Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2020 06:52 Donald Trump, forseta, er mikið í mun um að bóluefni verði aðgengileg fyrir forsetakosningarnar í nóvember. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. Þetta sagði Robert Redfield, yfirmaður CDC, á fundi þingnefndar í gær. Nánar tiltekið þá sagði Redfield að ef bóluefni verði tilbúið til notkunar í nóvember eða desember, yrði það í takmörkuðu upplagi. Þeir einu sem fengju það væru viðbragðsaðilar og þeir sem eru viðkvæmastir gagnvart nýju kórónuveirunni. Redfield sagðist telja að almenn notkun gæti mögulega hafist næsta sumar. Hann sagði einnig að grímur gætu mögulega hjálpað meira til en bóluefni við að draga úr útbreiðslu veirunnar og hvatti fólk til að nota þær. Á blaðamannafundi í gær sagðist Trump viss um að Redfield hefði ruglast og að hann hefði gert mistök. Hann gagnrýndi Redfield einnig fyrir ummæli hans um grímur og sagði þær alls ekki skilvirkari en bóluefni. Þá hét Trump því að bóluefni yrði tilbúið í næsta mánuði. Forsetinn hefur ítrekað haldið því fram að öruggt bóluefni myndi líta dagsins ljós fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Sérfræðingar segja það þó ekki líklegt. Eftir ummæli Trump, tísti Redfield og sagðist bera miklar vonir til bóluefna og að þau myndu gera líf Bandaríkjamanna eðlileg á nýjan leik. Hann ítrekaði þó að í dag væru grímur, handaþvottur og félagsforðun besta vörnin gegn Covid. The best defense we currently have against this virus are the important mitigation efforts of wearing a mask, washing your hands, social distancing and being careful about crowds. #COVID19— Dr. Robert R. Redfield (@CDCDirector) September 16, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Daglegt líf í Bandaríkjunum verði fyrst „eðlilegt“ um mitt næsta ár „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021.“ 12. september 2020 23:00 AstraZeneca hefur prófanir á bóluefninu á ný Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur fengið leyfi frá breskum heilbrigðisyfirvöldum til að halda áfram tilraunum sínum með bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum. 12. september 2020 14:40 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47 WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári 4. september 2020 15:04 Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. Þetta sagði Robert Redfield, yfirmaður CDC, á fundi þingnefndar í gær. Nánar tiltekið þá sagði Redfield að ef bóluefni verði tilbúið til notkunar í nóvember eða desember, yrði það í takmörkuðu upplagi. Þeir einu sem fengju það væru viðbragðsaðilar og þeir sem eru viðkvæmastir gagnvart nýju kórónuveirunni. Redfield sagðist telja að almenn notkun gæti mögulega hafist næsta sumar. Hann sagði einnig að grímur gætu mögulega hjálpað meira til en bóluefni við að draga úr útbreiðslu veirunnar og hvatti fólk til að nota þær. Á blaðamannafundi í gær sagðist Trump viss um að Redfield hefði ruglast og að hann hefði gert mistök. Hann gagnrýndi Redfield einnig fyrir ummæli hans um grímur og sagði þær alls ekki skilvirkari en bóluefni. Þá hét Trump því að bóluefni yrði tilbúið í næsta mánuði. Forsetinn hefur ítrekað haldið því fram að öruggt bóluefni myndi líta dagsins ljós fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Sérfræðingar segja það þó ekki líklegt. Eftir ummæli Trump, tísti Redfield og sagðist bera miklar vonir til bóluefna og að þau myndu gera líf Bandaríkjamanna eðlileg á nýjan leik. Hann ítrekaði þó að í dag væru grímur, handaþvottur og félagsforðun besta vörnin gegn Covid. The best defense we currently have against this virus are the important mitigation efforts of wearing a mask, washing your hands, social distancing and being careful about crowds. #COVID19— Dr. Robert R. Redfield (@CDCDirector) September 16, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Daglegt líf í Bandaríkjunum verði fyrst „eðlilegt“ um mitt næsta ár „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021.“ 12. september 2020 23:00 AstraZeneca hefur prófanir á bóluefninu á ný Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur fengið leyfi frá breskum heilbrigðisyfirvöldum til að halda áfram tilraunum sínum með bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum. 12. september 2020 14:40 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47 WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári 4. september 2020 15:04 Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14
Daglegt líf í Bandaríkjunum verði fyrst „eðlilegt“ um mitt næsta ár „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021.“ 12. september 2020 23:00
AstraZeneca hefur prófanir á bóluefninu á ný Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur fengið leyfi frá breskum heilbrigðisyfirvöldum til að halda áfram tilraunum sínum með bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum. 12. september 2020 14:40
Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04
Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47
Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30