Að rækta andlega heilsu Anna Elísabet Ólafsdóttir skrifar 10. október 2020 09:01 Í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum, 10. október, er ánægjulegt að segja frá því að bæjarráð Kópavogs hefur ákveðið að nýta húsið sem kvenfélagið Hringurinn byggði árið 1925, og stendur á sunnanverðu Kársnesinu, sem Lýðheilsuhús þar sem áhersla verður lögð á geðrækt. Húsið, sem hannað er af Guðjóni Samúelssyni, hefur frá upphafi tengst heilbrigðismálum, fyrst sem hressingarhæli fyrir útskrifaða berklasjúklinga. Nú er endurgerð hússins langt komin jafnt að utan sem innan og verður aðstaðan nýtt sem fræðslu- og þekkingarsetur þar sem lögð verður áhersla á námskeið, aðra fræðslu og færniþjálfun til að efla andlega heilsu og vellíðan. Húsið er staðsett á fallegum stað þar sem umhverfið er hlýlegt og gróið, sem eitt og sér hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu og býður upp á mikla möguleika úti við s.s. til núvitundaræfinga og hugræktargöngu. Starfið í húsinu mun fyrst og fremst byggja á fyrsta stigs forvarnarstarfi svo sem að vinna með kvíða, einmannaleika og gagnkvæma virðingu til að allir geti fengið að vera eins og þeir eru. Þá verður stefnt að því að vinna sérstaklega með tilfinninga- og félagsfærni en nýleg skýrsla frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef, sýnir að þennan þátt má styrkja verulega meðal íslenskra ungmenna. Fyrst í stað verður lögð áhersla á að vinna með börnum, ungmennum og ungu fólki og þeim sem vinna með börn og ungmenni. Þá verður líka litið sérstaklega til eldri borgara og fræðslu sem gæti hentað þeim. Með tilkomu þessa nýja Lýðheilsuhúss eða Geðræktarhúss verður því til vettvangur til að rækta andlega heilsu rétt eins og við höfum íþróttahús til að efla líkamlega heilsu. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er andleg vanlíðan ein helsta ástæða skertra lífsgæða í heiminum í dag. Að nota þetta merka reisulega hús, sem brátt verður 100 ára, til að fást við heilsufarsvanda nútímans er því jákvætt framlag til forvarna á sviði geðheilbrigðismála. Höfundur er sérfræðingur lýðheilsumála hjá Kópavogsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Kópavogur Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum, 10. október, er ánægjulegt að segja frá því að bæjarráð Kópavogs hefur ákveðið að nýta húsið sem kvenfélagið Hringurinn byggði árið 1925, og stendur á sunnanverðu Kársnesinu, sem Lýðheilsuhús þar sem áhersla verður lögð á geðrækt. Húsið, sem hannað er af Guðjóni Samúelssyni, hefur frá upphafi tengst heilbrigðismálum, fyrst sem hressingarhæli fyrir útskrifaða berklasjúklinga. Nú er endurgerð hússins langt komin jafnt að utan sem innan og verður aðstaðan nýtt sem fræðslu- og þekkingarsetur þar sem lögð verður áhersla á námskeið, aðra fræðslu og færniþjálfun til að efla andlega heilsu og vellíðan. Húsið er staðsett á fallegum stað þar sem umhverfið er hlýlegt og gróið, sem eitt og sér hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu og býður upp á mikla möguleika úti við s.s. til núvitundaræfinga og hugræktargöngu. Starfið í húsinu mun fyrst og fremst byggja á fyrsta stigs forvarnarstarfi svo sem að vinna með kvíða, einmannaleika og gagnkvæma virðingu til að allir geti fengið að vera eins og þeir eru. Þá verður stefnt að því að vinna sérstaklega með tilfinninga- og félagsfærni en nýleg skýrsla frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef, sýnir að þennan þátt má styrkja verulega meðal íslenskra ungmenna. Fyrst í stað verður lögð áhersla á að vinna með börnum, ungmennum og ungu fólki og þeim sem vinna með börn og ungmenni. Þá verður líka litið sérstaklega til eldri borgara og fræðslu sem gæti hentað þeim. Með tilkomu þessa nýja Lýðheilsuhúss eða Geðræktarhúss verður því til vettvangur til að rækta andlega heilsu rétt eins og við höfum íþróttahús til að efla líkamlega heilsu. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er andleg vanlíðan ein helsta ástæða skertra lífsgæða í heiminum í dag. Að nota þetta merka reisulega hús, sem brátt verður 100 ára, til að fást við heilsufarsvanda nútímans er því jákvætt framlag til forvarna á sviði geðheilbrigðismála. Höfundur er sérfræðingur lýðheilsumála hjá Kópavogsbæ.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar