Englandsmeistarar Liverpool gætu lent í mjög erfiðum riðli í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 09:30 Brasilíumennirnir Fabinho, Roberto Firmino og Alisson Becker hjá Liverpool leggjast kannski á bæn fyrir dráttinn í dag. Getty/Laurence Griffiths Það verður mikil spenna í loftinu í dag þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í fótbolta. Meistaradeildin í fótbolta fer seinna að stað en venjulega vegna kórónuveirunnar en í dag er komið að því að draga í riðla í keppninni 2020-21. Drátturinn fer fram í RTS Studios í Genf í Sviss klukkan 17.00 að staðartíma eða klukkan 15.00 að íslenskum tíma. 32 lið eru komin áfram í riðlakeppnina og verða þau dregin í átta fjögurra liða riðla. Það er búið að skipta liðunum í fjóra styrkleikaflokka og mun eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki fara í hvern riðil. Þar sem að styrkleikaflokkarnir eru klárir þá er hægt að fara að velta því fyrir sér hvernig besti og versti drátturinn getur orðið fyrir hvert lið. Hér fyrir neðan má sjá hvernig martraðarriðlar ensku liðanna gætu litið út en SPORTbible lék sér að því að setja þessa mögulegu krefjandi riðla þeirra saman. Manchester United Liverpool Chelseahttps://t.co/EvZriu8gsS— SPORTbible (@sportbible) October 1, 2020 Liverpool er í fyrsta styrkleikaflokki á meðan hin ensku liðin eru öll í öðrum styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Þrátt fyrir að vera í fyrsta styrkleikaflokki og losna við að lenda á móti liðum eins og Bayern München, Real Madrid og Paris Saint Germain þá getur Liverpool engu að síður lent í mjög erfiðum riðli. Í matraðarriðli Liverool eru væntanlega Barcelona, Internazionale og Borussia Monchengladbach. Léttasti riðill Liverpool gæti á móti mögulega verið Shakhtar Donetsk, Red Bull Salzburg og Midtjylland. Martraðarriðlar hinna þriggja ensku liðanna í Meistaradeildinni, Manchester City, Manchester United og Chelsea eru allir svipaðir. Það væri að lenda með Bayern München, ítölsku félögunum Internazionale eða Atalanta og loks Marseille úr síðasta styrkleikaflokknum. Þau vonast líklega til að lenda með Porto úr fyrsta styrkleikaflokknum því það er ekki eins langt ferðalag og til Rússlands ef liðið lendir í riðli með Zenit frá Sankti Pétursborg. It's the Group Stage #UCLdraw tomorrow! The 32 clubs are set https://t.co/rTDrrQCzue— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 30, 2020 Hér fyrir neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag. Styrkleikaflokkar fyrir riðladrátt Meistaradeildarinnar 2020-21: Fyrsti styrkleikaflokkur: Bayern München frá Þýskalandi Sevilla frá Spáni Real Madrid frá Spáni Liverpool frá Englandi Juventus frá Ítalíu Paris Saint-Germain frá Frakklandi Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi Porto frá Portúgal Annar styrkleikaflokkur: Barcelona frá Spáni Atlético Madrid frá Spáni Manchester City frá Englandi Manchester United frá Englandi Shakhtar Donetsk frá Úkraínu Borussia Dortmund frá Þýskalandi Chelsea frá Englandi Ajax frá Hollandi Þriðji styrkleikaflokkur: Dynamo Kyiv frá Úkraínu Red Bull Salzburg frá Austurríki RB Leipzig frá Þýskalandi Internazionale Milan frá Ítalíu Olympiacos frá Grikklandi Lazio frá Ítalíu Krasnodar frá Rússlandi Atalanta frá Ítalíu Fjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva frá Rússlandi Marseille frá Frakklandi Club Brugge frá Belgíu Borussia Monchengladbach frá Þýskalandi Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi Midtjylland frá Danmörku Rennes frá Frakklandi Ferencváros frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Það verður mikil spenna í loftinu í dag þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í fótbolta. Meistaradeildin í fótbolta fer seinna að stað en venjulega vegna kórónuveirunnar en í dag er komið að því að draga í riðla í keppninni 2020-21. Drátturinn fer fram í RTS Studios í Genf í Sviss klukkan 17.00 að staðartíma eða klukkan 15.00 að íslenskum tíma. 32 lið eru komin áfram í riðlakeppnina og verða þau dregin í átta fjögurra liða riðla. Það er búið að skipta liðunum í fjóra styrkleikaflokka og mun eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki fara í hvern riðil. Þar sem að styrkleikaflokkarnir eru klárir þá er hægt að fara að velta því fyrir sér hvernig besti og versti drátturinn getur orðið fyrir hvert lið. Hér fyrir neðan má sjá hvernig martraðarriðlar ensku liðanna gætu litið út en SPORTbible lék sér að því að setja þessa mögulegu krefjandi riðla þeirra saman. Manchester United Liverpool Chelseahttps://t.co/EvZriu8gsS— SPORTbible (@sportbible) October 1, 2020 Liverpool er í fyrsta styrkleikaflokki á meðan hin ensku liðin eru öll í öðrum styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Þrátt fyrir að vera í fyrsta styrkleikaflokki og losna við að lenda á móti liðum eins og Bayern München, Real Madrid og Paris Saint Germain þá getur Liverpool engu að síður lent í mjög erfiðum riðli. Í matraðarriðli Liverool eru væntanlega Barcelona, Internazionale og Borussia Monchengladbach. Léttasti riðill Liverpool gæti á móti mögulega verið Shakhtar Donetsk, Red Bull Salzburg og Midtjylland. Martraðarriðlar hinna þriggja ensku liðanna í Meistaradeildinni, Manchester City, Manchester United og Chelsea eru allir svipaðir. Það væri að lenda með Bayern München, ítölsku félögunum Internazionale eða Atalanta og loks Marseille úr síðasta styrkleikaflokknum. Þau vonast líklega til að lenda með Porto úr fyrsta styrkleikaflokknum því það er ekki eins langt ferðalag og til Rússlands ef liðið lendir í riðli með Zenit frá Sankti Pétursborg. It's the Group Stage #UCLdraw tomorrow! The 32 clubs are set https://t.co/rTDrrQCzue— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 30, 2020 Hér fyrir neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag. Styrkleikaflokkar fyrir riðladrátt Meistaradeildarinnar 2020-21: Fyrsti styrkleikaflokkur: Bayern München frá Þýskalandi Sevilla frá Spáni Real Madrid frá Spáni Liverpool frá Englandi Juventus frá Ítalíu Paris Saint-Germain frá Frakklandi Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi Porto frá Portúgal Annar styrkleikaflokkur: Barcelona frá Spáni Atlético Madrid frá Spáni Manchester City frá Englandi Manchester United frá Englandi Shakhtar Donetsk frá Úkraínu Borussia Dortmund frá Þýskalandi Chelsea frá Englandi Ajax frá Hollandi Þriðji styrkleikaflokkur: Dynamo Kyiv frá Úkraínu Red Bull Salzburg frá Austurríki RB Leipzig frá Þýskalandi Internazionale Milan frá Ítalíu Olympiacos frá Grikklandi Lazio frá Ítalíu Krasnodar frá Rússlandi Atalanta frá Ítalíu Fjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva frá Rússlandi Marseille frá Frakklandi Club Brugge frá Belgíu Borussia Monchengladbach frá Þýskalandi Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi Midtjylland frá Danmörku Rennes frá Frakklandi Ferencváros frá Ungverjalandi
Styrkleikaflokkar fyrir riðladrátt Meistaradeildarinnar 2020-21: Fyrsti styrkleikaflokkur: Bayern München frá Þýskalandi Sevilla frá Spáni Real Madrid frá Spáni Liverpool frá Englandi Juventus frá Ítalíu Paris Saint-Germain frá Frakklandi Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi Porto frá Portúgal Annar styrkleikaflokkur: Barcelona frá Spáni Atlético Madrid frá Spáni Manchester City frá Englandi Manchester United frá Englandi Shakhtar Donetsk frá Úkraínu Borussia Dortmund frá Þýskalandi Chelsea frá Englandi Ajax frá Hollandi Þriðji styrkleikaflokkur: Dynamo Kyiv frá Úkraínu Red Bull Salzburg frá Austurríki RB Leipzig frá Þýskalandi Internazionale Milan frá Ítalíu Olympiacos frá Grikklandi Lazio frá Ítalíu Krasnodar frá Rússlandi Atalanta frá Ítalíu Fjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva frá Rússlandi Marseille frá Frakklandi Club Brugge frá Belgíu Borussia Monchengladbach frá Þýskalandi Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi Midtjylland frá Danmörku Rennes frá Frakklandi Ferencváros frá Ungverjalandi
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira