Mildur við stórútgerðina grimmur við trillukarla Arnar Atlason skrifar 9. september 2020 14:00 Í stjórnsýslu hverrar þjóðar er það öðru mikilvægara að jafnræðisreglan sé viðhöfð. Að sama skapi verða þeir er til æðstu embætta þjóðar veljast að vera yfir allan vafa hafnir, er kemur að áhrifum vegna vina og kunningjatengsla. Sama gildir um tengsl við hagsmunahópa sem mikið hafa um málefnin að segja. Í þessu sambandi er athyglisvert að horfa til ákvarðana er teknar hafa verið tengt íslenskum sjávarútvegi undanfarið. Jón og séra Jón Nú í ágúst mánuði myndaðist mikill þrýstingur meðal strandveiðimanna um að bætt yrði óverulega við heimildir þeirra svo þeim gæti orðið mögulegt að stunda veiðar til ágústloka. Málið snerist ekki um fleiri þúsund eða tugi þúsunda tonna heldur einungis á bilinu 1000-1500 tonn. Ákvörðunin snerist um það hvort nokkur hundruð einstaklingar yrðu atvinnulausir, seinni hluta mánaðarins. Tonn þessi höfðu reyndar að stóru leiti fallið dauð niður árið áður þar sem ekki hafði náðst að veiða þau. Ákvörðun ráðuneytis er um málið fjallar var að ekki væri unnt að verða við beiðni Landssambands smábátaeigenda. Að sama skapi var ekki orðið við beiðni um að veiðar yrðu framlengdar út september mánuð. Á svipuðum tíma þó nokkru fyrr var tekin fyrir beiðni í sama ráðuneyti þess efnis að auka heimild handhafa veiðiheimilda til að færa 10% meira af heimildum milli ára vegna Covid 19. Þarna er um að ræða aðgerð sem gat valdið því að 20-30 þúsund tonn yrðu ekki veidd fyrr en ári seinna. Á tímum aukins atvinnuleysis er athyglisvert að það blasir við að þessi aðgerð ein og sér leiðir til aukins atvinnuleysis til skemmri tíma. Erindið var samþykkt í ráðuneytinu og heimildin aukin um 10%. Fjölgum störfum við fiskvinnslu Samtök Fiskframleiðenda og Útflytjenda hafa um áraráðir farið þess á leit, við ráðuneyti sem um sjávarútveg fjalla, að leitað verði allra leiða til þess að ýta undir fullvinnslu fisks á Íslandi með það að markmiði að auka þjóðarhag. Ítrekað hefur verið bent á að þjóðin verði af þjóðartekjum þó svo einstaka útgerð beri hag af útflutningi starfa með þessum hætti. Skemmst er að minnast þess að á síðasta ári var útflutningur þessi liðlega 50 þúsund tonn og má heimfæra að það þýði að nokkur hundruð störf í landinu tapist auk fylgjandi þjóðartekna. Aldarfjórðungur er liðinn frá því að línutvöföldun var aflögð. Veiðiheimildum sem þar voru nýttar voru teknar og úthlutað til handhafa veiðiheimildanna. Ráðstöfunin byggði á línuveiðum. Skilyrði sem leiddi til fleiri starfa sem og aukinnar verðmætasköpunnar innanlands. Tugþúsundir tonna til fullvinnslu erlendis Reglum varðandi útflutning á óunnum afla var jafnframt breitt fyrir nokkrum árum síðan. Á þann máta að nú eru það ekki lengur opinberar upplýsingar hverjir flytja afla út með þessum hætti. Handhafar veiðiheimildanna geta þannig alfarið komist hjá vinnslu afla hér innanlands ef þeim sýnist svo. Þeir flytja nú þegar tugþúsundir tonna úr landi með þessum hætti. Sjávarútvegsráðherra hefur alfarið valið að skipta sér ekki af þessu á nokkurn hátt, hvorki með því að ýta undir vinnslu hér innanlands eða hamla útflutning þessum á nokkurn hátt. Fákeppni orðið raunverulegt vandamál Núverandi ráðherra sjávarútvegsmála, skipaði á árinu 2019 starfshóp sem fara skyldi ofan í kjölin á þremur atriðum sem betur mættu fara í íslenskum sjávarútvegi. Brottkast fisks, svindl við vigtun afla og óeðlilega mikla samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Ráðherra setti reyndar ekki þennan starfshóp saman sjálfviljugur heldur hafði Ríkisendurskoðun gert alvarlegar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með þessum þáttum. Fiskistofu ber að fylgjast með þeim en þeir sem til þekkja vita að það gerir hún veikum mætti. Frumvarp ráðherra í framhaldi af vinnu starfshópsins er að mínu viti vonbrigði. Fákeppni í íslenskum sjávarútvegi er orðið raunverulegt vandamál sem þeir sjá sem vilja. Gullegg íslenskrar þjóðar Sjávarútvegur, hvort sem um ræðir veiðar, vinnslu, tækniþróun eða markaðssetningu, er og verður gullegg íslenskrar þjóðar. Ef ekki er hugað að grundvallar samkeppnis þáttum sem honum tengjast og sett raunveruleg markmið um aukin hagvöxt vegna hans, mun íslensk þjóð verða af gríðarlegum verðmætum. Það er á ábyrgð fólks á æðstu ábyrgðastigum okkar að sjá til þess að svo verði ekki. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Atlason Sjávarútvegur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnsýslu hverrar þjóðar er það öðru mikilvægara að jafnræðisreglan sé viðhöfð. Að sama skapi verða þeir er til æðstu embætta þjóðar veljast að vera yfir allan vafa hafnir, er kemur að áhrifum vegna vina og kunningjatengsla. Sama gildir um tengsl við hagsmunahópa sem mikið hafa um málefnin að segja. Í þessu sambandi er athyglisvert að horfa til ákvarðana er teknar hafa verið tengt íslenskum sjávarútvegi undanfarið. Jón og séra Jón Nú í ágúst mánuði myndaðist mikill þrýstingur meðal strandveiðimanna um að bætt yrði óverulega við heimildir þeirra svo þeim gæti orðið mögulegt að stunda veiðar til ágústloka. Málið snerist ekki um fleiri þúsund eða tugi þúsunda tonna heldur einungis á bilinu 1000-1500 tonn. Ákvörðunin snerist um það hvort nokkur hundruð einstaklingar yrðu atvinnulausir, seinni hluta mánaðarins. Tonn þessi höfðu reyndar að stóru leiti fallið dauð niður árið áður þar sem ekki hafði náðst að veiða þau. Ákvörðun ráðuneytis er um málið fjallar var að ekki væri unnt að verða við beiðni Landssambands smábátaeigenda. Að sama skapi var ekki orðið við beiðni um að veiðar yrðu framlengdar út september mánuð. Á svipuðum tíma þó nokkru fyrr var tekin fyrir beiðni í sama ráðuneyti þess efnis að auka heimild handhafa veiðiheimilda til að færa 10% meira af heimildum milli ára vegna Covid 19. Þarna er um að ræða aðgerð sem gat valdið því að 20-30 þúsund tonn yrðu ekki veidd fyrr en ári seinna. Á tímum aukins atvinnuleysis er athyglisvert að það blasir við að þessi aðgerð ein og sér leiðir til aukins atvinnuleysis til skemmri tíma. Erindið var samþykkt í ráðuneytinu og heimildin aukin um 10%. Fjölgum störfum við fiskvinnslu Samtök Fiskframleiðenda og Útflytjenda hafa um áraráðir farið þess á leit, við ráðuneyti sem um sjávarútveg fjalla, að leitað verði allra leiða til þess að ýta undir fullvinnslu fisks á Íslandi með það að markmiði að auka þjóðarhag. Ítrekað hefur verið bent á að þjóðin verði af þjóðartekjum þó svo einstaka útgerð beri hag af útflutningi starfa með þessum hætti. Skemmst er að minnast þess að á síðasta ári var útflutningur þessi liðlega 50 þúsund tonn og má heimfæra að það þýði að nokkur hundruð störf í landinu tapist auk fylgjandi þjóðartekna. Aldarfjórðungur er liðinn frá því að línutvöföldun var aflögð. Veiðiheimildum sem þar voru nýttar voru teknar og úthlutað til handhafa veiðiheimildanna. Ráðstöfunin byggði á línuveiðum. Skilyrði sem leiddi til fleiri starfa sem og aukinnar verðmætasköpunnar innanlands. Tugþúsundir tonna til fullvinnslu erlendis Reglum varðandi útflutning á óunnum afla var jafnframt breitt fyrir nokkrum árum síðan. Á þann máta að nú eru það ekki lengur opinberar upplýsingar hverjir flytja afla út með þessum hætti. Handhafar veiðiheimildanna geta þannig alfarið komist hjá vinnslu afla hér innanlands ef þeim sýnist svo. Þeir flytja nú þegar tugþúsundir tonna úr landi með þessum hætti. Sjávarútvegsráðherra hefur alfarið valið að skipta sér ekki af þessu á nokkurn hátt, hvorki með því að ýta undir vinnslu hér innanlands eða hamla útflutning þessum á nokkurn hátt. Fákeppni orðið raunverulegt vandamál Núverandi ráðherra sjávarútvegsmála, skipaði á árinu 2019 starfshóp sem fara skyldi ofan í kjölin á þremur atriðum sem betur mættu fara í íslenskum sjávarútvegi. Brottkast fisks, svindl við vigtun afla og óeðlilega mikla samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Ráðherra setti reyndar ekki þennan starfshóp saman sjálfviljugur heldur hafði Ríkisendurskoðun gert alvarlegar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með þessum þáttum. Fiskistofu ber að fylgjast með þeim en þeir sem til þekkja vita að það gerir hún veikum mætti. Frumvarp ráðherra í framhaldi af vinnu starfshópsins er að mínu viti vonbrigði. Fákeppni í íslenskum sjávarútvegi er orðið raunverulegt vandamál sem þeir sjá sem vilja. Gullegg íslenskrar þjóðar Sjávarútvegur, hvort sem um ræðir veiðar, vinnslu, tækniþróun eða markaðssetningu, er og verður gullegg íslenskrar þjóðar. Ef ekki er hugað að grundvallar samkeppnis þáttum sem honum tengjast og sett raunveruleg markmið um aukin hagvöxt vegna hans, mun íslensk þjóð verða af gríðarlegum verðmætum. Það er á ábyrgð fólks á æðstu ábyrgðastigum okkar að sjá til þess að svo verði ekki. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar