Hvatti kjósendur sína til að fremja kosningasvik Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2020 23:55 Formlegt tilefni heimsóknar Trump til Norður-Karólínu var minningarathöfn um að 75 ár væru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar og lögðu aðstoðarmenn hans áherslu á að hún væri ekki liður í kosningabaráttu. Í formlegri ræðu notaði Trump þó tækifærið og gaf í skyn að keppinautur sinn í forsetakosningunum, Joe Biden, væri elliær. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni. Ummælin lét Trump falla þegar hann heimsótti Norður-Karólínu í dag en það er eitt af þeim ríkjum sem gæti ráðið úrslitum í forsetakosningunum í haust. Forsetinn hefur undanfarna mánuði keppst við að sá efasemdum um lögmæti kosninganna og þá sérstaklega póstatkvæða sem mörg ríki bjóða upp á í ríkari mæli til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. „Látið þau senda þau [atkvæðin] inn og látið þau svo fara og kjósa og ef kerfið er eins gott og þau segja að það sé þá fá þau augljóslega ekki að kjósa. Ef það er ekki talið geta þau kosið. Þannig ætti það að vera og það ættu þau að gera,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvort hann bæri traust til póstatkvæða sem notuð eru í Norður-Karólínu. Færu stuðningsmenn Trump að uppástungu forsetans gerðust þeir sekir um lögbrot því ólöglegt er að greiða atkvæði oftar en einu sinni, að sögn fréttastofu NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Trump hefur lagt fram litlar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um að póstatkvæðum fylgi stórfelld kosningasvik. Hann hefur engu að síður ítrekað haldið því fram að kosningarnar verði ómarktækar verði kjósendum gert kleift að greiða atkvæði með pósti í auknum mæli. Í sumum ríkjum eru kosningar þó eingöngu haldnar með póstatkvæðum. Repúblikanar og framboð Trump hafa höfðað nokkur dómsmál til þess að koma í veg fyrir að ríkisyfirvöld rýmki rétt kjósenda til póstatkvæða í faraldrinum. Trump kaus þó sjálfur með póstatkvæði í forvali repúblikana á Flórída fyrr á þessu ári. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17. ágúst 2020 06:50 Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07 Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni. Ummælin lét Trump falla þegar hann heimsótti Norður-Karólínu í dag en það er eitt af þeim ríkjum sem gæti ráðið úrslitum í forsetakosningunum í haust. Forsetinn hefur undanfarna mánuði keppst við að sá efasemdum um lögmæti kosninganna og þá sérstaklega póstatkvæða sem mörg ríki bjóða upp á í ríkari mæli til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. „Látið þau senda þau [atkvæðin] inn og látið þau svo fara og kjósa og ef kerfið er eins gott og þau segja að það sé þá fá þau augljóslega ekki að kjósa. Ef það er ekki talið geta þau kosið. Þannig ætti það að vera og það ættu þau að gera,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvort hann bæri traust til póstatkvæða sem notuð eru í Norður-Karólínu. Færu stuðningsmenn Trump að uppástungu forsetans gerðust þeir sekir um lögbrot því ólöglegt er að greiða atkvæði oftar en einu sinni, að sögn fréttastofu NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Trump hefur lagt fram litlar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um að póstatkvæðum fylgi stórfelld kosningasvik. Hann hefur engu að síður ítrekað haldið því fram að kosningarnar verði ómarktækar verði kjósendum gert kleift að greiða atkvæði með pósti í auknum mæli. Í sumum ríkjum eru kosningar þó eingöngu haldnar með póstatkvæðum. Repúblikanar og framboð Trump hafa höfðað nokkur dómsmál til þess að koma í veg fyrir að ríkisyfirvöld rýmki rétt kjósenda til póstatkvæða í faraldrinum. Trump kaus þó sjálfur með póstatkvæði í forvali repúblikana á Flórída fyrr á þessu ári.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17. ágúst 2020 06:50 Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07 Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17. ágúst 2020 06:50
Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07
Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00
Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30