Trump ætlar að tilnefna Barrett til Hæstaréttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 23:25 Amy Coney Barrett verður tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna á morgun af Donald Trump Bandaríkjaforseta. AP/Rachel Malehorn Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þetta staðhæfir New York Times og aðrir miðlar vestanhafs og segja að tilnefningin verði tilkynnt á morgun, laugardag. Barrett mun taka sæti Ruth Bader Ginsburg sem féll frá fyrir viku síðan. Barrett er talin íhaldssöm en Ginsburg var einn frjálslyndari dómara í Hæstarétti. Verði Barrett staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings verða dómarar sem eru íhaldssamir sex á móti þremur frjálslyndum dómurum. Barrett hefur frá árinu 2017 setið sem dómari við áfrýjunardómstól 7. svæðis sem Trump tilnefndi hana til. Fram að því hafði hún verið lögfræðingur við Notre Dame-háskólann. Stuðningsmenn Barrett og Trumps skrifa á skiltin að þau „elski“ Barrett og biðla til forsetans að velja Barrett.Getty/Paul Hennessy Þriðja tilnefning Trumps Demókratar hafa brugðist illa við fyrirhugaðri tilnefningu forsetans og telja þeir, og einhverjir þingmenn Repúblikana, of stutt í forsetakosningar til þess að viðeigandi sé fyrir sitjandi forseta að tilnefna nýjan hæstaréttardómara. Hingað til hefur viðmiðið verið það að nýr dómari skuli ekki tilnefndur á kosningaári. Í febrúar 2016 féll hæstaréttardómarinn Antonin Scalia en þá voru átta mánuðir í forsetakosningar. Mitch MacConnell forseti öldungadeildarinnar, var einnig forseti hennar árið 2016 og stöðvaði hann atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama, þáverandi forseta, vegna þess hve stutt væri í kosningar. Nú eru aðeins tæpir tveir mánuðir í forsetakosningar en McConnell hefr heitið því að leggi Trump fram tillögu við öldungadeildina muni atkvæði verða greidd um hana. Beitir „upprunalegri“ túlkun á stjórnarskrána Amy Corrett Barret, 48 ára gömul, yrði þriðja tilnefning Trumps til Hæstaréttar Bandaríkjanna, en Neil Gorsuch var skipaður dómari árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Dómarar við Hæstarétt eru skipaðir ævilangt og geta dómar sem falla hjá dómstólnum mótað opinbera stefnu, allt frá byssulöggjöf að kjörgengislögum og lögum um þungunarrof. Barrett er kaþólsk og hafa sögusagnir um tilnefningu hennar vakið upp umræðu en hún þykir eins og áður segir íhaldssöm. Aðgerðahópar um þungunarrof vestanhafs hafa lýst yfir áhyggjum vegna mögulegrar tilnefningar hennar og telja að kjör hennar gæti orðið til þess að dómurinn líti fram hjá dómnum Roe gegn Wade, sem dæmdur var 1973, sem er gefið hefur helsta fordæmið fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Þá aðhyllist Barrett „upprunalega“ túlkun á stjórnarskránni, eins og hún og aðrir íhaldssamir lögfræðingar kalla það. Það gengur út á að reyna að ráða í upphaflega merkingu texta sem var skrifaður fyrir meira en tveimur öldum síðan. Barrett er ein þeirra sem fylgir þessari hugmyndafræði og dæmi um það er þegar hún skilaði sératkvæði í máli sem varðaði það hvort sakamenn sem hefðu ekki gerst sekir um ofbeldisbrot ættu að vera sviptir rétti til að eiga skotvopn varði hún nær öllu máli sínu í að fara yfir sögu reglna um vopnaeign dæmdra manna á 18. og 19. öld. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þetta staðhæfir New York Times og aðrir miðlar vestanhafs og segja að tilnefningin verði tilkynnt á morgun, laugardag. Barrett mun taka sæti Ruth Bader Ginsburg sem féll frá fyrir viku síðan. Barrett er talin íhaldssöm en Ginsburg var einn frjálslyndari dómara í Hæstarétti. Verði Barrett staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings verða dómarar sem eru íhaldssamir sex á móti þremur frjálslyndum dómurum. Barrett hefur frá árinu 2017 setið sem dómari við áfrýjunardómstól 7. svæðis sem Trump tilnefndi hana til. Fram að því hafði hún verið lögfræðingur við Notre Dame-háskólann. Stuðningsmenn Barrett og Trumps skrifa á skiltin að þau „elski“ Barrett og biðla til forsetans að velja Barrett.Getty/Paul Hennessy Þriðja tilnefning Trumps Demókratar hafa brugðist illa við fyrirhugaðri tilnefningu forsetans og telja þeir, og einhverjir þingmenn Repúblikana, of stutt í forsetakosningar til þess að viðeigandi sé fyrir sitjandi forseta að tilnefna nýjan hæstaréttardómara. Hingað til hefur viðmiðið verið það að nýr dómari skuli ekki tilnefndur á kosningaári. Í febrúar 2016 féll hæstaréttardómarinn Antonin Scalia en þá voru átta mánuðir í forsetakosningar. Mitch MacConnell forseti öldungadeildarinnar, var einnig forseti hennar árið 2016 og stöðvaði hann atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama, þáverandi forseta, vegna þess hve stutt væri í kosningar. Nú eru aðeins tæpir tveir mánuðir í forsetakosningar en McConnell hefr heitið því að leggi Trump fram tillögu við öldungadeildina muni atkvæði verða greidd um hana. Beitir „upprunalegri“ túlkun á stjórnarskrána Amy Corrett Barret, 48 ára gömul, yrði þriðja tilnefning Trumps til Hæstaréttar Bandaríkjanna, en Neil Gorsuch var skipaður dómari árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Dómarar við Hæstarétt eru skipaðir ævilangt og geta dómar sem falla hjá dómstólnum mótað opinbera stefnu, allt frá byssulöggjöf að kjörgengislögum og lögum um þungunarrof. Barrett er kaþólsk og hafa sögusagnir um tilnefningu hennar vakið upp umræðu en hún þykir eins og áður segir íhaldssöm. Aðgerðahópar um þungunarrof vestanhafs hafa lýst yfir áhyggjum vegna mögulegrar tilnefningar hennar og telja að kjör hennar gæti orðið til þess að dómurinn líti fram hjá dómnum Roe gegn Wade, sem dæmdur var 1973, sem er gefið hefur helsta fordæmið fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Þá aðhyllist Barrett „upprunalega“ túlkun á stjórnarskránni, eins og hún og aðrir íhaldssamir lögfræðingar kalla það. Það gengur út á að reyna að ráða í upphaflega merkingu texta sem var skrifaður fyrir meira en tveimur öldum síðan. Barrett er ein þeirra sem fylgir þessari hugmyndafræði og dæmi um það er þegar hún skilaði sératkvæði í máli sem varðaði það hvort sakamenn sem hefðu ekki gerst sekir um ofbeldisbrot ættu að vera sviptir rétti til að eiga skotvopn varði hún nær öllu máli sínu í að fara yfir sögu reglna um vopnaeign dæmdra manna á 18. og 19. öld.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira