„Kæmi ekki til greina að hleypa þeim í þessi landsliðsverkefni“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 12:45 Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason hafa leikið lykilhlutverk í ótrúlegum árangri íslenska landsliðsins síðastliðin átta ár. VÍSIR/GETTY Ef Davíð Þór Viðarsson væri þjálfari Vals, FH eða Víkings R. þá væru íslenskir og færeyskir landsliðsmenn liðanna ekki á leið í landsleiki í september. Þetta sagði Davíð í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar var rætt um tímabundna breytingu á reglum FIFA sem geri félagsliðum kleift að banna leikmönnum að fara í landsleiki í Þjóðadeildinni í september, þurfi þeir að fara í fimm daga sóttkví vegna leikjanna. Slíkt ætti að óbreyttu við Gunnar Nielsen, aðalmarkvörð FH, og Valsmanninn Kaj Leo í Bartalsstovu sem báðir hafa verið valdir í færeyska landsliðið. Valur ætti sömuleiðis rétt á að banna Hannesi Þór Halldórssyni og Birki Má Sævarssyni að ferðast til Belgíu með íslenska landsliðinu, og Víkingur gæti bannað Kára Árnasyni það sama, verði þeir í landsliðshópnum sem Erik Hamrén tilkynnir á morgun. „Í hverju erum við að fara að lenda hérna? Leikmenn vilja klárlega spila með landsliði sínu, og ég ætla að vona að þeir vilji líka spila með félagsliði sínu. Það þarf að finna einhverja lausn á þessu,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni í gær. Mikilvægir leikir í húfi FH mætir Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september og myndi Gunnar að óbreyttu missa af þeim leik vegna sóttkvíar. Valur mætir HK í bikarleik sama dag, og 13. september mætast Valur og Víkingur í Pepsi Max-deildinni. Íslensku og færeysku landsliðsmennirnir gætu misst af þessum leikjum. „Fyrir mér er það ósköp einfalt að ef ég væri að þjálfa FH, Val eða Víking, þar sem leikmenn eru sem gætu verið valdir, þá kæmi ekki til greina að hleypa þeim í þessi landsliðsverkefni. Það er mjög leiðinlegt að segja það, en bæði FH og Valur eru að fara í 8-liða úrslitin í bikarnum þarna, í öllum tilvikum eru þetta lykilmenn, og fyrir mér kæmi ekki til greina að hleypa þeim,“ sagði Davíð. Atli Viðar Björnsson benti á að menn vonuðust eftir því að viðræður á milli félaganna og KSÍ gætu skilað viðunandi niðurstöðu, með frestun leikja í huga. „Það er nú ekkert brjálæðislega mikið af dögum eftir [sem lausir eru fyrir leiki],“ sagði Davíð, og Guðmundur skaut því að að kannski ætti KSÍ að hætta við þau áform að öllum leikjum Íslandsmótsins þurfi að vera lokið 1. desember. Umræðuna má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Stúkan - Þjóðardeildarreglan Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Valur Víkingur Reykjavík FH Pepsi Max stúkan Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. 26. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Sjá meira
Ef Davíð Þór Viðarsson væri þjálfari Vals, FH eða Víkings R. þá væru íslenskir og færeyskir landsliðsmenn liðanna ekki á leið í landsleiki í september. Þetta sagði Davíð í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar var rætt um tímabundna breytingu á reglum FIFA sem geri félagsliðum kleift að banna leikmönnum að fara í landsleiki í Þjóðadeildinni í september, þurfi þeir að fara í fimm daga sóttkví vegna leikjanna. Slíkt ætti að óbreyttu við Gunnar Nielsen, aðalmarkvörð FH, og Valsmanninn Kaj Leo í Bartalsstovu sem báðir hafa verið valdir í færeyska landsliðið. Valur ætti sömuleiðis rétt á að banna Hannesi Þór Halldórssyni og Birki Má Sævarssyni að ferðast til Belgíu með íslenska landsliðinu, og Víkingur gæti bannað Kára Árnasyni það sama, verði þeir í landsliðshópnum sem Erik Hamrén tilkynnir á morgun. „Í hverju erum við að fara að lenda hérna? Leikmenn vilja klárlega spila með landsliði sínu, og ég ætla að vona að þeir vilji líka spila með félagsliði sínu. Það þarf að finna einhverja lausn á þessu,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni í gær. Mikilvægir leikir í húfi FH mætir Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september og myndi Gunnar að óbreyttu missa af þeim leik vegna sóttkvíar. Valur mætir HK í bikarleik sama dag, og 13. september mætast Valur og Víkingur í Pepsi Max-deildinni. Íslensku og færeysku landsliðsmennirnir gætu misst af þessum leikjum. „Fyrir mér er það ósköp einfalt að ef ég væri að þjálfa FH, Val eða Víking, þar sem leikmenn eru sem gætu verið valdir, þá kæmi ekki til greina að hleypa þeim í þessi landsliðsverkefni. Það er mjög leiðinlegt að segja það, en bæði FH og Valur eru að fara í 8-liða úrslitin í bikarnum þarna, í öllum tilvikum eru þetta lykilmenn, og fyrir mér kæmi ekki til greina að hleypa þeim,“ sagði Davíð. Atli Viðar Björnsson benti á að menn vonuðust eftir því að viðræður á milli félaganna og KSÍ gætu skilað viðunandi niðurstöðu, með frestun leikja í huga. „Það er nú ekkert brjálæðislega mikið af dögum eftir [sem lausir eru fyrir leiki],“ sagði Davíð, og Guðmundur skaut því að að kannski ætti KSÍ að hætta við þau áform að öllum leikjum Íslandsmótsins þurfi að vera lokið 1. desember. Umræðuna má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Stúkan - Þjóðardeildarreglan
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Valur Víkingur Reykjavík FH Pepsi Max stúkan Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. 26. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Sjá meira
Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00
Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. 26. ágúst 2020 14:00