Trump hampar „dögun nýrra Mið-Austurlanda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2020 23:26 (Frá vinstri til hægri) Abdullatif bin Rashid, utanríkisráðherra Barein, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Donald Trump Bandaríkjaforesti og Abdullah bin Zayed bin Sultan Al Nahyan, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, skrifa undir friðarsamninga fyrir utan Hvíta húsið í dag. Getty/Alex Wong Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í dag að samningar hafi náðst milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Barein og kallaði undirritun samninganna „dögun nýrra Mið-Austurlanda.“ Friðarsamningarnir eru sagðir sögulegir en með undirritun þeirra eru Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein þriðja og fjórða arabaríkið til að viðurkenna tilvist Ísrael frá því það var stofnað árið 1948. Bandaríkjastjórn hafði milligöngu um samningana og sagði Trump við undirritun þeirra í dag að samningarnir væru sögulegir. Þá sagðist hann vonast til þess að fleiri lönd muni fylgja en Palestínumenn hafa biðlað til þeirra að fylgja löndunum tveimur ekki eftir á meðan deilur Palestínu og Ísrael eru enn óleystar. Í áraraðir hafa flest arabaríki sniðgengið Ísrael og haldið því fram að samskipti við Ísrael verði ekki tekin upp fyrr en búið er að útkljá deilurnar við Palestínu. „Eftir áratuga átök og sundrung er komið að dögun nýrra Mið-Austurlanda,“ sagði Trump í ræðu sinni en undirskriftarathöfnin var haldin fyrir framan Hvíta húsið þar sem hundruð höfðu safnast saman til að fylgjast með. „Við erum hér í dag til þess að breyta stefnu sögunnar,“ bætti hann við. Tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á meðan á athöfninni stóð Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði samningana velkomna en Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, sagði að aðeins þegar Ísrael yfirgæfi hernumin svæði í Palestínu gæti friður ríkt í Mið-Austurlöndum. Mahmoud Abbas leiðtogi Palestínu á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann heldur hér uppi korti sem er tillaga að landskiptingu Ísrael og Palestínu.Getty/Spencer Platt Samkvæmt upplýsingum frá ísraelska hernum var tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á ísraelskt land á meðan á athöfninni stóð. Hingað til hafa einungis tvö önnur ríki í Mið-Austurlöndum viðurkennt tilvist Ísraels, það eru Egyptaland og Jórdanía, en þau skrifuðu undir friðarsamninga við Ísrael árin 1978 og 1994. Þá átti Máritanía, sem er meðlimur Arababandalagsins í norðvestur Afríku, í stjórnmálasambandi við Ísrael frá árinu 1999 en því var slitið árið 2010. Donald Trump Bandaríkin Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Barein Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í dag að samningar hafi náðst milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Barein og kallaði undirritun samninganna „dögun nýrra Mið-Austurlanda.“ Friðarsamningarnir eru sagðir sögulegir en með undirritun þeirra eru Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein þriðja og fjórða arabaríkið til að viðurkenna tilvist Ísrael frá því það var stofnað árið 1948. Bandaríkjastjórn hafði milligöngu um samningana og sagði Trump við undirritun þeirra í dag að samningarnir væru sögulegir. Þá sagðist hann vonast til þess að fleiri lönd muni fylgja en Palestínumenn hafa biðlað til þeirra að fylgja löndunum tveimur ekki eftir á meðan deilur Palestínu og Ísrael eru enn óleystar. Í áraraðir hafa flest arabaríki sniðgengið Ísrael og haldið því fram að samskipti við Ísrael verði ekki tekin upp fyrr en búið er að útkljá deilurnar við Palestínu. „Eftir áratuga átök og sundrung er komið að dögun nýrra Mið-Austurlanda,“ sagði Trump í ræðu sinni en undirskriftarathöfnin var haldin fyrir framan Hvíta húsið þar sem hundruð höfðu safnast saman til að fylgjast með. „Við erum hér í dag til þess að breyta stefnu sögunnar,“ bætti hann við. Tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á meðan á athöfninni stóð Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði samningana velkomna en Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, sagði að aðeins þegar Ísrael yfirgæfi hernumin svæði í Palestínu gæti friður ríkt í Mið-Austurlöndum. Mahmoud Abbas leiðtogi Palestínu á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann heldur hér uppi korti sem er tillaga að landskiptingu Ísrael og Palestínu.Getty/Spencer Platt Samkvæmt upplýsingum frá ísraelska hernum var tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á ísraelskt land á meðan á athöfninni stóð. Hingað til hafa einungis tvö önnur ríki í Mið-Austurlöndum viðurkennt tilvist Ísraels, það eru Egyptaland og Jórdanía, en þau skrifuðu undir friðarsamninga við Ísrael árin 1978 og 1994. Þá átti Máritanía, sem er meðlimur Arababandalagsins í norðvestur Afríku, í stjórnmálasambandi við Ísrael frá árinu 1999 en því var slitið árið 2010.
Donald Trump Bandaríkin Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Barein Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28
Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51