Flugsamgöngur kerfislega mikilvægar en ekki Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 1. september 2020 18:55 Forstjóri flugfélagsins Play segir flugsamgöngur við landið þjóðhagslega mikilvægar en þær þurfi ekki að að vera í höndum Icelandair. Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair sé of áhættusöm og skekki samkeppni á markaði. Ellefu umsagnir hafa borist fjárlaganefnd begna frumvarps fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánum til Icelandair. Þeirra á meðal frá samtökum atvinnulífsins og Samtökum ferðaþjónnustunnar sem hafa bætt inn fyrirvara um að Alþingi skoði að ábyrgð ríkisins nái aðeins til lána til flugfélagsins Icelandair en ekki móðurfélagsins. Fjölmargir umsagnaraðilar taka undir þetta sjónarmið. Þingfundi sem átti að vera í dag var frestað til morgundagsins vegna þess að þingnefndir, sérstaklega velferðarnefnd og fjárlaganefnd, þurfa lengri tíma til að fara yfir þau stóru mál sem stefnt er á að afgreiða á þingstubbi fyrir lok þessarrar viku. Stærsta málið er ríkisábyrgð á lánalínur upp á fimmtán milljarða króna til Icelandair. Arnar Már Magnússon forstjóri flugfélagsins Playsegir félagið leggjast alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair í sinni umsögn. Áhættan sé of mikil jafnvel með tilliti til rekstrar félagsins fyrir kórónufaraldurinn. Play hefur þegat tryggt sér sex nýjar Airbus flugvélar sem bíða þess að fara í loftið en kórónufaraldurinn hefur tafið áætlanir félagsins sem að óbreyttu hefur starfsemi snemma í vetur.Vísir/Vilhelm „Það er í rauninni okkar sýn að þessi markaður eigi að vera án ríkisíhlutunar. Það eru flugfélög sem sjá um að tryggja samgöngur til og frá landinu nú þegar,“ segir Arnar Már. Stjórnmálamenn, forystufólk í ríkisstjórn og fleiri hafa ítrekað undirstrikað þjóðhagslegt mikilvægi Icellandair og leiðakerfis fyrirtækisins með Keflavík sem miðstöð tengiflugs milli norður Ameríku og Evrópu. „Það er svo sannarlega kerfislega mikilvægt að hafa samgöngur til og frá landinu. En hvort það sé eitt félag sem sé það kerfislega mikilvægt í stöðunni sem nú er uppi, hvort að sé forsvaranlegt,“ segir Arnar Már. Play sé tilbúið með nýjar og fullkomnar Airbus flugvélar til að hefja flug til norður Ameríku og Evrópu sem hafi dregist vegna kórónufaraldursins. En flug muni hefjast fyrir áramót og fyrr ef allt færi á versta veg hjá Icelandair. Með hvað stuttum fyrirvara gætuð þið farið á loft með ykkar flota? „Mjög stuttum. Gríðarlega stuttum. Og það er okkar áætlun og er í okkar áætlunum að vera þessi „hub operator" og tengja Ísland bæði við norður Ameríku og Evrópu og norður Ameríku við Evrópu með viðkomu á Íslandi,“ segir Arnar Már Magnússon. Play Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Forstjóri flugfélagsins Play segir flugsamgöngur við landið þjóðhagslega mikilvægar en þær þurfi ekki að að vera í höndum Icelandair. Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair sé of áhættusöm og skekki samkeppni á markaði. Ellefu umsagnir hafa borist fjárlaganefnd begna frumvarps fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánum til Icelandair. Þeirra á meðal frá samtökum atvinnulífsins og Samtökum ferðaþjónnustunnar sem hafa bætt inn fyrirvara um að Alþingi skoði að ábyrgð ríkisins nái aðeins til lána til flugfélagsins Icelandair en ekki móðurfélagsins. Fjölmargir umsagnaraðilar taka undir þetta sjónarmið. Þingfundi sem átti að vera í dag var frestað til morgundagsins vegna þess að þingnefndir, sérstaklega velferðarnefnd og fjárlaganefnd, þurfa lengri tíma til að fara yfir þau stóru mál sem stefnt er á að afgreiða á þingstubbi fyrir lok þessarrar viku. Stærsta málið er ríkisábyrgð á lánalínur upp á fimmtán milljarða króna til Icelandair. Arnar Már Magnússon forstjóri flugfélagsins Playsegir félagið leggjast alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair í sinni umsögn. Áhættan sé of mikil jafnvel með tilliti til rekstrar félagsins fyrir kórónufaraldurinn. Play hefur þegat tryggt sér sex nýjar Airbus flugvélar sem bíða þess að fara í loftið en kórónufaraldurinn hefur tafið áætlanir félagsins sem að óbreyttu hefur starfsemi snemma í vetur.Vísir/Vilhelm „Það er í rauninni okkar sýn að þessi markaður eigi að vera án ríkisíhlutunar. Það eru flugfélög sem sjá um að tryggja samgöngur til og frá landinu nú þegar,“ segir Arnar Már. Stjórnmálamenn, forystufólk í ríkisstjórn og fleiri hafa ítrekað undirstrikað þjóðhagslegt mikilvægi Icellandair og leiðakerfis fyrirtækisins með Keflavík sem miðstöð tengiflugs milli norður Ameríku og Evrópu. „Það er svo sannarlega kerfislega mikilvægt að hafa samgöngur til og frá landinu. En hvort það sé eitt félag sem sé það kerfislega mikilvægt í stöðunni sem nú er uppi, hvort að sé forsvaranlegt,“ segir Arnar Már. Play sé tilbúið með nýjar og fullkomnar Airbus flugvélar til að hefja flug til norður Ameríku og Evrópu sem hafi dregist vegna kórónufaraldursins. En flug muni hefjast fyrir áramót og fyrr ef allt færi á versta veg hjá Icelandair. Með hvað stuttum fyrirvara gætuð þið farið á loft með ykkar flota? „Mjög stuttum. Gríðarlega stuttum. Og það er okkar áætlun og er í okkar áætlunum að vera þessi „hub operator" og tengja Ísland bæði við norður Ameríku og Evrópu og norður Ameríku við Evrópu með viðkomu á Íslandi,“ segir Arnar Már Magnússon.
Play Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57
Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13