Reyndi að kasta stuðaranum sínum í andstæðing í miðri keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 09:31 Luca Corberi fór langt með að eyðileggja feril sinn með framkomu sinni um helgina. Skjámynd/Youtube Ítalski ökugarpurinn Luca Corberi er væntanlega á leiðinni í mjög langt bann eftir hneykslanlega framkomu sína í kappakstri á Ítalíu í gær. Luca Corberi var að keppa í FIA KZ heimsmeistaramótinu í körtuakstri en hafði þurft að hætta keppni eftir að hafa lent í árekstri við annan ökumann. Incredible scenes as Luca Corberi throws his bumper at a competitor during the FIA Karting World Championship! Should be a banned for life.https://t.co/CaTRsw4KXy— SPORTbible (@sportbible) October 4, 2020 Corberi þótti greinilega á sér brotið en sá sem keyrði utan í hann gat haldið áfram keppni á meðan hann sjálfur var úr leik. Corberi var alveg brjálaður og hugsaði greinilega ekki skýrt. Því miður komst enginn að honum nægilega snemma til að fá hann til að hætta við fíflaskap sinn. Corberi skapaði nefnilega stórhættu með því að reyna að kasta stuðaranum á ökukerru sinni í annan keppenda um leið og sá hinn sami keyrði framhjá honum. Corberi beið þolinmóður með stuðarann sinn í hendi þar til að umræddur ökumaður keyrði framhjá honum. Hann kastaði þá stuðaranum inn á brautina en margir bílar voru þá að keyra framhjá á sama tíma. Ítalinn skapaði með þessu stórhættu. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Karting driver Luca Corberi got mad at a race and then this happened. Should be a ban for life. pic.twitter.com/ofVoSif6fJ— F1 Feeder Series (@F1FeederSeries1) October 4, 2020 Luca Corberi var ekki hættur því hann réðst síðan á sama ökumann eftir keppnina og úr urðu talsverð slagsmál á þjónustu- og viðgerðarsvæðinu við kappakstursbrautina. Luca Corberi er 23 ára gamall en það er erfitt að sjá hann eiga einhverja framtíð í kappakstri eftir þessa framgöngu sína. Hann er væntanlega á leiðinni í mjög langt bann og mögulega ævilangt bann. Hér fyrir neðan má sjá slagsmálin. Karter Luca Corberi continues to vent his anger after the kart race. Somebody arrest this guy. (via @EstagiariodaF1) pic.twitter.com/R9Kuk2VI4G— F1 Feeder Series (@F1FeederSeries1) October 4, 2020 Akstursíþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Sjá meira
Ítalski ökugarpurinn Luca Corberi er væntanlega á leiðinni í mjög langt bann eftir hneykslanlega framkomu sína í kappakstri á Ítalíu í gær. Luca Corberi var að keppa í FIA KZ heimsmeistaramótinu í körtuakstri en hafði þurft að hætta keppni eftir að hafa lent í árekstri við annan ökumann. Incredible scenes as Luca Corberi throws his bumper at a competitor during the FIA Karting World Championship! Should be a banned for life.https://t.co/CaTRsw4KXy— SPORTbible (@sportbible) October 4, 2020 Corberi þótti greinilega á sér brotið en sá sem keyrði utan í hann gat haldið áfram keppni á meðan hann sjálfur var úr leik. Corberi var alveg brjálaður og hugsaði greinilega ekki skýrt. Því miður komst enginn að honum nægilega snemma til að fá hann til að hætta við fíflaskap sinn. Corberi skapaði nefnilega stórhættu með því að reyna að kasta stuðaranum á ökukerru sinni í annan keppenda um leið og sá hinn sami keyrði framhjá honum. Corberi beið þolinmóður með stuðarann sinn í hendi þar til að umræddur ökumaður keyrði framhjá honum. Hann kastaði þá stuðaranum inn á brautina en margir bílar voru þá að keyra framhjá á sama tíma. Ítalinn skapaði með þessu stórhættu. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Karting driver Luca Corberi got mad at a race and then this happened. Should be a ban for life. pic.twitter.com/ofVoSif6fJ— F1 Feeder Series (@F1FeederSeries1) October 4, 2020 Luca Corberi var ekki hættur því hann réðst síðan á sama ökumann eftir keppnina og úr urðu talsverð slagsmál á þjónustu- og viðgerðarsvæðinu við kappakstursbrautina. Luca Corberi er 23 ára gamall en það er erfitt að sjá hann eiga einhverja framtíð í kappakstri eftir þessa framgöngu sína. Hann er væntanlega á leiðinni í mjög langt bann og mögulega ævilangt bann. Hér fyrir neðan má sjá slagsmálin. Karter Luca Corberi continues to vent his anger after the kart race. Somebody arrest this guy. (via @EstagiariodaF1) pic.twitter.com/R9Kuk2VI4G— F1 Feeder Series (@F1FeederSeries1) October 4, 2020
Akstursíþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Sjá meira