Gullegg þjóðar? Sara Oskarsson skrifar 28. september 2020 13:01 Á nýafstaðnu Iðnþingi Samtaka iðnaðarins sem var haldið undir yfirskriftinni: „Nýsköpun er leiðin fram á við” flutti iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hvatningarávarp. Í kynningu á dagskrá þingins segir: “..þar gegnir nýsköpun veigamiklu hlutverki, hvort heldur er í rótgrónum fyrirtækjum eða nýjum sprotafyrirtækjum.” Í erindi sínu kom Þórdís Kolbrún inn á það að nýsköpun væri rauði þráðurinn í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Ýmsir fulltrúar nýsköpunar á Íslandi voru fengnir til að halda erindi á þessu annars ágæta þingi. Nýlega lögðu íslenskir kvikmyndaframleiðendur það til við iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið að endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar myndi hækka tímabundið úr 25 prósentum í 35 prósent vegna COVID-19. Á umræddu iðnþingi brást ráðherra hins vegar við þessu ákalli með yfirlýsingu þess efnis að hún teldi ekki vera þörf á frekari endurgreiðslum til kvikmyndageirans vegna kvikmyndaframleiðslu hérlendis. Rökin sem hún gaf fyrir því voru þau að þetta væri nú þegar rótgróinn atvinnuvegur. Hún sagði: „Í fyrsta lagi vegna þess að kerfið er alþjóðlega samkeppnishæft nú þegar og í öðru lagi vegna þess að ég hef almennt efasemdir um mikinn ríkisstuðning við atvinnustarfsemi.” Annað hvort skilur ráðherra ekki um hvað nýsköpun snýst eða ráðherra skilur ekki eðli kvikmyndaframleiðslu. Þar að auki virðist ráðherra annað hvort ekki hafa kynnt sér ofangreinda kynningu á dagskrá þingsins sem hún ávarpaði, nú eða það að hún er ósammála því sem þar kemur fram. Kvikmyndagerð er í eðli sínu nýsköpun. Yfirburðir greinarinnar í þeim efnum eru einstakir. Að afskrifa þessa áskorun kvikmyndaframleiðenda með þessum rökum ljóstrar upp um skort á næmni gagnvart augljósum og stórspennandi framtíðartækifærum fyrir þjóðina. Reyndir aðilar úr bransanum hérlendis hafa fullyrt að þessi hækkun á endurgreiðslum myndi flýta fyrir ákvörðunum erlendra framleiðenda um að koma með verkefni til Íslands. Það er hörð samkeppni í kvikmyndageiranum á alþjóðlegavettvangi og oft má litlu muna þegar að verkefni eru ‘nöppuð’ hvert þau fara. Fínt dæmi er Netflix myndin Eurovision sem nýverið hefur farið hefur eins og eldur í sinu um heimsbyggðina (sem og tónlistin úr henni). Upphaflega stóð til að taka mestalla myndina upp á Íslandi en vegna veikingar krónunnar var ákveðið að taka flestar útisenurnar í Skotlandi. Hefði öll myndin verið tekin upp hér hefði það aukið framleiðsluupphæðina hérlendis um marga milljarða. Að kvikmyndaframleiðslu koma fjölmargir hópar og einstaklingar úr gríðarlega fjölbreyttum atvinnugreinum. Það þarf ekki annað en að horfa á “kredit-listann” í lok bíómyndar til að sjá hversu ótalmargt fólk og fyrirtæki koma almennt að einni nítíumínútna bíómynd. Nú hefur ferðaþjónustan, sem var áður en COVID skall á stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar tekið gríðarþungu höggi. Þegar að um erlend verkefni er að ræða í kvikmyndaframleiðslu kemur hingað til lands fólk sem nýtir sér hótelgistingu, bílaleigur, veitingastaði og ýmiskonar innlenda þjónustu og afþreyingu. Iðnaðurinn hefur því alla burði til þess að leika stórt hlutverk í að styðja við ferðaþjónustuna og brúað bilið þar til greinin fær uppreist æru að ‘COVID loknu’. Önnur lönd hika ekki við að fara þessa leið. Fjölmörg störf myndu skapast auk þess sem að þetta væri öflug leið til að markaðssetja landið á jákvæðan hátt, án þess að leggja þurfi í beinan kostnað. í kringum fjörutíu prósent ferðamanna segjast koma til Íslands vegna þess að þeir sáu landið í sjónvarpsþætti eða kvikmynd. Íslensk náttúra er einstök á heimsmælikvarða og það er fyrirséð að aðsókn í óspilltu náttúru Íslands kemur til með að aukast á næstunni vegna loftslagbreytinga. Jöklar sem og hrein og tær náttúra eru eftirsóknarvert myndefni í því samhengi. Markviss uppbygging og langtímahugsun í fótboltaíþróttinni hérlendis hefur margfalt skilað sér fyrir þjóðina síðustu misseri, eins og þegar Ísland sigraði enska karlalandsliðið í fótbolta í Evrópukeppninni í árið 2016. Síðastliðinn janúar varð þjóðin aftur vitni að stórsigri Íslendings á erlendri grundu þegar að Hildur Guðnadóttir tónskáld sópaði til sín öllum virtustu verðlaunum kvikmyndageirans fyrir kvikmyndatónlistina sem hún samdi fyrir stórmyndina Joker. Við þurfum viðlíka langtímahugsun í samhengi við kvikmyndageirann eins og við höfum séð í fótboltaheiminum síðustu misseri. Kvikmyndagerð er verðmætaskapandi útflutningsgrein og hér væri hæglega hægt að byggja upp ennþá dýnamískri kvimyndaiðnað ef að höfð væri staðfesta í málaflokknum og ef raunverulegur áhugi og skilningur á möguleikum þessa iðnaðar væri fyrir hendi hjá stjórnvöldum. Það væri sárara en tárum taki að missa af þessu einstaka tækifæri sem núna gefst þegar að margt er að breytast á ógnarhraða á heimsvísu. Vegna sérstöðu Íslands er landið eitt af fáum þar sem hægt er að framleiða efni í núverandi árferði og það væri því óðs manns æði að stökkva ekki á tækifærið til að marka Ísland í alþjóðlegu samhengi sem framúrskarandi land nýsköpunar- kvikmyndaframleiðslu. Hækkun endurgreiðsla er næsta rökrétta skrefið í þeim efnum, og boltinn er hjá ráðherra. Vonandi skilar hann sér í mark. Höfundur er varaþingmaður Pírata og listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Nýsköpun Sara Oskarsson Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Á nýafstaðnu Iðnþingi Samtaka iðnaðarins sem var haldið undir yfirskriftinni: „Nýsköpun er leiðin fram á við” flutti iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hvatningarávarp. Í kynningu á dagskrá þingins segir: “..þar gegnir nýsköpun veigamiklu hlutverki, hvort heldur er í rótgrónum fyrirtækjum eða nýjum sprotafyrirtækjum.” Í erindi sínu kom Þórdís Kolbrún inn á það að nýsköpun væri rauði þráðurinn í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Ýmsir fulltrúar nýsköpunar á Íslandi voru fengnir til að halda erindi á þessu annars ágæta þingi. Nýlega lögðu íslenskir kvikmyndaframleiðendur það til við iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið að endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar myndi hækka tímabundið úr 25 prósentum í 35 prósent vegna COVID-19. Á umræddu iðnþingi brást ráðherra hins vegar við þessu ákalli með yfirlýsingu þess efnis að hún teldi ekki vera þörf á frekari endurgreiðslum til kvikmyndageirans vegna kvikmyndaframleiðslu hérlendis. Rökin sem hún gaf fyrir því voru þau að þetta væri nú þegar rótgróinn atvinnuvegur. Hún sagði: „Í fyrsta lagi vegna þess að kerfið er alþjóðlega samkeppnishæft nú þegar og í öðru lagi vegna þess að ég hef almennt efasemdir um mikinn ríkisstuðning við atvinnustarfsemi.” Annað hvort skilur ráðherra ekki um hvað nýsköpun snýst eða ráðherra skilur ekki eðli kvikmyndaframleiðslu. Þar að auki virðist ráðherra annað hvort ekki hafa kynnt sér ofangreinda kynningu á dagskrá þingsins sem hún ávarpaði, nú eða það að hún er ósammála því sem þar kemur fram. Kvikmyndagerð er í eðli sínu nýsköpun. Yfirburðir greinarinnar í þeim efnum eru einstakir. Að afskrifa þessa áskorun kvikmyndaframleiðenda með þessum rökum ljóstrar upp um skort á næmni gagnvart augljósum og stórspennandi framtíðartækifærum fyrir þjóðina. Reyndir aðilar úr bransanum hérlendis hafa fullyrt að þessi hækkun á endurgreiðslum myndi flýta fyrir ákvörðunum erlendra framleiðenda um að koma með verkefni til Íslands. Það er hörð samkeppni í kvikmyndageiranum á alþjóðlegavettvangi og oft má litlu muna þegar að verkefni eru ‘nöppuð’ hvert þau fara. Fínt dæmi er Netflix myndin Eurovision sem nýverið hefur farið hefur eins og eldur í sinu um heimsbyggðina (sem og tónlistin úr henni). Upphaflega stóð til að taka mestalla myndina upp á Íslandi en vegna veikingar krónunnar var ákveðið að taka flestar útisenurnar í Skotlandi. Hefði öll myndin verið tekin upp hér hefði það aukið framleiðsluupphæðina hérlendis um marga milljarða. Að kvikmyndaframleiðslu koma fjölmargir hópar og einstaklingar úr gríðarlega fjölbreyttum atvinnugreinum. Það þarf ekki annað en að horfa á “kredit-listann” í lok bíómyndar til að sjá hversu ótalmargt fólk og fyrirtæki koma almennt að einni nítíumínútna bíómynd. Nú hefur ferðaþjónustan, sem var áður en COVID skall á stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar tekið gríðarþungu höggi. Þegar að um erlend verkefni er að ræða í kvikmyndaframleiðslu kemur hingað til lands fólk sem nýtir sér hótelgistingu, bílaleigur, veitingastaði og ýmiskonar innlenda þjónustu og afþreyingu. Iðnaðurinn hefur því alla burði til þess að leika stórt hlutverk í að styðja við ferðaþjónustuna og brúað bilið þar til greinin fær uppreist æru að ‘COVID loknu’. Önnur lönd hika ekki við að fara þessa leið. Fjölmörg störf myndu skapast auk þess sem að þetta væri öflug leið til að markaðssetja landið á jákvæðan hátt, án þess að leggja þurfi í beinan kostnað. í kringum fjörutíu prósent ferðamanna segjast koma til Íslands vegna þess að þeir sáu landið í sjónvarpsþætti eða kvikmynd. Íslensk náttúra er einstök á heimsmælikvarða og það er fyrirséð að aðsókn í óspilltu náttúru Íslands kemur til með að aukast á næstunni vegna loftslagbreytinga. Jöklar sem og hrein og tær náttúra eru eftirsóknarvert myndefni í því samhengi. Markviss uppbygging og langtímahugsun í fótboltaíþróttinni hérlendis hefur margfalt skilað sér fyrir þjóðina síðustu misseri, eins og þegar Ísland sigraði enska karlalandsliðið í fótbolta í Evrópukeppninni í árið 2016. Síðastliðinn janúar varð þjóðin aftur vitni að stórsigri Íslendings á erlendri grundu þegar að Hildur Guðnadóttir tónskáld sópaði til sín öllum virtustu verðlaunum kvikmyndageirans fyrir kvikmyndatónlistina sem hún samdi fyrir stórmyndina Joker. Við þurfum viðlíka langtímahugsun í samhengi við kvikmyndageirann eins og við höfum séð í fótboltaheiminum síðustu misseri. Kvikmyndagerð er verðmætaskapandi útflutningsgrein og hér væri hæglega hægt að byggja upp ennþá dýnamískri kvimyndaiðnað ef að höfð væri staðfesta í málaflokknum og ef raunverulegur áhugi og skilningur á möguleikum þessa iðnaðar væri fyrir hendi hjá stjórnvöldum. Það væri sárara en tárum taki að missa af þessu einstaka tækifæri sem núna gefst þegar að margt er að breytast á ógnarhraða á heimsvísu. Vegna sérstöðu Íslands er landið eitt af fáum þar sem hægt er að framleiða efni í núverandi árferði og það væri því óðs manns æði að stökkva ekki á tækifærið til að marka Ísland í alþjóðlegu samhengi sem framúrskarandi land nýsköpunar- kvikmyndaframleiðslu. Hækkun endurgreiðsla er næsta rökrétta skrefið í þeim efnum, og boltinn er hjá ráðherra. Vonandi skilar hann sér í mark. Höfundur er varaþingmaður Pírata og listmálari.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun