Samfylkingin segir hægt að skapa allt að sjö þúsund störf Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2020 19:01 Aðgerðarpakki Samfylkingarinnar er upp á 80 milljarða og færi meðal annars í atvinnuskapandi aðgerðir. Þannig ætti nettó kostnaður ríkissjóðs að verða um 50 milljarðar. Stöð 2/Egill Samfylkingin leggur til viðbótaaðgerðir í tengslum við fjárlög næsta árs sem eiga að fjölga störfum um allt að sjö þúsund. Þá verði fyrirtæki styrkt til að ráða til sín fólk sem er á atvinnuleysisskrá. Samfylkingini kynnti í morgun tillögur í fjölmörgum liðum undir heitinu „Ábyrga leiðin" sem koma ættu til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til vegna afleiðinga kórónufaraldursins. Aðgerðirnar muni kosta 80 milljarða og skapa fimm til sjö þúsund störf. Samfylkingin vill að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Fimm milljarðar fari í grænan nýsköpunarsjóð.Stöð 2/Egill Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Þá fái þau tveggja milljón króna afslátt af tryggingagjaldi á næta ári sem komi smærri fyrirtækjum hlutfallslega best. „Í fjárlögum er gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig á næsta ári. Það er ekki boðlegt,“ segir Logi. Þegar tuttugu til þrjátíu þúsund manns séu án atvinnu. Þá verði aukin áhersla á grænar atvinnulausnir. Eru þær eitthvað meira en fyrirsögnin. Hvað er þar undir? „Þær eru meira en fyrirsögnin. Þar eru fimm milljarðar í grænan fjárfestingasjóð sem getur nýst við nýsköpun. Við að þróa áfram og efla fyrirtæki sem vilja hasla sér völl í grænni verðmætasköpun,“ segir Logi. Oddný G. Harðardóttir segir barnabætur byrja að skerðast undir lágmarkslaunum. Samfylkingin vilji að þær byrji ekki að skerðast fyrr en við meðallaun.Mynd/aðsend Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir að draga verði verulega úr skerðingum á elli- og örorkulífeyri vegna atvinnutekna og lífeyrir hækki með almennri launaþróun. Atvinnuleysisbætur og barnabætur verði hækkaðar. Viljið þið afnema skerðingar barnabóta algerlega? „Það væri gott markmið að fara sömu leið og norrænu ríkin. En við setjum okkur hóflegt markmið og miðum við að skerðingar hefjist við meðallaun.“ En þær byrja hvar í dag? „Þær byrja undir lágmarkslaunum,“ segir Oddný. Ágúst Ólafur Ágústsson segir að styrkja verði innviði hins opinbera með því að fjölga þar störfum eins og á almenna vinnumarkaðnum.Mynd/aðsend Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að styrkja innviði samfélagsins með fjölgun opinberra starfsmanna rétt eins og fjölgun starfsmanna á almenna markaðnum. „Við höfum um fjögurhundruð hjúkrunarfræðinga sem vantar í kerfið. Okkur vantar um það bil tvö hundruð lögreglumenn. Okkur vantar félagsráðgjafa, sálfræðinga og svo framvegis. Okkur vantar þessar lykilstéttir sem við erum nú þegar búin að mennta inn í kerfið,“ segir Ágúst Ólafur. Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Samfylkingin hefur kynnt fjölþættar aðgerðir upp á áttatíu milljarða meðal annars til að fjölga störfum um fimm til átta þúsund á næsta ári. 8. október 2020 11:35 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Samfylkingin leggur til viðbótaaðgerðir í tengslum við fjárlög næsta árs sem eiga að fjölga störfum um allt að sjö þúsund. Þá verði fyrirtæki styrkt til að ráða til sín fólk sem er á atvinnuleysisskrá. Samfylkingini kynnti í morgun tillögur í fjölmörgum liðum undir heitinu „Ábyrga leiðin" sem koma ættu til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til vegna afleiðinga kórónufaraldursins. Aðgerðirnar muni kosta 80 milljarða og skapa fimm til sjö þúsund störf. Samfylkingin vill að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Fimm milljarðar fari í grænan nýsköpunarsjóð.Stöð 2/Egill Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Þá fái þau tveggja milljón króna afslátt af tryggingagjaldi á næta ári sem komi smærri fyrirtækjum hlutfallslega best. „Í fjárlögum er gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig á næsta ári. Það er ekki boðlegt,“ segir Logi. Þegar tuttugu til þrjátíu þúsund manns séu án atvinnu. Þá verði aukin áhersla á grænar atvinnulausnir. Eru þær eitthvað meira en fyrirsögnin. Hvað er þar undir? „Þær eru meira en fyrirsögnin. Þar eru fimm milljarðar í grænan fjárfestingasjóð sem getur nýst við nýsköpun. Við að þróa áfram og efla fyrirtæki sem vilja hasla sér völl í grænni verðmætasköpun,“ segir Logi. Oddný G. Harðardóttir segir barnabætur byrja að skerðast undir lágmarkslaunum. Samfylkingin vilji að þær byrji ekki að skerðast fyrr en við meðallaun.Mynd/aðsend Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir að draga verði verulega úr skerðingum á elli- og örorkulífeyri vegna atvinnutekna og lífeyrir hækki með almennri launaþróun. Atvinnuleysisbætur og barnabætur verði hækkaðar. Viljið þið afnema skerðingar barnabóta algerlega? „Það væri gott markmið að fara sömu leið og norrænu ríkin. En við setjum okkur hóflegt markmið og miðum við að skerðingar hefjist við meðallaun.“ En þær byrja hvar í dag? „Þær byrja undir lágmarkslaunum,“ segir Oddný. Ágúst Ólafur Ágústsson segir að styrkja verði innviði hins opinbera með því að fjölga þar störfum eins og á almenna vinnumarkaðnum.Mynd/aðsend Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að styrkja innviði samfélagsins með fjölgun opinberra starfsmanna rétt eins og fjölgun starfsmanna á almenna markaðnum. „Við höfum um fjögurhundruð hjúkrunarfræðinga sem vantar í kerfið. Okkur vantar um það bil tvö hundruð lögreglumenn. Okkur vantar félagsráðgjafa, sálfræðinga og svo framvegis. Okkur vantar þessar lykilstéttir sem við erum nú þegar búin að mennta inn í kerfið,“ segir Ágúst Ólafur.
Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Samfylkingin hefur kynnt fjölþættar aðgerðir upp á áttatíu milljarða meðal annars til að fjölga störfum um fimm til átta þúsund á næsta ári. 8. október 2020 11:35 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Samfylkingin hefur kynnt fjölþættar aðgerðir upp á áttatíu milljarða meðal annars til að fjölga störfum um fimm til átta þúsund á næsta ári. 8. október 2020 11:35