Tveir skotnir til bana í Kenosha Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2020 11:18 Mikil mótmæli hafa nú átt sér stað í Kenshoa, þrjú kvöld í röð. AP/David Goldman Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. Skothríð hófst eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og vopnaðra manna sem sögðust vera að verja bensínstöð. Mikil mótmæli fóru fram í Kenosha í nótt og var það þriðja nóttin í röð sem slíkt gerist. Tilefni mótmælanna er að lögregluþjónn skaut svartan mann ítrekað í bakið fyrr í vikunni. Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Mótmælin í gær áttu sér að mestu stað við dómshús Kenosha. Mótmælendur voru þó reknir á brott með táragasi og gúmmíkúlum. Að endingu fóru margir mótmælendur en aðrir enduðu hjá bensínstöð skammt frá dómshúsinu. Þar var fyrir hópur vopnaðra manna sem sögðust vera að verja bensínstöðina. Til deilna kom á milli mótmælenda og mannanna sem enduðu með skothríð. Samkvæmt frétt Milwaukee Journal Sentinel var einn skotinn í höfuðið, annar í bringuna og sá þriðji í handlegginn. Sá er ekki sagður í lífshættu, þó hann sé alvarlega særður. Enginn hefur verið handtekinn en lögreglan leitar manns vopnuðum riffli og segjast lögregluþjónar sannfærðir um að viðkomandi finnist fljótt. Hér að neðan má sjá aðstæður í frá Kenosha í nótt. Myndbandið byrjar á því að maðurinn sem lögreglan leitar að skýtur tvo aðila sem reyna að stoppa hann. Hann er sagður hafa verið á flótta eftir að hafa skotið einn við bensínstöðina. Lengri útgáfu af því þegar síðari tveir voru skotnir má sjá þar að neðan. Vert er að vara viðkvæma við myndefninu. Breaking News: Extended footage of the shooting in Kenosha.#KenoshaProtests#KenoshaShooting#JacobBlake#KenoshaPolicepic.twitter.com/EzRzTKu05s— Saint Patrick, CSP, CRME. (@tuanstpatrick) August 26, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. Skothríð hófst eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og vopnaðra manna sem sögðust vera að verja bensínstöð. Mikil mótmæli fóru fram í Kenosha í nótt og var það þriðja nóttin í röð sem slíkt gerist. Tilefni mótmælanna er að lögregluþjónn skaut svartan mann ítrekað í bakið fyrr í vikunni. Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Mótmælin í gær áttu sér að mestu stað við dómshús Kenosha. Mótmælendur voru þó reknir á brott með táragasi og gúmmíkúlum. Að endingu fóru margir mótmælendur en aðrir enduðu hjá bensínstöð skammt frá dómshúsinu. Þar var fyrir hópur vopnaðra manna sem sögðust vera að verja bensínstöðina. Til deilna kom á milli mótmælenda og mannanna sem enduðu með skothríð. Samkvæmt frétt Milwaukee Journal Sentinel var einn skotinn í höfuðið, annar í bringuna og sá þriðji í handlegginn. Sá er ekki sagður í lífshættu, þó hann sé alvarlega særður. Enginn hefur verið handtekinn en lögreglan leitar manns vopnuðum riffli og segjast lögregluþjónar sannfærðir um að viðkomandi finnist fljótt. Hér að neðan má sjá aðstæður í frá Kenosha í nótt. Myndbandið byrjar á því að maðurinn sem lögreglan leitar að skýtur tvo aðila sem reyna að stoppa hann. Hann er sagður hafa verið á flótta eftir að hafa skotið einn við bensínstöðina. Lengri útgáfu af því þegar síðari tveir voru skotnir má sjá þar að neðan. Vert er að vara viðkvæma við myndefninu. Breaking News: Extended footage of the shooting in Kenosha.#KenoshaProtests#KenoshaShooting#JacobBlake#KenoshaPolicepic.twitter.com/EzRzTKu05s— Saint Patrick, CSP, CRME. (@tuanstpatrick) August 26, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira