri þjóðgarðarins í kórónuveirufaraldrinum. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Einar Ásgeir Sæmundsson þjóðgarðsvörður segir um algjört neyðarviðbragð að ræða. Starfsfólkið sé á uppsagnarfresti út janúar og verði efst á lista þegar birta fer til og ráða þarf starfsfólk á ný. „Okkar tekjugrunnur og módel undanfarin ár hefur byggst upp á sértekjum, sem er óvenjulegt hjá stofnunum í ríkiskerfinu.“ Ferðamenn á leið í Silfru í sumar. Vísir/Vilhelm Þjóðgarðurinn fái fast um 127 milljónir króna á fjárlögum. Aukinn ferðamannastraumur undanfarin ár hafi skilað auknum tekjum með bílastæðagjöldum, Silfru og tjaldstæðinu. Þannig hafi verið hægt að fjölga starfsfólki til að geta boðið upp á eðlilega þjónustu á Þingvöllum. Fjöldi ferðamanna hafi verið mikill vetur sem sumar undanfarin ár. Áður en sú aukning varð hafi stór hluti starfsmanna aðeins verið ráðinn yfir sumarið. Hann hafi ekki verið lengi að átta sig á gríðarleg áhrif kórónuveirufaraldursins á reksturinn í mars og apríl. Hann hafi verið í stöðugum samskiptum við umhverfisráðuneytið um úrlausn. Skilaboðin séu skýr sem stendur, ekki fáist meira fjármagn. Það styttist í frost á fróni en ekki er von á ferðamönnum í einhverjum mæli í náinni framtíð.Vísir/Vilhelm „Við fengum smá innspýtingu á þessu ári til að geta verið í rekstri inn í þetta ár,“ segir Einar. Nú sé hann tekjulaus og þjóðgarðinum verði lokað með eitt hundrað milljónir í mínus á árinu. Hann þurfi að reka þjóðgarðinn innan þessa ramma sem honum sé markaður. Því sé ekki um annað að ræða en að fækka starfsfólki. „Við vitum að þegar ferðamenn fara að koma aftur, hvenær sem það verður, þá munum við sjá það skila sér hratt á Þingvelli,“ segir Einar. Fjölmargir skelltu sér á Þingvelli um liðna helgi. Þó ekki næstum jafn margir og á venjulegum degi í ferðamannastrauminum síðustu ár.Vísir/Vilhelm Hann reiknar með að fá fólk snemma á næsta ári í vinnu um helgar og á álagstímum. Svo verði vonandi hægt að ráða fólk aftur í apríl. Þá verði fólk í forgangi sem missi vinnuna nú. Enda standi þau sig vel í vinnu og leiðinlegt að missa þau. Fram kom í fjölmiðlum um helgina að mikill gestagangur hefði verið á Þingvöllum í blíðviðrinu. Einar segir að fólki komi aðeins um helgar þessa dagana. Ekki sé um neinn ægilegan fjölda að ræða. Þá nefnir hann aðspurður að þjóðgarðurinn verði í góðum málum þrátt fyrir færra starfsfólk, þ.e. á meðan gestakomur séu í lágmarki eins og nú er.
Þingvellir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira