383 milljarða neysla ferðamanna hér á landi á síðasta ári Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2020 11:07 Ísland hefur á undanförnum árum verið gríðarlega vinsæll ferðamannastaður. Vísir/Vilhelm Heildarneysla erlendra ferðamanna hér á landi nam 383,4 milljörðum króna á síðasta ári. Svisslendingar voru gjarnastir á það að rífa upp veskið hér á landi á meðan Kínverjar voru eyðslugrannastir sé miðað við hverja gistinótt. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem teknar eru saman tölur yfir eyðslu erlendra ferðamanna hér á landi á síðasta ári. Þar kemur meðal annars fram að af þessum 383 milljörðum voru útgjöld ferðamannanna til íslenskrar ferðaþjónustu 322,1 milljarður, eða um 84 prósent af heildarútgjöldum þeirra hér á landi. Önnur neysla þeirra var ýmis verslun ótengd ferðaþjónustu, 56,2 milljarðar og önnur þjónusta sem nam um fimm milljörðum króna. Í þessum tölum er stuðst við heildarneyslu ferðamanna en ekki einungis kortaveltu sem mælir aðeins hluta af heildarneyslu erlendra ferðamanna hér á landi, að því er segir á vef Landsbankans. „Sé litið á neysluútgjöld eftir þjóðerni sést að Svisslendingar eyddu langmestu á hvern ferðamann. Neysla þeirra í fyrra var 339,6 þúsund krónur á hvern ferðamann,“ segir í Hagsjánni. Þar á eftir komu Bandaríkjamenn með 210 þúsund krónur á hvern ferðamenn og þar á eftir Bretar með 191,7 þúsund. Pólverjar reka lestina með 26,6 þúsund en sú tala er skýrð með því að hluti þeirra Pólverja sem hingað koma hafa hér fasta búsetu. Neysla Kínverja á hvern ferðamenn er svo næstlægst á eftir Pólverjum en hún nemur 98,2 þúsundum. Þar á eftir koma Japanir með 123 þúsund. „Lítil neysla Kínverja skýrist ekki af því að þeir dvelji hér í mjög skamman tíma heldur fyrst og fremst af því að útgjöld þeirra hér á landi á hverja gistinótt nema einungis 21,5 þúsund krónum sem er langlægsta gildið meðal stærstu viðskiptavina íslenskrar ferðaþjónustu. Til samanburðar er meðaltalið 43 þúsund krónur og nær neysla Kínverja því ekki að vera helmingurinn af meðalneyslunni,“ segir í Hagsjánni sem lesa má í heild sinni hér. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Heildarneysla erlendra ferðamanna hér á landi nam 383,4 milljörðum króna á síðasta ári. Svisslendingar voru gjarnastir á það að rífa upp veskið hér á landi á meðan Kínverjar voru eyðslugrannastir sé miðað við hverja gistinótt. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem teknar eru saman tölur yfir eyðslu erlendra ferðamanna hér á landi á síðasta ári. Þar kemur meðal annars fram að af þessum 383 milljörðum voru útgjöld ferðamannanna til íslenskrar ferðaþjónustu 322,1 milljarður, eða um 84 prósent af heildarútgjöldum þeirra hér á landi. Önnur neysla þeirra var ýmis verslun ótengd ferðaþjónustu, 56,2 milljarðar og önnur þjónusta sem nam um fimm milljörðum króna. Í þessum tölum er stuðst við heildarneyslu ferðamanna en ekki einungis kortaveltu sem mælir aðeins hluta af heildarneyslu erlendra ferðamanna hér á landi, að því er segir á vef Landsbankans. „Sé litið á neysluútgjöld eftir þjóðerni sést að Svisslendingar eyddu langmestu á hvern ferðamann. Neysla þeirra í fyrra var 339,6 þúsund krónur á hvern ferðamann,“ segir í Hagsjánni. Þar á eftir komu Bandaríkjamenn með 210 þúsund krónur á hvern ferðamenn og þar á eftir Bretar með 191,7 þúsund. Pólverjar reka lestina með 26,6 þúsund en sú tala er skýrð með því að hluti þeirra Pólverja sem hingað koma hafa hér fasta búsetu. Neysla Kínverja á hvern ferðamenn er svo næstlægst á eftir Pólverjum en hún nemur 98,2 þúsundum. Þar á eftir koma Japanir með 123 þúsund. „Lítil neysla Kínverja skýrist ekki af því að þeir dvelji hér í mjög skamman tíma heldur fyrst og fremst af því að útgjöld þeirra hér á landi á hverja gistinótt nema einungis 21,5 þúsund krónum sem er langlægsta gildið meðal stærstu viðskiptavina íslenskrar ferðaþjónustu. Til samanburðar er meðaltalið 43 þúsund krónur og nær neysla Kínverja því ekki að vera helmingurinn af meðalneyslunni,“ segir í Hagsjánni sem lesa má í heild sinni hér.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent