Að fá sorgina í heimsókn Arnar Sveinn Geirsson skrifar 31. ágúst 2020 09:00 Ég átti afmæli í gær – 29 ára gamall og lífið rétt að taka af stað, að mér finnst í það minnsta. Á afmælisdeginum fer ég oft yfir það hvar ég er staddur og þá sérstaklega andlega. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir lífið, stundina sem líður hverju sinni, og tel mig vera á góðu róli í ferðalaginu mínu. En þrátt fyrir það að þá lendi ég alltaf reglulega á hraðahindrunum. Fyrst óttaðist ég það mjög þegar ég lenti á þessum hraðahindrunum – og sá jafnvel frekar fyrir mér að vegurinn hefði skyndilega endað og ekkert biði mín annað en að detta niður þverhnípið. Detta niður og enda á byrjunarreit. Því fleiri sem hindranirnar hins vegar urðu og því oftar sem ég komst yfir þær, því öruggari varð ég þegar ég lenti á þeim og því sannfærðari varð ég um að ég væri á góðri leið. Afmælisdagurinn í gær var í sannleika sagt frekar erfiður. Fjölskyldan mín fór eldsnemma um morguninn til Þýskalands þar sem þau búa og þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið fyrsta kveðjustundin að þá virðast þær aldrei verða auðveldari - og svo sakna ég þess alltaf sérstaklega mikið á þessum degi að hafa ekki mömmu. Eftir að hafa farið yfir allar þessar hraðahindranir sem hafa orðið í vegi mínum hef ég lært að þær eru ofboðslega mikilvægar. Þær hægja á mér og gefa mér tækifæri til þess að staldra við og átta mig á því hvað raunverulega er að gerast. Og í gær að þá áttaði ég mig á því að sorgin hafði komið í heimsókn. Sorgin heimsækir okkur öll á þessu ferðalagi sem lífið er. Ástæður heimsóknarinnar eru mismunandi - einhver sem okkur er kærkominn fellur frá, það slitnar upp úr ástarsambandi hjá okkur, við sjálf verðum fyrir persónulegu áfalli og svona gæti ég áfram haldið. En þær eiga það allar sameiginlegt að kærleikur og ást er uppsprettan. Í júlí síðastliðnum féllu frá tvær manneskjur sem tengdust mér báðar, en þó úr ákveðinni fjarlægð. Vegna aðstæðna að þá gátu ekki allir mætt sem vildu, en báðum jarðarförunum var streymt á netinu. Ég sat við tölvuna og hlustaði á fólk sem stóð þessum manneskjum nærri tala um allar þær góðu minningar sem það hafði safnað í gegnum árin, en á sama tíma sá ég sorgina í augum þess og þeirra sem á bekkjunum sátu. Viðbrög mín við það að sjá þetta, allar þessar tilfinningar brjótast um í fólki, voru þannig að mig langaði ekki að horfa lengur. Ég fór til baka til tíma þar sem sorgin var svo yfirþyrmandi í mínu lífi að ég hélt að ég myndi aldrei komast þaðan. Ég myndi aldrei ná andanum. Síðast þegar ég hleypti sorginni inn að þá hélt ég að hún færi aldrei aftur út. Hún hélt mér heljargreipum. Ég fann fyrir tómleika og vonleysi – það vantaði svo mikið inn í líf mitt. Lífið yrði aldrei aftur eins og ég myndi aldrei komast í gegnum þetta – og það besta, og það eina, í stöðunni væri að ná að útrýma sorginni. Að finna aldrei aftur fyrir sorg. Af hverju ætti maður nokkurn tímann að vilja finna fyrir sorg? Í gærmorgun þegar ég vaknaði og vissi að fjölskyldan mín væri nú þegar komin til Þýskalands að þá fann ég fyrir þessum tómleika. Allt í einu leið mér eins og það vantaði svo mikið, þrátt fyrir að vera umkringdur góðum vinum og fjölskyldu hér á Íslandi líka. Þessi tilfinning fylgdi mér yfir daginn þar til ég áttaði mig á því að ég var á leiðinni yfir enn eina hraðahindrunina. Ég staldraði við, þakkaði fyrir tækifærið og skoðaði hvað var raunverulega að gerast. Og þá sá ég að viðhorf mitt gagnvart sorginni væri ekki heilbrigt. Að það væri ekki að hjálpa mér. Ég hræddist sorgina og leyfði henni að stjórna mér. Sársauki og erfiðleikar eru óhjákvæmilegir hlutar lífsins en þjáningin, að velta sér upp úr sársaukanum og erfiðeikunum, er valfrjáls. Við stjórnum því ekki hvenær sorgin kemur í heimsókn, en við aftur á móti stjórnum því hvernig við bregðumst við því að fá hana í heimsókn. Ef við viljum útrýma sorginni að þá þyrftum við á sama tíma að útrýma ástinni og kærleikanum. Ef við viljum aldrei finna fyrir sorg, að þá getum við heldur aldrei elskað. Þess vegna hætti ég ekki að horfa á jarðarfarirnar. Af því að þrátt fyrir alla þessa sorg að þá var samt svo mikil fegurð – það var svo mikil ást og kærleikur í augum allra sem skein mikið skærar en sorgin. Og þess vegna er ég þakklátur fyrir það að afmælisdagurinn hafi verið erfiður á vissan hátt – af því að það sagði mér að ég er umkringdur af fólki sem mér þykir vænt um. Tíminn er ekki það sem er dýrmætt við þetta líf, heldur er það stundin sem líður hverju sinni sem er svo dýrmæt. Því meiri orku sem við setjum í fortíð og framtíð, því oftar missum við af því sem er að gerast núna – sem er það mikilvægasta af öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég átti afmæli í gær – 29 ára gamall og lífið rétt að taka af stað, að mér finnst í það minnsta. Á afmælisdeginum fer ég oft yfir það hvar ég er staddur og þá sérstaklega andlega. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir lífið, stundina sem líður hverju sinni, og tel mig vera á góðu róli í ferðalaginu mínu. En þrátt fyrir það að þá lendi ég alltaf reglulega á hraðahindrunum. Fyrst óttaðist ég það mjög þegar ég lenti á þessum hraðahindrunum – og sá jafnvel frekar fyrir mér að vegurinn hefði skyndilega endað og ekkert biði mín annað en að detta niður þverhnípið. Detta niður og enda á byrjunarreit. Því fleiri sem hindranirnar hins vegar urðu og því oftar sem ég komst yfir þær, því öruggari varð ég þegar ég lenti á þeim og því sannfærðari varð ég um að ég væri á góðri leið. Afmælisdagurinn í gær var í sannleika sagt frekar erfiður. Fjölskyldan mín fór eldsnemma um morguninn til Þýskalands þar sem þau búa og þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið fyrsta kveðjustundin að þá virðast þær aldrei verða auðveldari - og svo sakna ég þess alltaf sérstaklega mikið á þessum degi að hafa ekki mömmu. Eftir að hafa farið yfir allar þessar hraðahindranir sem hafa orðið í vegi mínum hef ég lært að þær eru ofboðslega mikilvægar. Þær hægja á mér og gefa mér tækifæri til þess að staldra við og átta mig á því hvað raunverulega er að gerast. Og í gær að þá áttaði ég mig á því að sorgin hafði komið í heimsókn. Sorgin heimsækir okkur öll á þessu ferðalagi sem lífið er. Ástæður heimsóknarinnar eru mismunandi - einhver sem okkur er kærkominn fellur frá, það slitnar upp úr ástarsambandi hjá okkur, við sjálf verðum fyrir persónulegu áfalli og svona gæti ég áfram haldið. En þær eiga það allar sameiginlegt að kærleikur og ást er uppsprettan. Í júlí síðastliðnum féllu frá tvær manneskjur sem tengdust mér báðar, en þó úr ákveðinni fjarlægð. Vegna aðstæðna að þá gátu ekki allir mætt sem vildu, en báðum jarðarförunum var streymt á netinu. Ég sat við tölvuna og hlustaði á fólk sem stóð þessum manneskjum nærri tala um allar þær góðu minningar sem það hafði safnað í gegnum árin, en á sama tíma sá ég sorgina í augum þess og þeirra sem á bekkjunum sátu. Viðbrög mín við það að sjá þetta, allar þessar tilfinningar brjótast um í fólki, voru þannig að mig langaði ekki að horfa lengur. Ég fór til baka til tíma þar sem sorgin var svo yfirþyrmandi í mínu lífi að ég hélt að ég myndi aldrei komast þaðan. Ég myndi aldrei ná andanum. Síðast þegar ég hleypti sorginni inn að þá hélt ég að hún færi aldrei aftur út. Hún hélt mér heljargreipum. Ég fann fyrir tómleika og vonleysi – það vantaði svo mikið inn í líf mitt. Lífið yrði aldrei aftur eins og ég myndi aldrei komast í gegnum þetta – og það besta, og það eina, í stöðunni væri að ná að útrýma sorginni. Að finna aldrei aftur fyrir sorg. Af hverju ætti maður nokkurn tímann að vilja finna fyrir sorg? Í gærmorgun þegar ég vaknaði og vissi að fjölskyldan mín væri nú þegar komin til Þýskalands að þá fann ég fyrir þessum tómleika. Allt í einu leið mér eins og það vantaði svo mikið, þrátt fyrir að vera umkringdur góðum vinum og fjölskyldu hér á Íslandi líka. Þessi tilfinning fylgdi mér yfir daginn þar til ég áttaði mig á því að ég var á leiðinni yfir enn eina hraðahindrunina. Ég staldraði við, þakkaði fyrir tækifærið og skoðaði hvað var raunverulega að gerast. Og þá sá ég að viðhorf mitt gagnvart sorginni væri ekki heilbrigt. Að það væri ekki að hjálpa mér. Ég hræddist sorgina og leyfði henni að stjórna mér. Sársauki og erfiðleikar eru óhjákvæmilegir hlutar lífsins en þjáningin, að velta sér upp úr sársaukanum og erfiðeikunum, er valfrjáls. Við stjórnum því ekki hvenær sorgin kemur í heimsókn, en við aftur á móti stjórnum því hvernig við bregðumst við því að fá hana í heimsókn. Ef við viljum útrýma sorginni að þá þyrftum við á sama tíma að útrýma ástinni og kærleikanum. Ef við viljum aldrei finna fyrir sorg, að þá getum við heldur aldrei elskað. Þess vegna hætti ég ekki að horfa á jarðarfarirnar. Af því að þrátt fyrir alla þessa sorg að þá var samt svo mikil fegurð – það var svo mikil ást og kærleikur í augum allra sem skein mikið skærar en sorgin. Og þess vegna er ég þakklátur fyrir það að afmælisdagurinn hafi verið erfiður á vissan hátt – af því að það sagði mér að ég er umkringdur af fólki sem mér þykir vænt um. Tíminn er ekki það sem er dýrmætt við þetta líf, heldur er það stundin sem líður hverju sinni sem er svo dýrmæt. Því meiri orku sem við setjum í fortíð og framtíð, því oftar missum við af því sem er að gerast núna – sem er það mikilvægasta af öllu.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun