Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2020 12:33 Fylkiskonur mæta KR í kvöld í Reykjavíkurslag, þvert á tillögu sóttvarnalæknis. vísir/Bára Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss á höfuðborgarsvæðinu líkt og annars staðar. Í reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í morgun eru sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu hertar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu yrði frestað um tvær vikur. Í reglugerðinni eru hins vegar íþróttir utandyra heimilaðar, með allt að 20 áhorfendum í hverju rými. Þess vegna verður spilaður fótbolti á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, meðal annars Reykjavíkurslagur Fylkis og KR í Pepsi Max-deild kvenna. „Ekki til þess fallið að efla samstöðu þjóðar“ Hanna Katrín segir, í umræðum um störf þingsins í morgun, að reglurnar séu greinilega settar til að leyfa fótbolta en ekki aðrar íþróttagreinar: „Munurinn er sagður vera sá að fótbolti sé stundaðar utan dyra og aðrar íþróttagreinar innan dyra, samt er sundið bannað og þannig mætti lengi telja. Þetta er ekki til þess fallið að efla samstöðu þjóðar sem fyrst og fremst þarf á samstöðu að halda til að komast í gegnum þetta. Ég verð að segja að ég bíð spennt eftir því hvernig heilbrigðisráðuneytið mun bregðast við tillögum frá íþróttahreyfingum sem alla jafna hafa sinnt sinni íþrótt innan dyra en eru nú að bjóðast til að vera utan dyra,“ segir Hanna Katrín, sem sjálf er fyrrverandi handboltakona. Hanna Katrín Friðriksson fylgist vel með í íþróttaheiminum enda sjálf fyrrverandi íþróttafréttamaður.vísir/vilhelm „Það verður að vera eitthvert „system i galskabet“ í stað handahófskenndra ákvarðana þegar þær varða jafnframt mikla hagsmuni jafnmargra. Við verðum að treysta því að heilbrigðisyfirvöld hafi einhverja reglu á hlutunum en hlaupi ekki bara á eftir þeim sem kalla hæst hverju sinni.“ Segir valda tortryggni að ólíkar reglur gildi fyrir ólík landsvæði Handknattleikssambandið og körfuknattleikssambandið bíða frekari skýringa frá stjórnvöldum um hvað megi og hvað megi ekki, varðandi æfingar liða. Vonast er til að þær berist síðar í dag. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, tekur undir með Hönnu Katrínu en gagnrýnir að reglurnar skuli ekki gilda um allt landið. Nú geti til að mynda íþróttamaður búsettur á höfuðborgarsvæðinu æft með liði í Keflavík eða Borgarnesi. Helga Vala Helgadóttir gagnrýnir að ekki gildi sömu reglur um allt land.vísir/vilhelm „Óreiða í upplýsingum er algjört lykilmein þegar kemur að samstöðu þjóðarinnar og samstaðan skiptir öllu máli. Það að ólíkar reglur gildi fyrir ólík landsvæði, eða eins og hv. þm. Hanna Katrín Friðriksson sagði áðan, ólíkar íþróttagreinar, veldur tortryggni gagnvart þeim ráðstöfunum og þeim aðgerðum sem verið er að grípa til,“ segir Helga Vala og bætir við: Láti skynsemina taka yfir en ekki póstnúmer „Um helgina bárust fregnir um að líkamsræktarstöðvum um allt land yrði lokað vegna faraldursins og risu þá líkamsræktarfrömuðir á Akureyri upp og sögðu: En hér er ekkert smit. Er ekki hægt að loka stöðvunum á höfuðborgarsvæðinu? Nei, segir þríeykið, af því að við viljum reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smits um allt land. Það dugar lítt að loka bara hér og fá svo smitið aftur í fangið. Íþróttafélögin í dag eru einnig hugsi yfir þeim skilaboðum sem borist hafa því að nú má ekki leika innanhússíþróttir á höfuðborgarsvæðinu en þeir sem stunda sömu íþróttagreinar í Keflavík, í Borgarnesi, Njarðvík, Grindavík. mega stunda áfram sínar íþróttir, algerlega óháð því hvar íþróttafólkið býr sem spilar með umræddum félögum. Þetta fær mig til að verða aðeins hugsi um það hvort við séum aftur að lenda í upplýsingaóreiðu eða regluóreiðu og ég held að stjórnvöld verði að grípa þarna inn í og láta skynsemina taka yfir en ekki póstnúmer.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Fótbolti Handbolti Körfubolti Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi verði frestað þrátt fyrir reglugerð ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar. 7. október 2020 12:27 Fótboltinn heldur áfram að rúlla en íþróttir innandyra ekki heimilaðar Íþróttir utandyra verða áfram heimilaðar þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en tillögurnar taka gildi á morgun, sjöunda október. 6. október 2020 21:26 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss á höfuðborgarsvæðinu líkt og annars staðar. Í reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í morgun eru sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu hertar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu yrði frestað um tvær vikur. Í reglugerðinni eru hins vegar íþróttir utandyra heimilaðar, með allt að 20 áhorfendum í hverju rými. Þess vegna verður spilaður fótbolti á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, meðal annars Reykjavíkurslagur Fylkis og KR í Pepsi Max-deild kvenna. „Ekki til þess fallið að efla samstöðu þjóðar“ Hanna Katrín segir, í umræðum um störf þingsins í morgun, að reglurnar séu greinilega settar til að leyfa fótbolta en ekki aðrar íþróttagreinar: „Munurinn er sagður vera sá að fótbolti sé stundaðar utan dyra og aðrar íþróttagreinar innan dyra, samt er sundið bannað og þannig mætti lengi telja. Þetta er ekki til þess fallið að efla samstöðu þjóðar sem fyrst og fremst þarf á samstöðu að halda til að komast í gegnum þetta. Ég verð að segja að ég bíð spennt eftir því hvernig heilbrigðisráðuneytið mun bregðast við tillögum frá íþróttahreyfingum sem alla jafna hafa sinnt sinni íþrótt innan dyra en eru nú að bjóðast til að vera utan dyra,“ segir Hanna Katrín, sem sjálf er fyrrverandi handboltakona. Hanna Katrín Friðriksson fylgist vel með í íþróttaheiminum enda sjálf fyrrverandi íþróttafréttamaður.vísir/vilhelm „Það verður að vera eitthvert „system i galskabet“ í stað handahófskenndra ákvarðana þegar þær varða jafnframt mikla hagsmuni jafnmargra. Við verðum að treysta því að heilbrigðisyfirvöld hafi einhverja reglu á hlutunum en hlaupi ekki bara á eftir þeim sem kalla hæst hverju sinni.“ Segir valda tortryggni að ólíkar reglur gildi fyrir ólík landsvæði Handknattleikssambandið og körfuknattleikssambandið bíða frekari skýringa frá stjórnvöldum um hvað megi og hvað megi ekki, varðandi æfingar liða. Vonast er til að þær berist síðar í dag. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, tekur undir með Hönnu Katrínu en gagnrýnir að reglurnar skuli ekki gilda um allt landið. Nú geti til að mynda íþróttamaður búsettur á höfuðborgarsvæðinu æft með liði í Keflavík eða Borgarnesi. Helga Vala Helgadóttir gagnrýnir að ekki gildi sömu reglur um allt land.vísir/vilhelm „Óreiða í upplýsingum er algjört lykilmein þegar kemur að samstöðu þjóðarinnar og samstaðan skiptir öllu máli. Það að ólíkar reglur gildi fyrir ólík landsvæði, eða eins og hv. þm. Hanna Katrín Friðriksson sagði áðan, ólíkar íþróttagreinar, veldur tortryggni gagnvart þeim ráðstöfunum og þeim aðgerðum sem verið er að grípa til,“ segir Helga Vala og bætir við: Láti skynsemina taka yfir en ekki póstnúmer „Um helgina bárust fregnir um að líkamsræktarstöðvum um allt land yrði lokað vegna faraldursins og risu þá líkamsræktarfrömuðir á Akureyri upp og sögðu: En hér er ekkert smit. Er ekki hægt að loka stöðvunum á höfuðborgarsvæðinu? Nei, segir þríeykið, af því að við viljum reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smits um allt land. Það dugar lítt að loka bara hér og fá svo smitið aftur í fangið. Íþróttafélögin í dag eru einnig hugsi yfir þeim skilaboðum sem borist hafa því að nú má ekki leika innanhússíþróttir á höfuðborgarsvæðinu en þeir sem stunda sömu íþróttagreinar í Keflavík, í Borgarnesi, Njarðvík, Grindavík. mega stunda áfram sínar íþróttir, algerlega óháð því hvar íþróttafólkið býr sem spilar með umræddum félögum. Þetta fær mig til að verða aðeins hugsi um það hvort við séum aftur að lenda í upplýsingaóreiðu eða regluóreiðu og ég held að stjórnvöld verði að grípa þarna inn í og láta skynsemina taka yfir en ekki póstnúmer.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Fótbolti Handbolti Körfubolti Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi verði frestað þrátt fyrir reglugerð ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar. 7. október 2020 12:27 Fótboltinn heldur áfram að rúlla en íþróttir innandyra ekki heimilaðar Íþróttir utandyra verða áfram heimilaðar þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en tillögurnar taka gildi á morgun, sjöunda október. 6. október 2020 21:26 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Sjá meira
Mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi verði frestað þrátt fyrir reglugerð ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar. 7. október 2020 12:27
Fótboltinn heldur áfram að rúlla en íþróttir innandyra ekki heimilaðar Íþróttir utandyra verða áfram heimilaðar þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en tillögurnar taka gildi á morgun, sjöunda október. 6. október 2020 21:26
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum