Greinir á um hvernig ganga eigi frá hárri skuld handknattleiksdeildar Gróttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2020 14:08 Úr leik með Gróttu í Olís-deild karla í handbolta. vísir/elín björg Í síðustu viku sagði stjórn handknattleiksdeildar Gróttu af sér vegna ágreinings um uppgjör á skuld fyrri stjórna deildarinnar. Skuldin, sem nemur rúmlega 23 milljónum króna, safnaðist upp á rekstrarárunum 2016-18. Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar, segir ljóst að eytt hafi verið um efni fram og aðalstjórn Gróttu hafi brugðist eftirlitshlutverki sínu. Fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar og aðalstjórn greinir á um hvar ábyrgðin vegna skuldarinnar liggi. „Mitt stjórnarfólk var ósammála þeirri ákvörðun að nú ætti að fara að greiða niður fortíðarvanda þar sem allir brugðust. Stjórnarfólk handknattleiksdeildar samdi langt um efni fram og eftirlit aðalstjórnar brást harkalega. Það er skýrt í lögum félagsins að alla samninga og fjárhagsskuldbindingar þurfi að bera undir aðalstjórn til samþykktar,“ sagði Lárus í samtali við Vísi. Að hans sögn var fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar ekki tilbúin að skuldbinda deildina til næstu 20 ára eins og tillaga aðalstjórnar hljómaði. „Við sættum okkur við að það yrði lagt á framtíðar stjórnir að safna lágmarki milljón á ári til að standa undir þessu,“ sagði Lárus. Hann segir að málið hafi verið tekið upp að frumkvæði fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar. „Þetta var gert að okkar frumkvæði því við sáum í ársreikningnum að skuldin hafði lækkað um milljón milli ára. Við fórum að grennslast fyrir um það og fengum ýmsar skýringar. Við sendum inn erindi til aðalstjórnar þar sem við óskuðum eftir því að skuldin yrði felld niður enda ljóst að allir brugðust,“ sagði Lárus. „Þetta er leiðindamál. Að okkar mati ætti að afskrifa þetta á næstu þremur til fimm árum svo hægt sé að halda áfram. Og gera meiri kröfur á deildirnar að þær skili sér réttu megin við núllið. Sem Gróttumaður vonast maður til að sá lærdómur verði dreginn af þessu máli og þetta gerist ekki aftur. Að það sé ekki segja að semja um efni fram og svo eigi aðalstjórnin að taka skellinn. Það er ekki hægt að hafa þetta mál hangandi yfir félaginu lengi og það þarf bara að rífa þennan plástur einhvern veginn af.“ Að sögn Lárusar hittir fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar aðalstjórn á fundi annað kvöld þar sem hún skilar deildinni af sér. Bragi Björnsson, formaður aðalstjórnar Gróttu, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. „Það er leitt þegar gott fólk ákveður að stíga til hliðar og eftirsjá af því. En ég vil ekki vera með mikla yfirlýsingar því aðalstjórn á fund með handknattleiksdeild á morgun,“ sagði Bragi og bætti við að hann hefði fulla trú á að málið fengi farsælan endi. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Í síðustu viku sagði stjórn handknattleiksdeildar Gróttu af sér vegna ágreinings um uppgjör á skuld fyrri stjórna deildarinnar. Skuldin, sem nemur rúmlega 23 milljónum króna, safnaðist upp á rekstrarárunum 2016-18. Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar, segir ljóst að eytt hafi verið um efni fram og aðalstjórn Gróttu hafi brugðist eftirlitshlutverki sínu. Fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar og aðalstjórn greinir á um hvar ábyrgðin vegna skuldarinnar liggi. „Mitt stjórnarfólk var ósammála þeirri ákvörðun að nú ætti að fara að greiða niður fortíðarvanda þar sem allir brugðust. Stjórnarfólk handknattleiksdeildar samdi langt um efni fram og eftirlit aðalstjórnar brást harkalega. Það er skýrt í lögum félagsins að alla samninga og fjárhagsskuldbindingar þurfi að bera undir aðalstjórn til samþykktar,“ sagði Lárus í samtali við Vísi. Að hans sögn var fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar ekki tilbúin að skuldbinda deildina til næstu 20 ára eins og tillaga aðalstjórnar hljómaði. „Við sættum okkur við að það yrði lagt á framtíðar stjórnir að safna lágmarki milljón á ári til að standa undir þessu,“ sagði Lárus. Hann segir að málið hafi verið tekið upp að frumkvæði fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar. „Þetta var gert að okkar frumkvæði því við sáum í ársreikningnum að skuldin hafði lækkað um milljón milli ára. Við fórum að grennslast fyrir um það og fengum ýmsar skýringar. Við sendum inn erindi til aðalstjórnar þar sem við óskuðum eftir því að skuldin yrði felld niður enda ljóst að allir brugðust,“ sagði Lárus. „Þetta er leiðindamál. Að okkar mati ætti að afskrifa þetta á næstu þremur til fimm árum svo hægt sé að halda áfram. Og gera meiri kröfur á deildirnar að þær skili sér réttu megin við núllið. Sem Gróttumaður vonast maður til að sá lærdómur verði dreginn af þessu máli og þetta gerist ekki aftur. Að það sé ekki segja að semja um efni fram og svo eigi aðalstjórnin að taka skellinn. Það er ekki hægt að hafa þetta mál hangandi yfir félaginu lengi og það þarf bara að rífa þennan plástur einhvern veginn af.“ Að sögn Lárusar hittir fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar aðalstjórn á fundi annað kvöld þar sem hún skilar deildinni af sér. Bragi Björnsson, formaður aðalstjórnar Gróttu, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. „Það er leitt þegar gott fólk ákveður að stíga til hliðar og eftirsjá af því. En ég vil ekki vera með mikla yfirlýsingar því aðalstjórn á fund með handknattleiksdeild á morgun,“ sagði Bragi og bætti við að hann hefði fulla trú á að málið fengi farsælan endi.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn