Vesturbæingar ánægðastir með göngugötur en Grafarvogsbúar neikvæðastir Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 17:35 Frá göngugötu á Laugaveginum í sumar. Vísir/vilhelm Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. Því nær göngugötusvæðum sem fólk er búsett, því jákvæðara er það. Mest ánægja með göngugötur er meðal Vesturbæinga en Grafarvogsbúar eru neikvæðastir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg í september. 67,2% Reykvíkinga eru jákvæðir gagnvart göngugötum í ár miðað við 64,5% árið 2019 og eru því tveir af hverjum þremur borgarbúum með jákvætt viðhorf til göngugatna. Neikvæðum fækkar úr 20,3% í 16,1%. Um helmingur fólks segir göngugötusvæðið hæfilega stórt en þeim sem finnst svæðið of lítið fjölgar úr 19,3% 2019 í 23,6% í ár. Að sama skapi fækkar þeim um fjögur prósentustig sem finnst svæðið of stórt, í 24,3%. Þau sem heimsækja göngugötur í miðborginni vikulega eða oftar eru jákvæðust eða 82% og hefur fjölgað í þessum hópi frá fyrra ári. Þau sem heimsækja göngugötur 1-3 sinnum í mánuði eru einnig ánægðari en áður 76% þessa hóps er jákvæður gagnvart göngugötum í ár miðað við 68% í fyrra. Þau sem sækja göngugötur heim sjaldnar en mánaðarlega eru síst jákvæð gagnvart göngugötum eða 42%. Milli ára dregur úr neikvæðni í öllum þremur hópum um fjögur til fimm prósentustig. Mikill munur er á milli hverfa borgarinnar hvað viðhorfið varðar. Íbúar í miðborginni og hverfanna næst henni eru jákvæðastir gagnvart göngugötum en jákvæðastir eru Vesturbæingar, eða 89%. Þegar kemur að Breiðholti, Árbæ, Grafarholti og Úlfarsárdal lækkar ánægjan en neikvæðastir eru íbúar Grafarvogs. Þar eru 26% með neikvætt viðhorf til göngugatna. Könnunin var lögð fyrir Reykvíkinga í Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram á netinu dagana 8. - 17. september 2020. Svarendur voru 884 talsins, 18 ára og eldri úr öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sannfærð um að bíllinn myndi stoppa þangað til hún sá framan í ökumanninn Kona sem forðaði sér og tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötu á Laugavegi um helgina segir atvikið hafa verið erfiða lífsreynslu. 18. september 2020 07:00 Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09 Aðeins þriðjungur velur bílinn Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. 17. september 2020 15:00 Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. Því nær göngugötusvæðum sem fólk er búsett, því jákvæðara er það. Mest ánægja með göngugötur er meðal Vesturbæinga en Grafarvogsbúar eru neikvæðastir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg í september. 67,2% Reykvíkinga eru jákvæðir gagnvart göngugötum í ár miðað við 64,5% árið 2019 og eru því tveir af hverjum þremur borgarbúum með jákvætt viðhorf til göngugatna. Neikvæðum fækkar úr 20,3% í 16,1%. Um helmingur fólks segir göngugötusvæðið hæfilega stórt en þeim sem finnst svæðið of lítið fjölgar úr 19,3% 2019 í 23,6% í ár. Að sama skapi fækkar þeim um fjögur prósentustig sem finnst svæðið of stórt, í 24,3%. Þau sem heimsækja göngugötur í miðborginni vikulega eða oftar eru jákvæðust eða 82% og hefur fjölgað í þessum hópi frá fyrra ári. Þau sem heimsækja göngugötur 1-3 sinnum í mánuði eru einnig ánægðari en áður 76% þessa hóps er jákvæður gagnvart göngugötum í ár miðað við 68% í fyrra. Þau sem sækja göngugötur heim sjaldnar en mánaðarlega eru síst jákvæð gagnvart göngugötum eða 42%. Milli ára dregur úr neikvæðni í öllum þremur hópum um fjögur til fimm prósentustig. Mikill munur er á milli hverfa borgarinnar hvað viðhorfið varðar. Íbúar í miðborginni og hverfanna næst henni eru jákvæðastir gagnvart göngugötum en jákvæðastir eru Vesturbæingar, eða 89%. Þegar kemur að Breiðholti, Árbæ, Grafarholti og Úlfarsárdal lækkar ánægjan en neikvæðastir eru íbúar Grafarvogs. Þar eru 26% með neikvætt viðhorf til göngugatna. Könnunin var lögð fyrir Reykvíkinga í Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram á netinu dagana 8. - 17. september 2020. Svarendur voru 884 talsins, 18 ára og eldri úr öllum hverfum Reykjavíkurborgar.
Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sannfærð um að bíllinn myndi stoppa þangað til hún sá framan í ökumanninn Kona sem forðaði sér og tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötu á Laugavegi um helgina segir atvikið hafa verið erfiða lífsreynslu. 18. september 2020 07:00 Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09 Aðeins þriðjungur velur bílinn Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. 17. september 2020 15:00 Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Sannfærð um að bíllinn myndi stoppa þangað til hún sá framan í ökumanninn Kona sem forðaði sér og tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötu á Laugavegi um helgina segir atvikið hafa verið erfiða lífsreynslu. 18. september 2020 07:00
Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09
Aðeins þriðjungur velur bílinn Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. 17. september 2020 15:00
Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35