Braskari allra landsmanna Þorsteinn Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2020 21:45 Nú standa sem hæst byggingaframkvæmdir Landsbankans á dýrustu lóð á Íslandi. Þar hyggst banki sem er nær alfarið í eigu þjóðarinnar hreiðra um sig til frambúar í sextánþúsund og fimmhundruð fermetra húsnæði. Síðustu kostnaðartölur vegna lóðar og byggingar nema nú um 12 milljörðum króna. Greinarhöfundur hefur mótmælt byggingaráformum vegna nýrra höfuðstöðva Landsbankans harðlega allt frá árinu 2013. Ber þar margt til. Það er röng ákvörðun að byggja nýjar höfuðstöðvar þjóðarbankans á dýrustu lóð landsins. Höfuðstöðvar þ.m.t. bakvinnsla hagdeild og fleira getur sem best verið hvar sem er svo sem í Breiðholti Árbæ eða úti á landi. Á þeim tíma sem byggingaráformin hafa staðið hefur starfsmönnum bankans fækkað útibúum hefur verið lokað og dregið úr hefðbundinni bankaþjónustu samfara örum framförum í netþjónustu. Bygging nýrra höfuðstöðva er í hrópandi mótsögn við þá þróun. Líkt og fyrirtækjum í eigu ríkisins er tamt hafa upplýsingar bankans um byggingaráformin verið settar fram smátt og smátt líkt og í teskeiðum meðan ákvarðanir voru teknar og framkvæmdir hafnar. Sagt hefur verið að með byggingunni minnki húsnæðisþörf bankans verulega vegna þess að fjölmargar byggingar verði rýmdar og seldar eða leigu sagt upp. Ekki virðist hafa verið gripið til þeirra ráða nú þegar þrátt fyrir fækkun útibúa og starfsfólks. Eftir því sem meira af húsinu kemur upp úr jörðinni hafa svo verið dregnar fram nýjar útskýringar. Bankinn ætlar alls ekki að nýta allt húsið heldur leigja stóran hluta þess út. Einmitt það já! Hvers vegna var þá ráðist í svo stóra framkvæmd? Samkvæmt nýlegum upplýsingum er fyrirhugað að bankinn muni leggjast í leigubrask og freista þess að leigja út um þriðjung nýbyggingarinnar. Það liggur fyrir að nú og í nánustu framtíð verður mjög aukið framboð á skrifstofuhúsnæði til leigu í miðborg Reykjavíkur. Það virðist því misráðið af banka í eigu þjóðarinnar að ætla nú að hella sér út í leigubrask. Það er enda ekki eitt af meginverkefnum ríkisbanka að stunda útleigu fasteigna yfir höfuð. Það hefur komið í ljós að allar ábendingar um ónauðsyn nýbyggingar á dýrustu lóð Íslands voru og eru á rökum reistar. Við því er aðeins eitt svar: Selja þarf nýbyggingu Landsbanka Íslands í núverandi ástandi og leggja andvirðið í hart leikinn ríkissjóð. Höfuðstöðvum bankans sem taka tillit til færra starfsfólks og aukinnar netvæðingar má koma fyrir á öðrum og hagkvæmari stað. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Reykjavík Íslenskir bankar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú standa sem hæst byggingaframkvæmdir Landsbankans á dýrustu lóð á Íslandi. Þar hyggst banki sem er nær alfarið í eigu þjóðarinnar hreiðra um sig til frambúar í sextánþúsund og fimmhundruð fermetra húsnæði. Síðustu kostnaðartölur vegna lóðar og byggingar nema nú um 12 milljörðum króna. Greinarhöfundur hefur mótmælt byggingaráformum vegna nýrra höfuðstöðva Landsbankans harðlega allt frá árinu 2013. Ber þar margt til. Það er röng ákvörðun að byggja nýjar höfuðstöðvar þjóðarbankans á dýrustu lóð landsins. Höfuðstöðvar þ.m.t. bakvinnsla hagdeild og fleira getur sem best verið hvar sem er svo sem í Breiðholti Árbæ eða úti á landi. Á þeim tíma sem byggingaráformin hafa staðið hefur starfsmönnum bankans fækkað útibúum hefur verið lokað og dregið úr hefðbundinni bankaþjónustu samfara örum framförum í netþjónustu. Bygging nýrra höfuðstöðva er í hrópandi mótsögn við þá þróun. Líkt og fyrirtækjum í eigu ríkisins er tamt hafa upplýsingar bankans um byggingaráformin verið settar fram smátt og smátt líkt og í teskeiðum meðan ákvarðanir voru teknar og framkvæmdir hafnar. Sagt hefur verið að með byggingunni minnki húsnæðisþörf bankans verulega vegna þess að fjölmargar byggingar verði rýmdar og seldar eða leigu sagt upp. Ekki virðist hafa verið gripið til þeirra ráða nú þegar þrátt fyrir fækkun útibúa og starfsfólks. Eftir því sem meira af húsinu kemur upp úr jörðinni hafa svo verið dregnar fram nýjar útskýringar. Bankinn ætlar alls ekki að nýta allt húsið heldur leigja stóran hluta þess út. Einmitt það já! Hvers vegna var þá ráðist í svo stóra framkvæmd? Samkvæmt nýlegum upplýsingum er fyrirhugað að bankinn muni leggjast í leigubrask og freista þess að leigja út um þriðjung nýbyggingarinnar. Það liggur fyrir að nú og í nánustu framtíð verður mjög aukið framboð á skrifstofuhúsnæði til leigu í miðborg Reykjavíkur. Það virðist því misráðið af banka í eigu þjóðarinnar að ætla nú að hella sér út í leigubrask. Það er enda ekki eitt af meginverkefnum ríkisbanka að stunda útleigu fasteigna yfir höfuð. Það hefur komið í ljós að allar ábendingar um ónauðsyn nýbyggingar á dýrustu lóð Íslands voru og eru á rökum reistar. Við því er aðeins eitt svar: Selja þarf nýbyggingu Landsbanka Íslands í núverandi ástandi og leggja andvirðið í hart leikinn ríkissjóð. Höfuðstöðvum bankans sem taka tillit til færra starfsfólks og aukinnar netvæðingar má koma fyrir á öðrum og hagkvæmari stað. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun