Matarverð hækkar umtalsvert Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2020 12:04 Verð á eplum hefur hækkað um þrjátíu prósent. Vísir/stefán Matarverð hefur hækkað mun meira en almennt verðlag á þessu ári og hefur verð á eplum til að mynda hækkað um þrjátíu prósent. Hagfræðingur segir veikingu krónunnar skila sér strax út í verð á matvælum. Hin dæmigerða matarkarfa, líkt og hún er mæld í vísitölu neysluverðs, hefur hækkað um 6,3 prósent á árinu. Þetta er gríðarleg breyting á milli ára en til samanburðar hækkaði hún einungis um 1,1 prósent í fyrra þegar krónan var nokkuð stöðug. Þetta er einnig mun meiri hækkun en almennu verðlagi, sem mælist um tvö og hálft prósent frá áramótum. Magnús Stefánsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir þróunina skýrast af genginu og veikingu krónunnar á árinu. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að gengisáhrif koma hraðar og af meiri þunga inn í verð á matvælum en inn í verð á öðru. Til dæmis vegna þess að veltuhraðinn er meiri í mat og drykkjarvörum og síðan er hlutfall innkaupaverðs hátt,“ segir Magnús. Stærstu útgjaldaliðirnir í þessari tilteknu matarkörfu eru kjöt, mjólk, ostar og egg og síðan kornvörur. Þar sem verð á matvörum hefur hækkað mismikið hefur samsetningin því vitanlega mikil áhrif á heildarreikninginn. Búast má við breyttum kaupvenjum samhliða óvenju mikilli verðhækkun á sumum matvörum.Mynd/ Vilhelm. Verðhækkunin á ýmsu grænmeti og ávöxtum er umtalsverð. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að verð á sveppum og lauk hefur til að mynda hækkað um fimmtán prósent, verð á kartöflum um ríflega tuttugu og þrjú prósent en verð á eplum hefur rokið upp um ríflega þrjátíu prósent. Magnús segir ómögulegt að segja hvers vegna eplaverð hefur snarhækkað. Búast megi við breyttum kaupvenjum samhliða þessu. „Þegar verð á eplum hækkar um þrjátíu prósent er fólk líklegra til að kaupa banana í staðinn en það er ekki tekið tillit til þessarar breyttu hegðunar í vísitölu neysluverðs. Þannig að þó að verðlag hafi hækkað um ríflega sex prósent er ég ekki viss um að matarreikningurinn hafi hækkað jafn mikið,“ segir Magnús. Hann telur erfitt að spá fyrir um verðþróunina, það fari eftir genginu. „Við birtum alltaf mánaðrspár um hvað við teljum að gerist milli mánaða og það er búið að gerast núna fimm mánuði í röð að vísitala neysluverðs hækkar meira en við áttum von á. Þannig það er eitthvað í gangi," segir Magnús. Verslun Neytendur Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Matarverð hefur hækkað mun meira en almennt verðlag á þessu ári og hefur verð á eplum til að mynda hækkað um þrjátíu prósent. Hagfræðingur segir veikingu krónunnar skila sér strax út í verð á matvælum. Hin dæmigerða matarkarfa, líkt og hún er mæld í vísitölu neysluverðs, hefur hækkað um 6,3 prósent á árinu. Þetta er gríðarleg breyting á milli ára en til samanburðar hækkaði hún einungis um 1,1 prósent í fyrra þegar krónan var nokkuð stöðug. Þetta er einnig mun meiri hækkun en almennu verðlagi, sem mælist um tvö og hálft prósent frá áramótum. Magnús Stefánsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir þróunina skýrast af genginu og veikingu krónunnar á árinu. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að gengisáhrif koma hraðar og af meiri þunga inn í verð á matvælum en inn í verð á öðru. Til dæmis vegna þess að veltuhraðinn er meiri í mat og drykkjarvörum og síðan er hlutfall innkaupaverðs hátt,“ segir Magnús. Stærstu útgjaldaliðirnir í þessari tilteknu matarkörfu eru kjöt, mjólk, ostar og egg og síðan kornvörur. Þar sem verð á matvörum hefur hækkað mismikið hefur samsetningin því vitanlega mikil áhrif á heildarreikninginn. Búast má við breyttum kaupvenjum samhliða óvenju mikilli verðhækkun á sumum matvörum.Mynd/ Vilhelm. Verðhækkunin á ýmsu grænmeti og ávöxtum er umtalsverð. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að verð á sveppum og lauk hefur til að mynda hækkað um fimmtán prósent, verð á kartöflum um ríflega tuttugu og þrjú prósent en verð á eplum hefur rokið upp um ríflega þrjátíu prósent. Magnús segir ómögulegt að segja hvers vegna eplaverð hefur snarhækkað. Búast megi við breyttum kaupvenjum samhliða þessu. „Þegar verð á eplum hækkar um þrjátíu prósent er fólk líklegra til að kaupa banana í staðinn en það er ekki tekið tillit til þessarar breyttu hegðunar í vísitölu neysluverðs. Þannig að þó að verðlag hafi hækkað um ríflega sex prósent er ég ekki viss um að matarreikningurinn hafi hækkað jafn mikið,“ segir Magnús. Hann telur erfitt að spá fyrir um verðþróunina, það fari eftir genginu. „Við birtum alltaf mánaðrspár um hvað við teljum að gerist milli mánaða og það er búið að gerast núna fimm mánuði í röð að vísitala neysluverðs hækkar meira en við áttum von á. Þannig það er eitthvað í gangi," segir Magnús.
Verslun Neytendur Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira