Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2020 12:48 Það er oft fámennt í miðborginni eftir miðnætti um helgar. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mikið hefur verið fjallað um harkaleg hópslagsmál sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið. Talið er mögulegt að um einhvers konar uppgjör hafi verið að ræða á milli hópanna og segir Ásgeir Þór í samtali við Vísi að svo virðist sem að hóparnir hafi verið búnir að ákveða að slást þar sem slagsmálin fóru fram. Því sé ekki hægt að tengja hópslagsmálin við einhvers konar ófremdarástand sem myndist í miðborginni um helgar eftir að skemmti- og veitingastaðir loka klukkan ellefu, og þeir sem þar hafa setið streyma út. Þvert á móti sé ástandið í miðborginni að kvöldi til um helgar með hinu bærilegasta móti fyrir lögreglumenn. „Ég er búinn að fá hverja myndina á fætur hver annari eftir þessi föstudags- og laugardagskvöld þar sem að lögreglumenn eru einir í miðbænum um tólf-leytið,“ segir Ásgeir Þór. Máli sínu til stuðnings vísar hann í tölfræði sem lögreglan hefur tekið saman um fjölda brota í miðborginni frá miðnætti til klukkan sex á morgna á virkum dögum og um helgar það sem af er ári, samanborið við sama tímabil árin 2017 til 2019. Líkt og sjá má hefur brotum um helgar fækkað mjög, en hafa þarf í huga að skemmti- og veitingastaðir hafa ýmist verið lokaðir eða verið með skertan opnunartíma á talsverðum hluta þess árs vegna kórónuveirufaraldursins. Aðspurður um hverjar hann telji ástæður þess að bærinn tæmist svo fljótt telur Ásgeir mögulegt að auðveldara sé fyrir þá sem skelli sér í bæinn á kvöldin að komast heim klukkan ellefu, en um miðja nótt í venjulegu árferði. „Kannski er þetta fýsilegur kostur að einhverjir fara að djamma eftir vinnu og svo hringja þeir í krakkann eða maka og viðkomandi kemur og sækir þá bara. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Þarna eru almenningssamgöngurnar líka í fullum gangi. Bærinn tæmist bara yfirleitt fljótt. Ég tala nú ekki um þegar við erum að fara inn í haustið og veturinn þegar fer að kólna þá á hann eftir að tæmast enn þá hraðar. Við erum búin að fara í gegnum sumarið og samt hefur þetta verið svona,“ segir Ásgeir Þór. Samfélagið þurfi að spyrja sig hvernig menningin eigi að vera Telur Ásgeir Þór að það verði fróðlegt að gera upp afbrotatölfræði fyrir þetta tímabil þegar faraldurinn verði yfirstaðinn. „Það er kannski eitthvað sem við sem samfélag þurfum aðeins að velta fyrir okkur. Þegar það verður gert upp, hvaða brotum fjölgar, hvaða brotum fækkar og hvernig er menningin? Er þetta betra fyrir okkur sem heild eða er þetta verra? Breytingar í þessum efnum séu hins vegar ekki eitthvað sem lögreglan eigi að ákveða, og ekki heldur eigendur skemmti- og veitingastaða. Samfélagið þurfi að spyrja sig þeirrar spurningar hvernig það vilji að menningin á næturlífinu sé. „Hvernig viljum við hafa miðbæinn? Viljum við hafa þarna standandi partý, líkamsárásir og nauðganir inn á börum eða viljum við sleppa því?“ Hér að neðan má sjá innslag kvöldfrétta Stöðvar 2 um hópslagsmálin. Myndefnið af slagsmálunum er fengið frá Fréttablaðinu. Lögreglumál Lögreglan Næturlíf Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05 Fjórir handteknir og þrír á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbænum Fjórir eru í haldi lögreglu eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slagsmálin. 30. ágúst 2020 13:38 Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mikið hefur verið fjallað um harkaleg hópslagsmál sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið. Talið er mögulegt að um einhvers konar uppgjör hafi verið að ræða á milli hópanna og segir Ásgeir Þór í samtali við Vísi að svo virðist sem að hóparnir hafi verið búnir að ákveða að slást þar sem slagsmálin fóru fram. Því sé ekki hægt að tengja hópslagsmálin við einhvers konar ófremdarástand sem myndist í miðborginni um helgar eftir að skemmti- og veitingastaðir loka klukkan ellefu, og þeir sem þar hafa setið streyma út. Þvert á móti sé ástandið í miðborginni að kvöldi til um helgar með hinu bærilegasta móti fyrir lögreglumenn. „Ég er búinn að fá hverja myndina á fætur hver annari eftir þessi föstudags- og laugardagskvöld þar sem að lögreglumenn eru einir í miðbænum um tólf-leytið,“ segir Ásgeir Þór. Máli sínu til stuðnings vísar hann í tölfræði sem lögreglan hefur tekið saman um fjölda brota í miðborginni frá miðnætti til klukkan sex á morgna á virkum dögum og um helgar það sem af er ári, samanborið við sama tímabil árin 2017 til 2019. Líkt og sjá má hefur brotum um helgar fækkað mjög, en hafa þarf í huga að skemmti- og veitingastaðir hafa ýmist verið lokaðir eða verið með skertan opnunartíma á talsverðum hluta þess árs vegna kórónuveirufaraldursins. Aðspurður um hverjar hann telji ástæður þess að bærinn tæmist svo fljótt telur Ásgeir mögulegt að auðveldara sé fyrir þá sem skelli sér í bæinn á kvöldin að komast heim klukkan ellefu, en um miðja nótt í venjulegu árferði. „Kannski er þetta fýsilegur kostur að einhverjir fara að djamma eftir vinnu og svo hringja þeir í krakkann eða maka og viðkomandi kemur og sækir þá bara. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Þarna eru almenningssamgöngurnar líka í fullum gangi. Bærinn tæmist bara yfirleitt fljótt. Ég tala nú ekki um þegar við erum að fara inn í haustið og veturinn þegar fer að kólna þá á hann eftir að tæmast enn þá hraðar. Við erum búin að fara í gegnum sumarið og samt hefur þetta verið svona,“ segir Ásgeir Þór. Samfélagið þurfi að spyrja sig hvernig menningin eigi að vera Telur Ásgeir Þór að það verði fróðlegt að gera upp afbrotatölfræði fyrir þetta tímabil þegar faraldurinn verði yfirstaðinn. „Það er kannski eitthvað sem við sem samfélag þurfum aðeins að velta fyrir okkur. Þegar það verður gert upp, hvaða brotum fjölgar, hvaða brotum fækkar og hvernig er menningin? Er þetta betra fyrir okkur sem heild eða er þetta verra? Breytingar í þessum efnum séu hins vegar ekki eitthvað sem lögreglan eigi að ákveða, og ekki heldur eigendur skemmti- og veitingastaða. Samfélagið þurfi að spyrja sig þeirrar spurningar hvernig það vilji að menningin á næturlífinu sé. „Hvernig viljum við hafa miðbæinn? Viljum við hafa þarna standandi partý, líkamsárásir og nauðganir inn á börum eða viljum við sleppa því?“ Hér að neðan má sjá innslag kvöldfrétta Stöðvar 2 um hópslagsmálin. Myndefnið af slagsmálunum er fengið frá Fréttablaðinu.
Lögreglumál Lögreglan Næturlíf Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05 Fjórir handteknir og þrír á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbænum Fjórir eru í haldi lögreglu eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slagsmálin. 30. ágúst 2020 13:38 Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05
Fjórir handteknir og þrír á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbænum Fjórir eru í haldi lögreglu eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slagsmálin. 30. ágúst 2020 13:38
Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55