Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“ Þórir Guðmundsson skrifar 13. september 2020 12:28 Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. Egypsku börnin sem á að senda úr landi á miðvikudag. Dómsmálaráðherrar hafa nú tvisvar á rúmu ári breytt reglugerðum sem ná yfir barnafjölskyldur sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Í bæði skiptin var það til að koma í veg fyrir að börn sem hér hafa fest rætur séu rekin úr landi. Andi laganna er mannúð „Ég hef lengi talið að fara þurfi sérstaklega yfir framkvæmd laganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þarf að fullu að samræmast anda laganna – sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni 3. júlí 2019. Þannig brást Þórdís Kolbrún við þegar mótmælaalda reis gegn áformum um að vísa afgönskum feðgum til Grikklands eftir mál þeirra hafði tekið óþægilega langan tíma í meðförum yfirvalda. Tveimur dögum síðar setti hún reglugerð sem leyfði útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar mál barna sem hlotið hefðu vernd í öðru ríki, væru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að umsókn þeirra barst íslenskum stjórnvöldum. „Vilji löggjafans er skýr” Þegar reglugerð var aftur breytt í þágu barna í upphafi árs var hámarkstími afgreiðslu dvalarleyfis lækkaður úr 18 mánuðum í 16. Það var vegna þess að almenningi ofbauð að reka ætti úr landi börn sem höfðu fest rætur á Íslandi. Aftur var dómsmálaráðherra, í þessu tilviki Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, afdráttarlaus um tilganginn í yfirlýsingu á Facebook: „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr. Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.” Og hverjir eru þessir hagsmunir barnanna? Hafa þau hagsmuni af því hvort mál taki 18 mánuði í afgreiðslu innan kerfisins eða 16 eða 10? Augljóslega ekki. Hagsmunirnir hljóta að vera þeir að vera ekki rifin upp með rótum úr umhverfi sem þau hafa aðlagast, frá vinum sem þau hafa eignast, úr málumhverfi sem þau hafa tileinkað sér og úr öryggi sem þau hafa öðlast. Í báðum tilvikum var tilgangur reglugerðarbreytinganna sá að ná til barna sem höfðu fest rætur á Íslandi. Breytingar á reglugerðum voru meðalið sem þurfti til að ná þeim tilgangi. Umræður í fjölmiðlum og viðbrögð og yfirlýsingar tveggja dómsmálaráðherra, í júlí 2019 og febrúar 2020, sýna það. „Ómannúðlegt" segir Katrín Nú á enn einu sinni að úthýsa börnum sem hafa fest rætur í íslensku samfélagi. Fyrri reglugerðarbreytingar ná ekki yfir þeirra mál. Þær miðuðu að því að stytta málsmeðferðartíma sem er mikilvægt en dugar ekki ef dvalartíminn lengist af öðrum ástæðum. Dómsmálaráðherra þarf nú að horfast í augu við þá staðreynd að breytingarnar voru of afmarkaðar. Þær þurfa að ná til heildardvalartíma barnanna á Íslandi, ekki bara meðferð kerfisins á málum þeirra. Í Sprengisandi á Bylgjunni í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að hún væri sammála þessum sjónarmiðum, sem meðal annars Rauði krossinn hefur talað fyrir. Yfirlýsing Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra frá febrúar bendir vonandi til þess að hún sé það líka. „Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu, sérstaklega börnum,” sagði Katrín. Áslaug Arna sagði við reglugerðarbreytinguna í febrúar að það stæðu „vonir til þess að þetta verði aðeins fyrsta skrefið í að stytta meðferð slíkra mála.” Nú er tækifæri til að taka næsta skref – og miða það ekki við málsmeðferðartíma heldur raunverulegan dvalartíma barna, sem óska eftir alþjóðlegri vernd, í íslensku samfélagi. Og taka það fyrir miðvikudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Egyptaland Þórir Guðmundsson Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. Egypsku börnin sem á að senda úr landi á miðvikudag. Dómsmálaráðherrar hafa nú tvisvar á rúmu ári breytt reglugerðum sem ná yfir barnafjölskyldur sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Í bæði skiptin var það til að koma í veg fyrir að börn sem hér hafa fest rætur séu rekin úr landi. Andi laganna er mannúð „Ég hef lengi talið að fara þurfi sérstaklega yfir framkvæmd laganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þarf að fullu að samræmast anda laganna – sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni 3. júlí 2019. Þannig brást Þórdís Kolbrún við þegar mótmælaalda reis gegn áformum um að vísa afgönskum feðgum til Grikklands eftir mál þeirra hafði tekið óþægilega langan tíma í meðförum yfirvalda. Tveimur dögum síðar setti hún reglugerð sem leyfði útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar mál barna sem hlotið hefðu vernd í öðru ríki, væru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að umsókn þeirra barst íslenskum stjórnvöldum. „Vilji löggjafans er skýr” Þegar reglugerð var aftur breytt í þágu barna í upphafi árs var hámarkstími afgreiðslu dvalarleyfis lækkaður úr 18 mánuðum í 16. Það var vegna þess að almenningi ofbauð að reka ætti úr landi börn sem höfðu fest rætur á Íslandi. Aftur var dómsmálaráðherra, í þessu tilviki Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, afdráttarlaus um tilganginn í yfirlýsingu á Facebook: „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr. Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.” Og hverjir eru þessir hagsmunir barnanna? Hafa þau hagsmuni af því hvort mál taki 18 mánuði í afgreiðslu innan kerfisins eða 16 eða 10? Augljóslega ekki. Hagsmunirnir hljóta að vera þeir að vera ekki rifin upp með rótum úr umhverfi sem þau hafa aðlagast, frá vinum sem þau hafa eignast, úr málumhverfi sem þau hafa tileinkað sér og úr öryggi sem þau hafa öðlast. Í báðum tilvikum var tilgangur reglugerðarbreytinganna sá að ná til barna sem höfðu fest rætur á Íslandi. Breytingar á reglugerðum voru meðalið sem þurfti til að ná þeim tilgangi. Umræður í fjölmiðlum og viðbrögð og yfirlýsingar tveggja dómsmálaráðherra, í júlí 2019 og febrúar 2020, sýna það. „Ómannúðlegt" segir Katrín Nú á enn einu sinni að úthýsa börnum sem hafa fest rætur í íslensku samfélagi. Fyrri reglugerðarbreytingar ná ekki yfir þeirra mál. Þær miðuðu að því að stytta málsmeðferðartíma sem er mikilvægt en dugar ekki ef dvalartíminn lengist af öðrum ástæðum. Dómsmálaráðherra þarf nú að horfast í augu við þá staðreynd að breytingarnar voru of afmarkaðar. Þær þurfa að ná til heildardvalartíma barnanna á Íslandi, ekki bara meðferð kerfisins á málum þeirra. Í Sprengisandi á Bylgjunni í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að hún væri sammála þessum sjónarmiðum, sem meðal annars Rauði krossinn hefur talað fyrir. Yfirlýsing Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra frá febrúar bendir vonandi til þess að hún sé það líka. „Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu, sérstaklega börnum,” sagði Katrín. Áslaug Arna sagði við reglugerðarbreytinguna í febrúar að það stæðu „vonir til þess að þetta verði aðeins fyrsta skrefið í að stytta meðferð slíkra mála.” Nú er tækifæri til að taka næsta skref – og miða það ekki við málsmeðferðartíma heldur raunverulegan dvalartíma barna, sem óska eftir alþjóðlegri vernd, í íslensku samfélagi. Og taka það fyrir miðvikudag.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun