Setja herlög bæði í Armeníu og Aserbaídsjan Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2020 07:42 Alls hafa nú 31 maður fallið í átökum síðustu daga. AP Átök armenskra og aserskra hersveita á landamærunum héldu áfram í nótt. 23 manns hið minnsta féllu í átökunum í gær og hafa herlög tekið gildi í báðum ríkjum. Alls hafa nú 31 maður fallið í átökum síðustu daga. Deilur ríkjanna snúa að héraðinu Nagorno-Karabakh og hefa staðið allt frá því að ríkin lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum snemma á tíunda áratugnum. Í héraðinu, sem er að finna innan landamæra Aserbaídsjan, eru Armenar í meirihluta og ráða þar ríkjum. Tugir þúsunda hafa fallið í átökum um héraðið síðustu áratugi. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjans, sagðist í gær vera bjartsýnn á að ná stjórn á héraðinu. Herlög hafa nú verið sett í hluta Aserbaídsjan, auk Armeníu og Nagorno-Karabakh. Átökin milli ríkjanna nú eru þau hörðustu í langan tíma, en í júlí síðastliðinn féllu sextán manns sem leiddi til fjölmennra mótmæla í asersku höfuðborginni Baku þar sem þess var krafist að héraðið yrði hertekið. Vopnahléi verði komið á Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur lýst yfir stuðningi við Asera, en Tyrkir og Aserar eru nánir bandamenn. Rússlandsstjórn hefur krafist þess að samið verði um vopnahlé tafarlaust, en Rússar hafa jafnan verið á bandi Armena í átökunum við Asera. DW segir frá því að ásakanir milli ríkjanna hafi gengið víxl. Er haft eftir talsmanni armenska varnarmálaráðuneytisins að átökin hafi haldið áfram í morgun þar sem Aserar hafi beitt þungavopnum. Varnarmálaráðuneyti Aserbaídsjans segir armenskar hersveitir hafa ráðist á bæinn Terter. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur tilkynnt um liðssöfnun hersins, að Armenar séu reiðubúnir undir stríð og að ekki verði tomma gefin eftir. Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Grunar að sýrlenskir hermenn hafi verið í hópi hersveita Aserbaídsjan Armenska varnarmálaráðuneytið segist nú rannsaka hvort fréttir um að sýrlenskir hermenn hafi verið í liði hersveita Aserbaídsjan séu sannar. 27. september 2020 18:08 Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. 27. september 2020 14:36 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Átök armenskra og aserskra hersveita á landamærunum héldu áfram í nótt. 23 manns hið minnsta féllu í átökunum í gær og hafa herlög tekið gildi í báðum ríkjum. Alls hafa nú 31 maður fallið í átökum síðustu daga. Deilur ríkjanna snúa að héraðinu Nagorno-Karabakh og hefa staðið allt frá því að ríkin lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum snemma á tíunda áratugnum. Í héraðinu, sem er að finna innan landamæra Aserbaídsjan, eru Armenar í meirihluta og ráða þar ríkjum. Tugir þúsunda hafa fallið í átökum um héraðið síðustu áratugi. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjans, sagðist í gær vera bjartsýnn á að ná stjórn á héraðinu. Herlög hafa nú verið sett í hluta Aserbaídsjan, auk Armeníu og Nagorno-Karabakh. Átökin milli ríkjanna nú eru þau hörðustu í langan tíma, en í júlí síðastliðinn féllu sextán manns sem leiddi til fjölmennra mótmæla í asersku höfuðborginni Baku þar sem þess var krafist að héraðið yrði hertekið. Vopnahléi verði komið á Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur lýst yfir stuðningi við Asera, en Tyrkir og Aserar eru nánir bandamenn. Rússlandsstjórn hefur krafist þess að samið verði um vopnahlé tafarlaust, en Rússar hafa jafnan verið á bandi Armena í átökunum við Asera. DW segir frá því að ásakanir milli ríkjanna hafi gengið víxl. Er haft eftir talsmanni armenska varnarmálaráðuneytisins að átökin hafi haldið áfram í morgun þar sem Aserar hafi beitt þungavopnum. Varnarmálaráðuneyti Aserbaídsjans segir armenskar hersveitir hafa ráðist á bæinn Terter. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur tilkynnt um liðssöfnun hersins, að Armenar séu reiðubúnir undir stríð og að ekki verði tomma gefin eftir.
Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Grunar að sýrlenskir hermenn hafi verið í hópi hersveita Aserbaídsjan Armenska varnarmálaráðuneytið segist nú rannsaka hvort fréttir um að sýrlenskir hermenn hafi verið í liði hersveita Aserbaídsjan séu sannar. 27. september 2020 18:08 Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. 27. september 2020 14:36 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00
Grunar að sýrlenskir hermenn hafi verið í hópi hersveita Aserbaídsjan Armenska varnarmálaráðuneytið segist nú rannsaka hvort fréttir um að sýrlenskir hermenn hafi verið í liði hersveita Aserbaídsjan séu sannar. 27. september 2020 18:08
Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. 27. september 2020 14:36